Jón Daði: Getum ekki beðið eftir að byrja Arnar Björnsson í Kænugarði skrifar 5. september 2016 09:30 Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. „Ég get ekki verið spenntari, framundan er skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Selfyssingurinn. Hann skoraði gegn Austurríkismönnum á Evrópumótinu í sumar á Stade de France. Það var annað mark hans með landsliðinu. Það fyrra kom í undankeppninni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum í 3-0 sigri á Tyrkjum. En hvort markið var nú eftirminnilegra? „Það er erfitt að segja, ætli það sé ekki markið á EM í sumar gegn Austurríki, það er erfitt að toppa það að skora á EM. Nú er bara að halda áfram og vonandi nær maður að skora fleiri mörk fyrir liðið.“ Jón Daði segir að úrslitakeppnin í Frakklandi á síðasta Evrópumóti hafi gefið landliðsmönnunum mikið sjálfstraust. „Við sáum hvar við vorum staddir og hve langt við getum komist sem ein heild. Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust og við getum ekki beðið eftir því að byrja fyrsta leik í þessari keppni.“ Jón Daði segir að það hafi verið gaman að hitta hópinn á nýjan leik. „Það er skemmtilegt að hitta hópinn aftur, það eru allir hressir. En nú eru menn núllstilltir, EM er búið og núna byrjar ný keppni. Við þurfum að einbeita okkur að henni.“ Í undanförnum leikjum hefur Jón Daði spilað með Kolbeini Sigþórssyni í framlínunni en hann er meiddur. Verður það eitthvað öðruvísi að spila án Kolbeins? „Við höfum byrjað marga leiki saman en við erum með sterka einstaklinga eins og Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson og það eru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum.“ Jón Daði staldraði stutt við hjá Kaiserslautern í Þýskalandi sem seldi hann til Wolverhampton Wanderers. „Byrjunin er framar vonum ef ég á að segja alveg eins og er. Ég gat ekki beðið um betri byrjun, að skora í fyrsta leik og halda áfram sama formi. Leiktíðin er löng og vonandi nær maður að halda áfram sama dampi.“ Eftir 2 mörk í fyrstu 5 leikjunum hafa stuðningsmennirnir tekið honum vel. „Liðsfélagarnir eru góðir, klúbburinn flottur og markmiðið er að komast upp í úrvalsdeildina. Stuðningsmennirnir eru frábærir, víkingaklappið tekið fyrir leiki og ég finn fyrir miklum stuðningi frá þeim og það er æðislegt,“ segir Jón Daði Böðvarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld. „Ég get ekki verið spenntari, framundan er skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ segir Selfyssingurinn. Hann skoraði gegn Austurríkismönnum á Evrópumótinu í sumar á Stade de France. Það var annað mark hans með landsliðinu. Það fyrra kom í undankeppninni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum í 3-0 sigri á Tyrkjum. En hvort markið var nú eftirminnilegra? „Það er erfitt að segja, ætli það sé ekki markið á EM í sumar gegn Austurríki, það er erfitt að toppa það að skora á EM. Nú er bara að halda áfram og vonandi nær maður að skora fleiri mörk fyrir liðið.“ Jón Daði segir að úrslitakeppnin í Frakklandi á síðasta Evrópumóti hafi gefið landliðsmönnunum mikið sjálfstraust. „Við sáum hvar við vorum staddir og hve langt við getum komist sem ein heild. Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust og við getum ekki beðið eftir því að byrja fyrsta leik í þessari keppni.“ Jón Daði segir að það hafi verið gaman að hitta hópinn á nýjan leik. „Það er skemmtilegt að hitta hópinn aftur, það eru allir hressir. En nú eru menn núllstilltir, EM er búið og núna byrjar ný keppni. Við þurfum að einbeita okkur að henni.“ Í undanförnum leikjum hefur Jón Daði spilað með Kolbeini Sigþórssyni í framlínunni en hann er meiddur. Verður það eitthvað öðruvísi að spila án Kolbeins? „Við höfum byrjað marga leiki saman en við erum með sterka einstaklinga eins og Alfreð Finnbogason og Viðar Örn Kjartansson og það eru allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum.“ Jón Daði staldraði stutt við hjá Kaiserslautern í Þýskalandi sem seldi hann til Wolverhampton Wanderers. „Byrjunin er framar vonum ef ég á að segja alveg eins og er. Ég gat ekki beðið um betri byrjun, að skora í fyrsta leik og halda áfram sama formi. Leiktíðin er löng og vonandi nær maður að halda áfram sama dampi.“ Eftir 2 mörk í fyrstu 5 leikjunum hafa stuðningsmennirnir tekið honum vel. „Liðsfélagarnir eru góðir, klúbburinn flottur og markmiðið er að komast upp í úrvalsdeildina. Stuðningsmennirnir eru frábærir, víkingaklappið tekið fyrir leiki og ég finn fyrir miklum stuðningi frá þeim og það er æðislegt,“ segir Jón Daði Böðvarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira