Einkunnir íslenska liðsins | Kári maður leiksins 5. september 2016 20:40 Kári Árnason í leiknum í Kænugarði í kvöld. Vísir/Getty Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í Kænugarði í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 í kvöld. Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir snemma leiks en Andriy Yarmalenko jafnaði fyrir Úkraínu menn í fyrri hálfleik. Íslendingar fengu færi til að bæta við mörkum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Úkraínumenn voru öflugri í síðari hálfleik og fengu gullið tækifæri til að tryggja sér sigur en Yevhen Konoplyanka skaut í utanverða stöngina og framhjá úr vítaspyrnu. Vísir lagði mat á frammistöðu íslensku leikmannanna og má lesa það hér fyrir neðan:Markvörður:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Átti í nokkrum vandræðum með skot langt utan af velli þar sem hann sló boltann í tvígang beint út í teiginn. Leiddi til jöfnunarmarks Úkraínu. Bjargaði vel í tvígang í síðari hálfleiknum.Varnarmenn:Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Fékk erfitt verkefni að gæta Konoplyanka en hélt yfirvegun allan leikinn og varðist vel. Ávallt vel staðsettur.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Öryggið uppmálað í vörninni. Gaf tóninn snemma og ákveðinn í öllum sínum aðgerðum. Hefur skilað boltanum betur frá sér fram völlinn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Heldur uppteknum hætti frá EM. Fastur fyrir og las sóknarleik Úkraínumanna vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Átti í basli með stjörnu Úkraínu framan af leik. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.Miðjumenn:Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Duglegur líkt og allir leikmenn íslenska liðsins en lítið kom úr sóknaraðgerðum hans.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Lykilmaður á miðjunni, þar sem hann vann ófáa bolta. Var duglegur að vinna til baka og hjálpa íslensku vörninni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hljóp manna mest eins og áður. Vann boltann ítrekað á mikilvægum augnablikum. Tókst ekki að stýra sóknarleiknum nógu vel í síðari hálfleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 6 Lagði upp mark Íslands með sniðugri sendingu, vann vel fyrir liðið en náði lítið að stimpla sig inn í sóknarleik Íslands. Lítið með í síðari hálfleik þegar okkar menn áttu erfitt uppdráttar fram á við.Sóknarmenn:Jón Daði Böðvarsson 7 Duglegur sem fyrr og gerði varnarmönnum Úkraínu lífið leitt. en klaufi að skora ekki úr tveimur færum í sömu sókninni í fyrri hálfleik.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Var frábær í upphafi leiks og gerði vel í markinu sem hann skoraði og lagði upp frábært færi fyrir Jón Daða. Gekk þó illa að láta reyna á markvörð Úkraínu.Varamenn:Hörður Björgvin Magnússon 5 (Kom inn á fyrir Ara Frey á 39. mínútu) Gekk erfiðlega að finna taktinn og skilaði boltanum oft illa af sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Braut af sér þegar Úkraína fékk vítaspyrnu.Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Jóhann á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í Kænugarði í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 í kvöld. Alfreð Finnbogason kom Íslandi yfir snemma leiks en Andriy Yarmalenko jafnaði fyrir Úkraínu menn í fyrri hálfleik. Íslendingar fengu færi til að bæta við mörkum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Úkraínumenn voru öflugri í síðari hálfleik og fengu gullið tækifæri til að tryggja sér sigur en Yevhen Konoplyanka skaut í utanverða stöngina og framhjá úr vítaspyrnu. Vísir lagði mat á frammistöðu íslensku leikmannanna og má lesa það hér fyrir neðan:Markvörður:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Átti í nokkrum vandræðum með skot langt utan af velli þar sem hann sló boltann í tvígang beint út í teiginn. Leiddi til jöfnunarmarks Úkraínu. Bjargaði vel í tvígang í síðari hálfleiknum.Varnarmenn:Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Fékk erfitt verkefni að gæta Konoplyanka en hélt yfirvegun allan leikinn og varðist vel. Ávallt vel staðsettur.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Öryggið uppmálað í vörninni. Gaf tóninn snemma og ákveðinn í öllum sínum aðgerðum. Hefur skilað boltanum betur frá sér fram völlinn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Heldur uppteknum hætti frá EM. Fastur fyrir og las sóknarleik Úkraínumanna vel.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Átti í basli með stjörnu Úkraínu framan af leik. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks.Miðjumenn:Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 6 Duglegur líkt og allir leikmenn íslenska liðsins en lítið kom úr sóknaraðgerðum hans.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Lykilmaður á miðjunni, þar sem hann vann ófáa bolta. Var duglegur að vinna til baka og hjálpa íslensku vörninni.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Hljóp manna mest eins og áður. Vann boltann ítrekað á mikilvægum augnablikum. Tókst ekki að stýra sóknarleiknum nógu vel í síðari hálfleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 6 Lagði upp mark Íslands með sniðugri sendingu, vann vel fyrir liðið en náði lítið að stimpla sig inn í sóknarleik Íslands. Lítið með í síðari hálfleik þegar okkar menn áttu erfitt uppdráttar fram á við.Sóknarmenn:Jón Daði Böðvarsson 7 Duglegur sem fyrr og gerði varnarmönnum Úkraínu lífið leitt. en klaufi að skora ekki úr tveimur færum í sömu sókninni í fyrri hálfleik.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Var frábær í upphafi leiks og gerði vel í markinu sem hann skoraði og lagði upp frábært færi fyrir Jón Daða. Gekk þó illa að láta reyna á markvörð Úkraínu.Varamenn:Hörður Björgvin Magnússon 5 (Kom inn á fyrir Ara Frey á 39. mínútu) Gekk erfiðlega að finna taktinn og skilaði boltanum oft illa af sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Braut af sér þegar Úkraína fékk vítaspyrnu.Emil Hallfreðsson - (Kom inn á fyrir Jóhann á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 1-1 | Stig í Kænugarði Ísland gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018. 5. september 2016 21:00