Sport

Lamdi sjötugan mann og son hans

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Miller spilar ekki bolta með 49ers í vetur.
Miller spilar ekki bolta með 49ers í vetur. vísir/getty
NFL-liðið San Francisco 49ers rak í gær Bruce Miller frá félaginu eftir að hann gekk í skrokk á feðgum á hóteli í San Francisco.

Faðirinn er sjötugur en það stöðvaði ekki Miller frá því að kýla hann í andlitið. Er sonurinn fór að skipta sér af fékk hann sömu meðferð frá Miller.

Feðgarnir þurftu báðir að leita sér læknisaðstoðar og faðirinn ku vera brotinn á nokkrum stöðum.

Ástæðan fyrir þessum átökum var deila um hótelherbergi í San Francisco. Er Miller kom á hótelið voru öll herbergin upptekin.

Hann bankaði þá á eitt herbergið sem hann taldi sig eiga. Feðgarnir neituðu eðlilega að fara og voru í kjölfarið lamdir af Miller.

Miller yfirgaf hótelið en var handtekinn skömmu síðar.

49ers var fljótt að bregðast við og rak Miller sem er búinn að vera hjá félaginu síðan 2011. Hann var líka handtekinn í mars síðastliðnum fyrir að ganga í skrokk á kærustunni sinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×