Lífið

Hápunktarnir við komu Justin Bieber til landsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kanadíski tónlistamaðurinn Justin Bieber lenti á Reykjavíkurflugvelli rétt eftir klukkan 12 í dag. Hann kom á einkaþotu af gerðinni Gulfstream G550 og var Vísir með beina sjónvarpsútsendingu frá því þegar hann lenti.

Bieber kom út úr flugvélinni og settist því næst upp í svartan langferðabíl. Því næst var honum ekið um fimmtíu metra þar sem þyrla beið eftir honum og var því næst flogið með kappann í Bláa Lónið.

Eins og áður segir var Vísir á staðnum allan tímann og höfum við nú klippt saman helstu atvikin þegar Bieber kom til landsins.

Hápunkturinn var vissulega þegar Bieber lenti á flugvellinum og steig út úr vélinni en einnig þegar ung stúlka ætlaði sér að klifra yfir girðingu á Reykjavíkurflugvelli og komast að stjörnunni.

Hér að ofan má sjá atburðarrásina þegar Justin Bieber lenti á Ísland sjöunda september 2016.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×