Lífið

Gleðitár og geðshræring þegar poppprinsinn mætti - Myndir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þessar stúlkur eru greinilega miklir aðdáendur Bieber enda grétu þær af gleði þegar söngvarinn kom.
Þessar stúlkur eru greinilega miklir aðdáendur Bieber enda grétu þær af gleði þegar söngvarinn kom. vísir/anton brink
Það hefur varla farið fram hjá mörgum að poppstjarnan Justin Bieber er mættur til Íslands en hann mun halda tvenna tónleika hér á morgun og föstudag í Kórnum í Kópavogi.

Bieber er einn þekktasti tónlistarmaður í heimi og á stóran hóp aðdáenda hér á Íslandi. Nokkur fjöldi þeirra mætti á Reykjavíkurflugvöll í hádeginu til að taka á móti poppprinsinum en einkaþota Bieber lenti um klukkan 12.

Um hálftíma síðar kom Bieber sjálfur út úr vélinni og ætlaði þá allt um koll að keyra á flugvellinum þar sem aðdáendur hans öskruðu og grétu af gleði og geðshræringu.

Vilhelm Gunnarsson og Anton Brink ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis voru á Reykjavíkurflugvelli í dag og náðu meðfylgjandi myndum. Þá var Vísir með beina útsendingu frá flugvellinum og má sjá hana í spilaranum hér að neðan.

vísir/vilhelm

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.