Höskuldur hjólar í Sigmund Davíð vegna skrifa hans um Reykjavíkurflugvöll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2016 07:52 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson í þingsal. vísir/anton brink Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins gagnrýnir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins harðlega í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Höskuldur leggur út af skrifum Sigmundar Davíðs í Morgunblaðinu í liðinni viku um Reykjavíkurflugvöll en eins og kunnugt er hefur ríkið selt Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni samkvæmt samkomulagi sem þáverandi fjármálaráðherra gerði við þáverandi borgarstjóra skömmu fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Ýmsir hafa gagnrýnt sölu landsins og segja hana ekki standast skoðun, en þar á meðal er Sigmundur Davíð. Í grein sinni í Fréttablaðinu segist Höskuldur sammála gagnrýni vegna sölunnar á landinu en gerir „hins vegar verulegar athugasemdir við þær ávirðingar sem óneitanlega beinast að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jónssonar, rangar söguskýringar og villandi efnistök í greininni,“ ritar Höskuldur. Segir þingmenn Framsóknarflokksins ekki hafa komið nálægt málinu Hann segir að ekki hafi verið um að ræða sölu af hálfu ríkisins, það er ríkisstjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar. „Eingöngu var um að ræða ákvörðun núverandi innanríkisráðherra og fjármálaráðherra sem báðir tilheyra Sjálfstæðisflokknum. Hún var framkvæmd með vísan til heimildar í fjárlögum fyrir árið 2013 sem hæstaréttarlögmaðurinn og fyrrverandi dómari í Hæstarétti, Jón Steinar Gunnlaugsson, hefur gagnrýnt fyrir þær sakir að sé ekki nægjanleg heimild fyrir sölunni heldur þurfi einnig til að koma heimild í almennum lögum. Ég er sammála gagnrýni Jóns Steinars enda hafa núverandi forsætisráðherra og þingmenn Framsóknarflokksins gagnrýnt söluna harðlega. Þeir komu hins vegar hvergi að málinu þegar ákvörðunin var tekin af viðkomandi ráðherrum eins og halda mætti af því sem gefið er í skyn í greininni,“ segir Höskuldur. Þá segir hann fullyrðingar Sigmundar Davíðs um að skilyrði hafi verið í samkomulaginu um söluna vegna landsins að horfið yrði frá því að semja um lokun neyðarbrautarinnar ótrúverðugar, ef ekki beinlínis rangar: „Samkomulag fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, sem lá til grundvallar niðurstöðu Hæstaréttar um lokun brautarinnar, var undirritað á sama stað og á sama tíma og samkomulagið um Rögnunefndina, eins og myndir af atburðinum sýna svart á hvítu. Ef skilyrðið um að ekki yrðið samið um lokun brautarinnar hefði til að mynda komið fram í samningnum um Rögnunefndina, hefðu dómstólar aldrei fallist á samkomulagið um lokun neyðarbrautarinnar. Fullyrðingar fyrrverandi forsætisráðherra um þetta atriði eru því afar ótrúverðugar, ef ekki beinlínis rangar.“ Spyr hvers vegna Sigmundur Davíð hafi látið það viðgangast að samkomulagið var undirritað Höskuldur segir að lokun neyðarbrautarinnar sé í raun stærsti áfanginn í því að „bola flugvellinum í burtu,“ eins og hann orðar það. Hann segist þó enn trúa því að hægt sé að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir lokun brautarinnar enda fer hún þvert á málefnasamning ríkisstjórnarinnar. Höskuldur beinir orðum sínum að Sigmundi Davíð: „Af hverju fyrrverandi forsætisráðherra lét það viðgangast að samkomulagið um lokun neyðarbrautarinnar væri undirritað, beinlínis fyrir framan augun á honum, er algjörlega óútskýrt. Einnig hvers vegna ríkisstjórnin var ekki kölluð þá þegar saman og þess krafist að samkomulaginu yrði rift. Ef ekki hefði verið orðið við því hefði verið hægt að leggja fram þingmál til að ógilda samkomulagið eins og Hæstiréttur staðfesti í sumar að heimilt hefði verið. Þá hefði fyrrverandi forsætisráðherra verið í lófa lagið að krefjast þess að þingmál um skipulagsvald Reykjavíkurborgar, sem allur þingflokkur Framsóknarflokksins stendur á bak við, færi í atkvæðagreiðslu, því slíkt er á hans valdi. Engar slíkar aðgerðir voru framkvæmdar þótt tækifæri hefði verið til á sínum tíma.“ Höskuldur ítrekað gagnrýnt Sigmund síðustu misseriGrein Höskuldar má lesa í heild sinni hér á Vísi en eins og kunnugt er tapaði Höskuldur naumlega fyrir Sigmundi Davíð í formannskjöri flokksins fyrir þingkosningarnar 2009. Hann hefur verið nokkuð gagnrýninn á störf formannsins, ekki síst í kjölfar Panama-skjalanna. Höskuldur var til að mynda eini þingmaður Framsóknarflokksins sem studdi ekki tillögu Sigmundar Davíðs um að hann myndi víkja sæti sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson taka við því embætti. Sagðist Höskuldur hafa kosið gegn tillögunni því hún teldi ekki að hún leysti neinn vanda eins og hún var lögð fram. Síðustu vikur og mánuði hefur Höskuldur síðan eflst í gagnrýni sinni á formanninn, ef svo má segja, en hann hefur meðal annars sagt að hann hafi aldrei kynnst viðlíka foringjadýrkun og er við lýði hjá ákveðnum hópi innan Framsóknar. Þá gagnrýndi hann Sigmund Davíð í sumar þegar formaðurinn gaf í skyn að ekkert yrði af þingkosningunum í haust. Sagði Höskuldur Sigmund setja allt í upplausn. Höskuldur er einn af þremur sem bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð til þess að leiða lista framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi. Hinir frambjóðendurnir eru Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þingmenn fjögurra flokka munu leggja fram þingsályktunartillögu um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þorsteinn Sæmundsson býst við því að vera á meðal flutningsmanna. 16. ágúst 2016 07:00 Meirihluti fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöll í Vatnsmýri 25 þingmenn úr fjórum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 31. ágúst 2016 19:40 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins gagnrýnir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins harðlega í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Höskuldur leggur út af skrifum Sigmundar Davíðs í Morgunblaðinu í liðinni viku um Reykjavíkurflugvöll en eins og kunnugt er hefur ríkið selt Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni samkvæmt samkomulagi sem þáverandi fjármálaráðherra gerði við þáverandi borgarstjóra skömmu fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Ýmsir hafa gagnrýnt sölu landsins og segja hana ekki standast skoðun, en þar á meðal er Sigmundur Davíð. Í grein sinni í Fréttablaðinu segist Höskuldur sammála gagnrýni vegna sölunnar á landinu en gerir „hins vegar verulegar athugasemdir við þær ávirðingar sem óneitanlega beinast að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jónssonar, rangar söguskýringar og villandi efnistök í greininni,“ ritar Höskuldur. Segir þingmenn Framsóknarflokksins ekki hafa komið nálægt málinu Hann segir að ekki hafi verið um að ræða sölu af hálfu ríkisins, það er ríkisstjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar. „Eingöngu var um að ræða ákvörðun núverandi innanríkisráðherra og fjármálaráðherra sem báðir tilheyra Sjálfstæðisflokknum. Hún var framkvæmd með vísan til heimildar í fjárlögum fyrir árið 2013 sem hæstaréttarlögmaðurinn og fyrrverandi dómari í Hæstarétti, Jón Steinar Gunnlaugsson, hefur gagnrýnt fyrir þær sakir að sé ekki nægjanleg heimild fyrir sölunni heldur þurfi einnig til að koma heimild í almennum lögum. Ég er sammála gagnrýni Jóns Steinars enda hafa núverandi forsætisráðherra og þingmenn Framsóknarflokksins gagnrýnt söluna harðlega. Þeir komu hins vegar hvergi að málinu þegar ákvörðunin var tekin af viðkomandi ráðherrum eins og halda mætti af því sem gefið er í skyn í greininni,“ segir Höskuldur. Þá segir hann fullyrðingar Sigmundar Davíðs um að skilyrði hafi verið í samkomulaginu um söluna vegna landsins að horfið yrði frá því að semja um lokun neyðarbrautarinnar ótrúverðugar, ef ekki beinlínis rangar: „Samkomulag fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, sem lá til grundvallar niðurstöðu Hæstaréttar um lokun brautarinnar, var undirritað á sama stað og á sama tíma og samkomulagið um Rögnunefndina, eins og myndir af atburðinum sýna svart á hvítu. Ef skilyrðið um að ekki yrðið samið um lokun brautarinnar hefði til að mynda komið fram í samningnum um Rögnunefndina, hefðu dómstólar aldrei fallist á samkomulagið um lokun neyðarbrautarinnar. Fullyrðingar fyrrverandi forsætisráðherra um þetta atriði eru því afar ótrúverðugar, ef ekki beinlínis rangar.“ Spyr hvers vegna Sigmundur Davíð hafi látið það viðgangast að samkomulagið var undirritað Höskuldur segir að lokun neyðarbrautarinnar sé í raun stærsti áfanginn í því að „bola flugvellinum í burtu,“ eins og hann orðar það. Hann segist þó enn trúa því að hægt sé að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir lokun brautarinnar enda fer hún þvert á málefnasamning ríkisstjórnarinnar. Höskuldur beinir orðum sínum að Sigmundi Davíð: „Af hverju fyrrverandi forsætisráðherra lét það viðgangast að samkomulagið um lokun neyðarbrautarinnar væri undirritað, beinlínis fyrir framan augun á honum, er algjörlega óútskýrt. Einnig hvers vegna ríkisstjórnin var ekki kölluð þá þegar saman og þess krafist að samkomulaginu yrði rift. Ef ekki hefði verið orðið við því hefði verið hægt að leggja fram þingmál til að ógilda samkomulagið eins og Hæstiréttur staðfesti í sumar að heimilt hefði verið. Þá hefði fyrrverandi forsætisráðherra verið í lófa lagið að krefjast þess að þingmál um skipulagsvald Reykjavíkurborgar, sem allur þingflokkur Framsóknarflokksins stendur á bak við, færi í atkvæðagreiðslu, því slíkt er á hans valdi. Engar slíkar aðgerðir voru framkvæmdar þótt tækifæri hefði verið til á sínum tíma.“ Höskuldur ítrekað gagnrýnt Sigmund síðustu misseriGrein Höskuldar má lesa í heild sinni hér á Vísi en eins og kunnugt er tapaði Höskuldur naumlega fyrir Sigmundi Davíð í formannskjöri flokksins fyrir þingkosningarnar 2009. Hann hefur verið nokkuð gagnrýninn á störf formannsins, ekki síst í kjölfar Panama-skjalanna. Höskuldur var til að mynda eini þingmaður Framsóknarflokksins sem studdi ekki tillögu Sigmundar Davíðs um að hann myndi víkja sæti sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson taka við því embætti. Sagðist Höskuldur hafa kosið gegn tillögunni því hún teldi ekki að hún leysti neinn vanda eins og hún var lögð fram. Síðustu vikur og mánuði hefur Höskuldur síðan eflst í gagnrýni sinni á formanninn, ef svo má segja, en hann hefur meðal annars sagt að hann hafi aldrei kynnst viðlíka foringjadýrkun og er við lýði hjá ákveðnum hópi innan Framsóknar. Þá gagnrýndi hann Sigmund Davíð í sumar þegar formaðurinn gaf í skyn að ekkert yrði af þingkosningunum í haust. Sagði Höskuldur Sigmund setja allt í upplausn. Höskuldur er einn af þremur sem bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð til þess að leiða lista framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi. Hinir frambjóðendurnir eru Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þingmenn fjögurra flokka munu leggja fram þingsályktunartillögu um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þorsteinn Sæmundsson býst við því að vera á meðal flutningsmanna. 16. ágúst 2016 07:00 Meirihluti fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöll í Vatnsmýri 25 þingmenn úr fjórum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 31. ágúst 2016 19:40 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15
Kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þingmenn fjögurra flokka munu leggja fram þingsályktunartillögu um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þorsteinn Sæmundsson býst við því að vera á meðal flutningsmanna. 16. ágúst 2016 07:00
Meirihluti fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöll í Vatnsmýri 25 þingmenn úr fjórum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 31. ágúst 2016 19:40