Tekjur af turni Hallgrímskirkju fara yfir 200 milljónir Heiðar Lind Hansson skrifar 8. september 2016 07:00 Tekur hafa stigmagnast ár frá ári. vísir/grafík/ingó Áætlað er að heimsóknum gesta í Hallgrímskirkjuturn muni fjölga um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Þetta segir Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, í samtali við Fréttablaðið. Um 200 þúsund gestir kirkjunnar keyptu sér far upp í turninn á síðasta ári sem gaf Hallgrímskirkju tekjur sem námu um 161 milljón króna. Flestir af þeim eru ferðamenn. Haldist hlutfallsleg fjölgun gesta út þetta ár má ætla að turngestir verði yfir 260 þúsund í árslok. Þetta þýðir að tekjur kirkjunnar fara yfir 200 milljónir. Aðgangseyrir að turninum er nú 900 krónur fyrir fullorðna, en 100 krónur fyrir börn 6-16 ára. Jónanna segir að nákvæmar heimsóknartölur fyrir kirkjuna alla séu ekki alveg á hreinu. Í ársbyrjun var nýtt talningartæki tekið í notkun sem enn sé verið að fá reynslu á. Samkvæmt talningum þess hefur daglegur meðalfjöldi gesta í ár verið um 2.500 manns. Jónanna segir hins vegar að reynslan sýni að um fjórðungur gesta kaupi aðgang að turninum. Sé tekið mið af tölum um tekjur af turnheimsóknum í ársreikningum Hallgrímskirkju 2010-2015, sem sjá má í töflunni hér til hliðar, kemur í ljós að heildarfjöldi kirkjugesta muni fara yfir eina milljón á þessu ári. Tekið skal fram að tekjur sem birtast vegna þessa árs eru uppreiknaðar miðað við 30 prósent fjölgun heimsókna frá 2015. Allar tekjur af turnferðunum renna til Hallgrímskirkju, en starfsmenn kirkjunnar sjá um að taka á móti gestum og rukka inn. „Þessi sala gerir það að verkum að við getum haft kirkjuna opna yfir allt árið,“ segir Jónanna en opnunartími kirkjunnar er frá kl. 9-21 frá maí til september, en frá kl. 9-17 yfir vetrarmánuðina. „Það að vera með starfsfólk hér á öllum þessum tímum og þurfa að sinna öllu viðhaldi er kostnaðarsamt. Þetta hús er gríðarlega stórt og þarfnast gríðarlega mikil viðhalds,“ segir hún og bendir á að nú sé unnið að steypuviðgerðum utanhúss upp á 60 milljónir. Þá hvíli á kirkjunni 400 milljóna króna bankalán sem tekið var vegna umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda á kirkjuturninum 2008-2009. Einnig er á döfinni að endurnýja turnlyftuna og kaupa nýjan tæknibúnað sem knýr kirkjuklukkurnar. „Engar þessara viðhaldsframkvæmda væru mögulegar ef ekki kæmu til tekjur af útsýnispalli í turninum,“ segir Jónanna. Hún segir almenna ánægju vera meðal þeirra gesta sem sækja kirkjuna. „Þeir eru mjög ánægðir með heimsóknir í kirkjuna og upp í turninn. Samkvæmt óformlegri könnun sem við gerðum í febrúar og mars kom í ljós að hún stenst þær væntingar sem gestir gera til hennar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45 Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar muni auka verðbólgu hressilega Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Sjá meira
Áætlað er að heimsóknum gesta í Hallgrímskirkjuturn muni fjölga um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Þetta segir Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, í samtali við Fréttablaðið. Um 200 þúsund gestir kirkjunnar keyptu sér far upp í turninn á síðasta ári sem gaf Hallgrímskirkju tekjur sem námu um 161 milljón króna. Flestir af þeim eru ferðamenn. Haldist hlutfallsleg fjölgun gesta út þetta ár má ætla að turngestir verði yfir 260 þúsund í árslok. Þetta þýðir að tekjur kirkjunnar fara yfir 200 milljónir. Aðgangseyrir að turninum er nú 900 krónur fyrir fullorðna, en 100 krónur fyrir börn 6-16 ára. Jónanna segir að nákvæmar heimsóknartölur fyrir kirkjuna alla séu ekki alveg á hreinu. Í ársbyrjun var nýtt talningartæki tekið í notkun sem enn sé verið að fá reynslu á. Samkvæmt talningum þess hefur daglegur meðalfjöldi gesta í ár verið um 2.500 manns. Jónanna segir hins vegar að reynslan sýni að um fjórðungur gesta kaupi aðgang að turninum. Sé tekið mið af tölum um tekjur af turnheimsóknum í ársreikningum Hallgrímskirkju 2010-2015, sem sjá má í töflunni hér til hliðar, kemur í ljós að heildarfjöldi kirkjugesta muni fara yfir eina milljón á þessu ári. Tekið skal fram að tekjur sem birtast vegna þessa árs eru uppreiknaðar miðað við 30 prósent fjölgun heimsókna frá 2015. Allar tekjur af turnferðunum renna til Hallgrímskirkju, en starfsmenn kirkjunnar sjá um að taka á móti gestum og rukka inn. „Þessi sala gerir það að verkum að við getum haft kirkjuna opna yfir allt árið,“ segir Jónanna en opnunartími kirkjunnar er frá kl. 9-21 frá maí til september, en frá kl. 9-17 yfir vetrarmánuðina. „Það að vera með starfsfólk hér á öllum þessum tímum og þurfa að sinna öllu viðhaldi er kostnaðarsamt. Þetta hús er gríðarlega stórt og þarfnast gríðarlega mikil viðhalds,“ segir hún og bendir á að nú sé unnið að steypuviðgerðum utanhúss upp á 60 milljónir. Þá hvíli á kirkjunni 400 milljóna króna bankalán sem tekið var vegna umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda á kirkjuturninum 2008-2009. Einnig er á döfinni að endurnýja turnlyftuna og kaupa nýjan tæknibúnað sem knýr kirkjuklukkurnar. „Engar þessara viðhaldsframkvæmda væru mögulegar ef ekki kæmu til tekjur af útsýnispalli í turninum,“ segir Jónanna. Hún segir almenna ánægju vera meðal þeirra gesta sem sækja kirkjuna. „Þeir eru mjög ánægðir með heimsóknir í kirkjuna og upp í turninn. Samkvæmt óformlegri könnun sem við gerðum í febrúar og mars kom í ljós að hún stenst þær væntingar sem gestir gera til hennar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45 Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar muni auka verðbólgu hressilega Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Sjá meira
Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45
Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50