Rofinn samfélagssáttmáli Bolli Héðinsson skrifar 6. september 2016 07:00 Umræðan um að þjóðin fái eðlilegt endurgjald fyrir afnot útgerðarmanna af fiskveiðiauðlindinni virðist oftar en ekki verða til þess að endurvekja leikþáttinn „einn voða vitlaus“. Þessi leikþáttur fer alltaf í gang hjá útgerðarmönnum og ekki síður stjórnmálamönnum þegar þjóðin vitjar réttar síns. – Hjá stjórnmálamönnum birtist hann yfirleitt í því að „kvótinn safnist á fárra hendur“ vitandi vits að það eru lög í landinu sem hindra það. Eða þá að nýliðun verði erfiðari með útboðsleið sem tryggir árlegt útboð á t.d. 10% kvótans frekar en kvótakaupum nýliða á uppsprengdu verði eins og nú tíðkast. Hjá útgerðarmönnum lýsir leikþátturinn sér aðallega í yfirlýsingum um að „ekki dugi að bjóða út allan kvótann árlega“ á meðan enginn hefur talað fyrir því heldur verði það a.m.k. til fimm eða tíu ára í senn. Eða þá hvað þjóðin eigi að vera þakklát fyrir að útgerðir greiði skatt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Auðvitað er það sorglegt að horfa upp á vel gefna einstaklinga bregða sér í hlutverkið „einn voða vitlaus“ þegar þessir sömu einstaklingar hafa sýnt með dugnaði sínum, útsjónarsemi og aðganginum að fiskimiðunum þá hafa þeir náð að skapa sér gróða sem nemur milljörðum á milljarða ofan ár eftir ár.Aflaheimildir eru aðföng; – útgjöld en ekki skattur Vert er að hafa í huga að aflaheimildirnar sem þjóðin úthlutar árlega verður að líta á eins og hver önnur aðföng í rekstri útgerða, eins og t.d. olíu eða veiðarfæri. Þess vegna hafa tekjurnar sem þjóðinni ber af þessari eign sinni ekkert með skatta að gera heldur eru eingöngu það afgjald sem þjóðinni ber af afnotum eignar hennar. Til frekari skýringa má hugsa sér að þegar fiskiskip fer til veiða þá tekur það olíu. Olíufélagið sem seldi því olíuna spurði ekki útgerðina áður hvernig gengi, hvort útgerðin væri aflögufær og léti svo verð olíunnar ráðast af því. Olíuverðið ræðst einfaldlega á markaði. Sama hlýtur að gilda um fiskveiðiheimildirnar sem þjóðin leigir útgerðunum, þjóðin á ekki að spyrja útgerðirnar hvort þær séu aflögufærar til að greiða eitthvað fyrir þær. Verð aflaheimildanna hlýtur að ráðast af eftirspurn þeirra sem vilja fá að færa sér aflaheimildirnar í nyt, en ekki afkomu einstakra útgerða. Stjórnmálamenn sem eru andsnúnir útboði aflaheimilda hafa viðurkennt að með því að bjóða út aflaheimildir þá væri hægt að fá hæst verð fyrir þær og þar með væri þjóðin að fá mest fyrir sinn snúð. Samt sem áður vilja þeir ekki fara þá leið. Nei, þeir vilja sjálfir fá að hygla einstökum útgerðum af því að þær eru staðsettar þar sem þeim líkar eða hafa eitthvað annað til að bera sem þeim einum er þóknanlegt. – Hvers vegna á iðnverkakona í Fellahverfi að sætta sig við að hennar hluti fiskveiðiheimilda skuli ekki boðinn hæstbjóðanda sem gæti orðið til þess að öldruð móðir hennar kæmist á hjúkrunarheimili, af því að einhverjum þingmönnum finnst að útgerðarmenn, sem eru í náðinni hjá þeim, eigi að sleppa við að greiða fullt gjald? Um þetta snýst viðfangsefnið um úthlutun aflaheimilda.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um að þjóðin fái eðlilegt endurgjald fyrir afnot útgerðarmanna af fiskveiðiauðlindinni virðist oftar en ekki verða til þess að endurvekja leikþáttinn „einn voða vitlaus“. Þessi leikþáttur fer alltaf í gang hjá útgerðarmönnum og ekki síður stjórnmálamönnum þegar þjóðin vitjar réttar síns. – Hjá stjórnmálamönnum birtist hann yfirleitt í því að „kvótinn safnist á fárra hendur“ vitandi vits að það eru lög í landinu sem hindra það. Eða þá að nýliðun verði erfiðari með útboðsleið sem tryggir árlegt útboð á t.d. 10% kvótans frekar en kvótakaupum nýliða á uppsprengdu verði eins og nú tíðkast. Hjá útgerðarmönnum lýsir leikþátturinn sér aðallega í yfirlýsingum um að „ekki dugi að bjóða út allan kvótann árlega“ á meðan enginn hefur talað fyrir því heldur verði það a.m.k. til fimm eða tíu ára í senn. Eða þá hvað þjóðin eigi að vera þakklát fyrir að útgerðir greiði skatt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Auðvitað er það sorglegt að horfa upp á vel gefna einstaklinga bregða sér í hlutverkið „einn voða vitlaus“ þegar þessir sömu einstaklingar hafa sýnt með dugnaði sínum, útsjónarsemi og aðganginum að fiskimiðunum þá hafa þeir náð að skapa sér gróða sem nemur milljörðum á milljarða ofan ár eftir ár.Aflaheimildir eru aðföng; – útgjöld en ekki skattur Vert er að hafa í huga að aflaheimildirnar sem þjóðin úthlutar árlega verður að líta á eins og hver önnur aðföng í rekstri útgerða, eins og t.d. olíu eða veiðarfæri. Þess vegna hafa tekjurnar sem þjóðinni ber af þessari eign sinni ekkert með skatta að gera heldur eru eingöngu það afgjald sem þjóðinni ber af afnotum eignar hennar. Til frekari skýringa má hugsa sér að þegar fiskiskip fer til veiða þá tekur það olíu. Olíufélagið sem seldi því olíuna spurði ekki útgerðina áður hvernig gengi, hvort útgerðin væri aflögufær og léti svo verð olíunnar ráðast af því. Olíuverðið ræðst einfaldlega á markaði. Sama hlýtur að gilda um fiskveiðiheimildirnar sem þjóðin leigir útgerðunum, þjóðin á ekki að spyrja útgerðirnar hvort þær séu aflögufærar til að greiða eitthvað fyrir þær. Verð aflaheimildanna hlýtur að ráðast af eftirspurn þeirra sem vilja fá að færa sér aflaheimildirnar í nyt, en ekki afkomu einstakra útgerða. Stjórnmálamenn sem eru andsnúnir útboði aflaheimilda hafa viðurkennt að með því að bjóða út aflaheimildir þá væri hægt að fá hæst verð fyrir þær og þar með væri þjóðin að fá mest fyrir sinn snúð. Samt sem áður vilja þeir ekki fara þá leið. Nei, þeir vilja sjálfir fá að hygla einstökum útgerðum af því að þær eru staðsettar þar sem þeim líkar eða hafa eitthvað annað til að bera sem þeim einum er þóknanlegt. – Hvers vegna á iðnverkakona í Fellahverfi að sætta sig við að hennar hluti fiskveiðiheimilda skuli ekki boðinn hæstbjóðanda sem gæti orðið til þess að öldruð móðir hennar kæmist á hjúkrunarheimili, af því að einhverjum þingmönnum finnst að útgerðarmenn, sem eru í náðinni hjá þeim, eigi að sleppa við að greiða fullt gjald? Um þetta snýst viðfangsefnið um úthlutun aflaheimilda.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar