Hví eru stjórnvöld hér neikvæð gagnvart öldruðum? Björgvin Guðmundsson skrifar 8. september 2016 07:00 Margir undrast það hve neikvæð stjórnvöld hér eru gagnvart eldri borgurum. Þessu er á annan veg farið í grannlöndum okkar. Þar eru stjórnvöld jákvæð í garð aldraðra og leitast við að fylgjast með því á hvern hátt þau geti létt undir með lífsbaráttu þeirra. Hér standa stjórnvöld gegn kjarabótum aldraðra eins lengi og þau telja það nokkurn kost. Það má eiginlega segja að neyða verði stjórnvöld hér til þess að veita öldruðum sjálfsagðar og eðlilegar kjarabætur í takt við launahækkanir launþega. Grunnlífeyrir er þrefalt hærri í grannlöndum okkar en hér. Og heildarlífeyrir er miklu hærri í nágrannalöndum okkar. Þá þekkjast þar ekki þessar miklu tekjutengingar, sem hér eru. Fyrir alþingiskosningarnar 2013 fór ég sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík á fund formanna allra þingflokka stjórnmálaflokkanna og ræddi við þá um kjaramál aldraðra. Með mér í för voru 2-3 fulltrúar kjaranefndar. Fundir þessir gengu nokkuð vel. Stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi voru áberandi jákvæðari gagnvart erindi okkar um kjarabætur. Leiddu viðræður okkar við þá til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tóku upp í stefnuskrár sínar 2013 ýmsar óskir kjaranefndar um kjarabætur aldraðra. Hreyfingin tók erindi okkar svo vel, að Margrét Tryggvadóttir, þingmaður flokksins, flutti þingmál í samræmi við okkar óskir. Það náði þó ekki fram að ganga. En björninn var ekki unninn þó Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn tækju mikilvæg kjaramál eldri borgara upp í stefnuskrár sínar. Við í kjaranefndinni fögnuðum þessu en gleði okkar stóð ekki lengi. Umræddir flokkar stóðu ekki við fyrirheit þau, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum í stefnuskrám sínum. Þeir hafa ekkert gert í því að efna mikilvægasta fyrirheitið, þ.e. að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hitt fyrirheitið var að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um 6 atriði að ræða. Aðeins 3 þeirra hafa verið afturkölluð og í rauninni aðeins 2, þar eð eitt rann úr gildi af sjálfu sér. Það var tímabundið. Það er verkefni sálfræðinga að rannsaka hvers vegna stjórnmálamenn og ráðamenn hér hafa neikvæða afstöðu til eldri borgara. Það getur hver maður séð, að kjör þeirra lífeyrisþega, sem hafa einungis tekjur frá almannatryggingum, eru óásættanleg. Það væri einnig eðlilegt og rökrétt að stjórnvöld og stjórnmálamenn væru jákvæð í garð eldri borgara vegna þess hve mikið eldri kynslóðin hefur gert til þess að skapa það þjóðfélag, sem við búum í. Vonandi verður breyting á.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Margir undrast það hve neikvæð stjórnvöld hér eru gagnvart eldri borgurum. Þessu er á annan veg farið í grannlöndum okkar. Þar eru stjórnvöld jákvæð í garð aldraðra og leitast við að fylgjast með því á hvern hátt þau geti létt undir með lífsbaráttu þeirra. Hér standa stjórnvöld gegn kjarabótum aldraðra eins lengi og þau telja það nokkurn kost. Það má eiginlega segja að neyða verði stjórnvöld hér til þess að veita öldruðum sjálfsagðar og eðlilegar kjarabætur í takt við launahækkanir launþega. Grunnlífeyrir er þrefalt hærri í grannlöndum okkar en hér. Og heildarlífeyrir er miklu hærri í nágrannalöndum okkar. Þá þekkjast þar ekki þessar miklu tekjutengingar, sem hér eru. Fyrir alþingiskosningarnar 2013 fór ég sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík á fund formanna allra þingflokka stjórnmálaflokkanna og ræddi við þá um kjaramál aldraðra. Með mér í för voru 2-3 fulltrúar kjaranefndar. Fundir þessir gengu nokkuð vel. Stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi voru áberandi jákvæðari gagnvart erindi okkar um kjarabætur. Leiddu viðræður okkar við þá til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tóku upp í stefnuskrár sínar 2013 ýmsar óskir kjaranefndar um kjarabætur aldraðra. Hreyfingin tók erindi okkar svo vel, að Margrét Tryggvadóttir, þingmaður flokksins, flutti þingmál í samræmi við okkar óskir. Það náði þó ekki fram að ganga. En björninn var ekki unninn þó Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn tækju mikilvæg kjaramál eldri borgara upp í stefnuskrár sínar. Við í kjaranefndinni fögnuðum þessu en gleði okkar stóð ekki lengi. Umræddir flokkar stóðu ekki við fyrirheit þau, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum í stefnuskrám sínum. Þeir hafa ekkert gert í því að efna mikilvægasta fyrirheitið, þ.e. að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hitt fyrirheitið var að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um 6 atriði að ræða. Aðeins 3 þeirra hafa verið afturkölluð og í rauninni aðeins 2, þar eð eitt rann úr gildi af sjálfu sér. Það var tímabundið. Það er verkefni sálfræðinga að rannsaka hvers vegna stjórnmálamenn og ráðamenn hér hafa neikvæða afstöðu til eldri borgara. Það getur hver maður séð, að kjör þeirra lífeyrisþega, sem hafa einungis tekjur frá almannatryggingum, eru óásættanleg. Það væri einnig eðlilegt og rökrétt að stjórnvöld og stjórnmálamenn væru jákvæð í garð eldri borgara vegna þess hve mikið eldri kynslóðin hefur gert til þess að skapa það þjóðfélag, sem við búum í. Vonandi verður breyting á.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar