Serena Williams komst ekki í úrslit á US Open í nótt og það sem meira er þá mun hún missa toppsætið á heimslistanum eftir tapið gegn Karolinu Pliskovu frá Tékklandi.
Það áttu ekki margir von á því að Pliskova gæti velgt Williams undir uggum en annað kom á daginn. Hún vann í tveimur lotum, 6-2 og 7-6.
Þessi úrslit þýða líka að Angelique Kerber fer á topp heimslistans í tennis en Kerber mun mæta Pliskovu í úrslitaleiknum.
Williams var að elta söguna á þessu móti en sigur á þessu móti hefði verið hennar 23 risatitill. Hún er því enn jöfn Steffi Graf yfir flesta risatitla.
Kerber lagði hina dönsku Carolinu Wozniacki, 6-4 og 6-3, í hinum undanúrslitaleiknum. Stórvinkonurnar Serena og Wozniacki fengu því ekki draum sinn uppfylltan að mætast í úrslitaleik.
Sport