Sport

Lögreglumenn hóta því að mæta ekki á leiki 49ers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lögreglumaður að störfum á heimavelli 49ers.
Lögreglumaður að störfum á heimavelli 49ers. vísir/getty
Lögreglumenn í San Francisco eru allt annað en ánægðir með mótmæli Colin Kaepernick, leikstjórnanda San Francisco 49ers í NFL-deildinni.

Hann hefur neitað að standa meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna er leikinn. Ein ástæðan er sú að mótmæla lögregluofbeldi.

Lögreglumenn í San Francisco hótuðu því að mæta ekki á leiki 49ers ef félagið myndi ekki refsa leikmanninum. Það yrði engin löggæsla á vellinum.

Lögreglustjórinn segir að áhorfendur þurfi ekki að óttast að það verði ekki löggæslu á leikjum 49ers í vetur. Öryggi borgara verði að ganga fyrir.

Lögreglumenn segja að aðgerðir Kaepernick séu hættulegar enda muni þeir fá minni starfsfrið eftir því sem mótmælendum í garð lögreglu fjölgar.

Kaepernick fer á hnéð í þjóðsöngnum ásamt einum liðsfélaga sínum.vísir/getty
NFL

Tengdar fréttir

Fleiri farnir að sitja með Kaepernick

Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði enn í nótt að standa þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn. Fleiri leikmenn eru farnir að gera slíkt hið sama.

Sýndi Kaepernick stuðning í verki

Bandaríska landsliðskonan í knattspyrnu, Megan Rapinoe, neitaði að standa er þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn í gær og fór frekar niður á hné.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×