Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Ritstjórn skrifar 8. september 2016 15:00 GLAMOUR/GETTY Leikkonan, fatahönnuðurinn, fyrirsætan og nú leikstjórinn Chloë Sevigny er á leið til landsins en hún verður einn af heiðursgestum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF í október. Sevigny sýnir fyrstu stuttmynd sína á RIFF en myndin heitir Kitty og fjallar um unga stúlku sem dreymir um að breytast í kettling. Hún verður viðstödd sýninguna og svarar spurningum gesta að sýningu lokinni í Bíó Paradís. Hún hefur verið í sviðsljósinu frá unga aldri og af mörgum talin ein svalasta konan í Hollywood. Hún lék í myndinni Kids sem kom henni rækilegi á kortið og var valin „The It girl“af tímaritinu The New Yorker árið 1994. Síðan þá hefur hún leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarspsþáttum, unnið sem fyrirsæta, fatahönnuður og barist fyrir jafnrétti kynjanna í kvikmyndabransanum í Hollywood. Sevigny er þekkt fyrir einstakan stíl sinn og hefur verið fyrirmynd margra í gegnum árin þegar það kemur að stíl og klæðnaði. Í tilefni komu þessarar tískudrottningar til landsins tók Glamour saman nokkrar vel valdar tískustundir í gegnum árin hjá þessari ofur svölu konu.glamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/getty RIFF Mest lesið H&M í samstarf með Colette Glamour Steldu stílnum: Er hot pink hinn nýi rauði? Glamour Best klæddu karlmenn vikunnar Glamour Mikilvægi olnbogans á forsíðu Time Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Stjörnum prýdd afmælisveisla Lancôme Glamour Hressandi götutíska í Ástralíu Glamour „Ég er óörugg því að ég þarf að huga að útliti mínu á hverjum einasta degi" Glamour Samfestingar - flott og þægileg tíska Glamour
Leikkonan, fatahönnuðurinn, fyrirsætan og nú leikstjórinn Chloë Sevigny er á leið til landsins en hún verður einn af heiðursgestum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF í október. Sevigny sýnir fyrstu stuttmynd sína á RIFF en myndin heitir Kitty og fjallar um unga stúlku sem dreymir um að breytast í kettling. Hún verður viðstödd sýninguna og svarar spurningum gesta að sýningu lokinni í Bíó Paradís. Hún hefur verið í sviðsljósinu frá unga aldri og af mörgum talin ein svalasta konan í Hollywood. Hún lék í myndinni Kids sem kom henni rækilegi á kortið og var valin „The It girl“af tímaritinu The New Yorker árið 1994. Síðan þá hefur hún leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarspsþáttum, unnið sem fyrirsæta, fatahönnuður og barist fyrir jafnrétti kynjanna í kvikmyndabransanum í Hollywood. Sevigny er þekkt fyrir einstakan stíl sinn og hefur verið fyrirmynd margra í gegnum árin þegar það kemur að stíl og klæðnaði. Í tilefni komu þessarar tískudrottningar til landsins tók Glamour saman nokkrar vel valdar tískustundir í gegnum árin hjá þessari ofur svölu konu.glamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/getty
RIFF Mest lesið H&M í samstarf með Colette Glamour Steldu stílnum: Er hot pink hinn nýi rauði? Glamour Best klæddu karlmenn vikunnar Glamour Mikilvægi olnbogans á forsíðu Time Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Stjörnum prýdd afmælisveisla Lancôme Glamour Hressandi götutíska í Ástralíu Glamour „Ég er óörugg því að ég þarf að huga að útliti mínu á hverjum einasta degi" Glamour Samfestingar - flott og þægileg tíska Glamour