Strákarnir falla um fjögur sæti en eru áfram konungar norðursins Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2016 10:00 Strákarnir eru áfram bestir á Norðurlöndum. vísir/epa Spænski tölfræðisnillingurinn Alexis Martín sem gengur undir nafinu Mr. Chip á Twitter er búinn að reikna út efstu 60 sætin á heimslista FIFA sem birtur verður næst 15. september. Þetta gerir Martín eftir hverja landsleikjaviku og honum skeikar vanalega aldrei um eitt einasta stig. Strákarnir okkar, sem féllu um eitt sæti á síðasta lista, falla nú um fjögur sæti niður í 27. sæti heimslistans eftir jafnteflið gegn Úkraínu í Kænugarði á mánudagskvöldið. Íslenska liðið var í 22. sæti á listanum sem var birtur skömmu eftir að Evrópumótinu í Frakklandi lauk en féll um eitt sæti niður í það 23. á listanum í ágúst þrátt fyrir að spila ekki leik.Alfreð Finnbogason skoraði markið gegn Úkraínu.vísir/epaNorðmenn út af topp 60 Nú fara strákarnir niður í 27. sæti en verða tveimur sætum fyrir ofan Úkraínu sem það gerði jafntefli við á mánudagskvöldið. Króatar eru efstir af liðunum í riðli Íslands í undankeppni HM en þeir eru í 15. sæti og Tyrkir eru í 21. sæti. Strákarnir okkar eru sem fyrr langbesta lið Norðurlanda samkvæmt heimslistanum og halda sæmdarheitinu konungar norðursins. Svíar verða næstir okkur Íslendingum á nýjum heimslista í 41. sæti og Danir verða í þriðja sæti af Norðurlandaþjóðunum í 46. sæti listans. Alexis reiknar bara út 60 efstu sætin en Norðmenn virðast hríðfalla á næsta lista því þeir voru í 50. sæti en eru ekki á topp 60 að þessu sinni. Noregur tapaði vináttuleik gegn Hvíta-Rússlandi í síðustu viku og lét Þýskaland svo pakka sér saman í undankeppni HM á sunnudaginn. Finnar, sem eru með Íslendingum í riðli, voru í 61. sæti á síðasta lista og virðast ekki skríða inn á topp 60 og þar eru Færeyingar ekki heldur. Argentína mun halda efsta sætinu á listanum og Belgar verða áfram í öðru sæti en Kólumbíumenn og Þjóðverjar deila 3.-4. sætinu. Efstu 60 sætin á næsta heimslista má sjá hér að neðan.Recién sacado del horno, el TOP-60 del Ranking FIFA que veréis publicado el próximo 15-Septiembre. Disfrutadlo ;-) pic.twitter.com/uSQAvVKa9C— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 7, 2016 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Myndaveisla frá jafnteflinu í Úkraínu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer sumarið 2018. 5. september 2016 21:38 Ásættanleg byrjun í Úkraínu Ísland hóf vegferð sína að sæti í úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi með því að gera jafntefli við sterkt lið Úkraínu ytra í gær, 1-1. Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti en gátu að lokum prísað sig sæla að ná stigi. 6. september 2016 06:00 Sjáðu samantekt úr leiknum í Kænugarði Eitt stig var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2018. 6. september 2016 09:00 Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Shevchenko: Vorum að spila gegn mjög góðu liði Andriy Shevchenko, þjálfara úkraínska landsliðsins í knattspyrnu, fannst liðið eiga meiri möguleika en Ísland á að vinna leik liðanna í kvöld. 5. september 2016 22:25 Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Atletico Madrid - Barcelona | Toppslagur í Madríd „Við áttum skilið að vinna í dag“ Í beinni: Leicester City - Manchester United | Stríðir Nistelrooy sínu gamla félagi? Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Sjá meira
Spænski tölfræðisnillingurinn Alexis Martín sem gengur undir nafinu Mr. Chip á Twitter er búinn að reikna út efstu 60 sætin á heimslista FIFA sem birtur verður næst 15. september. Þetta gerir Martín eftir hverja landsleikjaviku og honum skeikar vanalega aldrei um eitt einasta stig. Strákarnir okkar, sem féllu um eitt sæti á síðasta lista, falla nú um fjögur sæti niður í 27. sæti heimslistans eftir jafnteflið gegn Úkraínu í Kænugarði á mánudagskvöldið. Íslenska liðið var í 22. sæti á listanum sem var birtur skömmu eftir að Evrópumótinu í Frakklandi lauk en féll um eitt sæti niður í það 23. á listanum í ágúst þrátt fyrir að spila ekki leik.Alfreð Finnbogason skoraði markið gegn Úkraínu.vísir/epaNorðmenn út af topp 60 Nú fara strákarnir niður í 27. sæti en verða tveimur sætum fyrir ofan Úkraínu sem það gerði jafntefli við á mánudagskvöldið. Króatar eru efstir af liðunum í riðli Íslands í undankeppni HM en þeir eru í 15. sæti og Tyrkir eru í 21. sæti. Strákarnir okkar eru sem fyrr langbesta lið Norðurlanda samkvæmt heimslistanum og halda sæmdarheitinu konungar norðursins. Svíar verða næstir okkur Íslendingum á nýjum heimslista í 41. sæti og Danir verða í þriðja sæti af Norðurlandaþjóðunum í 46. sæti listans. Alexis reiknar bara út 60 efstu sætin en Norðmenn virðast hríðfalla á næsta lista því þeir voru í 50. sæti en eru ekki á topp 60 að þessu sinni. Noregur tapaði vináttuleik gegn Hvíta-Rússlandi í síðustu viku og lét Þýskaland svo pakka sér saman í undankeppni HM á sunnudaginn. Finnar, sem eru með Íslendingum í riðli, voru í 61. sæti á síðasta lista og virðast ekki skríða inn á topp 60 og þar eru Færeyingar ekki heldur. Argentína mun halda efsta sætinu á listanum og Belgar verða áfram í öðru sæti en Kólumbíumenn og Þjóðverjar deila 3.-4. sætinu. Efstu 60 sætin á næsta heimslista má sjá hér að neðan.Recién sacado del horno, el TOP-60 del Ranking FIFA que veréis publicado el próximo 15-Septiembre. Disfrutadlo ;-) pic.twitter.com/uSQAvVKa9C— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 7, 2016
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Myndaveisla frá jafnteflinu í Úkraínu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer sumarið 2018. 5. september 2016 21:38 Ásættanleg byrjun í Úkraínu Ísland hóf vegferð sína að sæti í úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi með því að gera jafntefli við sterkt lið Úkraínu ytra í gær, 1-1. Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti en gátu að lokum prísað sig sæla að ná stigi. 6. september 2016 06:00 Sjáðu samantekt úr leiknum í Kænugarði Eitt stig var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2018. 6. september 2016 09:00 Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Shevchenko: Vorum að spila gegn mjög góðu liði Andriy Shevchenko, þjálfara úkraínska landsliðsins í knattspyrnu, fannst liðið eiga meiri möguleika en Ísland á að vinna leik liðanna í kvöld. 5. september 2016 22:25 Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Atletico Madrid - Barcelona | Toppslagur í Madríd „Við áttum skilið að vinna í dag“ Í beinni: Leicester City - Manchester United | Stríðir Nistelrooy sínu gamla félagi? Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Sjá meira
Myndaveisla frá jafnteflinu í Úkraínu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik liðsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi sem fram fer sumarið 2018. 5. september 2016 21:38
Ásættanleg byrjun í Úkraínu Ísland hóf vegferð sína að sæti í úrslitakeppni HM 2018 í Rússlandi með því að gera jafntefli við sterkt lið Úkraínu ytra í gær, 1-1. Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti en gátu að lokum prísað sig sæla að ná stigi. 6. september 2016 06:00
Sjáðu samantekt úr leiknum í Kænugarði Eitt stig var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2018. 6. september 2016 09:00
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00
Shevchenko: Vorum að spila gegn mjög góðu liði Andriy Shevchenko, þjálfara úkraínska landsliðsins í knattspyrnu, fannst liðið eiga meiri möguleika en Ísland á að vinna leik liðanna í kvöld. 5. september 2016 22:25
Jóhann Berg: Skrítið að spila án áhorfenda Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn 53. landsleik í kvöld er Ísland mætir Úkraínu. 5. september 2016 10:45