Innlent

Úrslitafundur í dag hjá sjómönnum

Sveinn Arnarsson skrifar
Svo gæti farið að flotinn verði í höfnum landsins á næstunni vegna verkfalls sjómanna.
Svo gæti farið að flotinn verði í höfnum landsins á næstunni vegna verkfalls sjómanna. vísir/vilhelm
Talsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Lítið hefur gengið í viðræðum milli aðila eftir að sjómenn höfnuðu samningsdrögum í allsherjarkosningu í sumar.

Valmundur Valmundsson
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir mikið bera í milli deiluaðilanna. 

„Já, það eru ýmsar kröfur sem við höfum gert grein fyrir sem falla ekki að hugmyndum gagnaðila okkar svo það er hægt að segja að nokkuð beri í milli,“ segir hann.

Þrenn samtök taka þátt í samningaviðræðunum af hálfu launþega en það eru Sjómannasambandið, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Verkalýðsfélag Vestfjarða fyrir hönd sjómanna á því svæði.

Valmundur segir fundinn í dag vera síðasta fund áður en boðað verði til verkfalls sjómanna. 

„Við lítum svo á að þetta verði síðasti fundurinn okkar áður en við skoðum til hvaða aðgerða við getum tekið, hverjar svo sem þær verða,“ segir Valmundur.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×