Heimir: Höldum áfram að gera það sem hefur virkað Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. september 2016 11:53 Heimir Hallgrímsson er orðinn einn aðalþjálfari Íslands. vísir/getty Strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu hefja leik í undankeppni HM 2018 annað kvöld þegar þeir mæta Úkraínu fyrir framan tóman Ólympíuleikvanginn í Kænugarði. Íslenska liðið er búið að vera lengur saman en oft áður fyrir leik í undankeppni en það kaus að spila ekki vináttuleik heldur æfa saman í Frankfurt í nokkra daga áður en haldið var til Úkraínu.Sjá einnig:Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig „Stemningin er góð. Það er búið að fara vel um okkur. Þetta hefur verið afslappaðri undirbúningur en oft áður sem var tilgangurinn. Annars hefur nánast allt gengið upp,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi Íslands í morgun. Heimir og strákarnir urðu fyrir áfalli á föstudaginn þegar ljóst var að Kolbeinn Sigþórsson gæti ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en hann er lang markahæstur núverandi hóps.Kolbeinn verður ekki með.vísir/gettyEngu breytt „Við breytum engu þó við missum Kolbein úr liðinu. Við spilum eins og við lögðum upp með sama hvort hann væri með eða ekki,“ sagði Heimir ákveðinn, en hvernig er mótherjinn? „Úkraínska liðið er með mjög góða leikmenn sem spila í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Þeir spila margir með sama liði þannig þeir þekkjast vel. Þeir leggja mikið á sig og eru agaðir.“ „Ég veit að stuðningsmenn Úkraínu voru óánægðir með gengið á EM en liðið spilaði mjög vel þar þó úrslitin féllu ekki með því. Ég hef ekkert nema góða hluti að segja um úkraínska liðið,“ sagði Heimir. Leikurinn á morgun verður sá fyrsti sem Heimir stýrir sem aðalþjálfari íslenska landsliðsins án Lars Lagerbäcks. Breytingarnar verða ekki miklar á spilamennskunni fyrst um sinn. „Við vinnum alveg eins og núna og við höfum gert síðustu fjögur árin. Ég er heppinn að hafa lært af Lars síðustu fjögur ár. Við höldum bara áfram að gera það sama sem virðist hafa virkað fyrir Ísland,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00 Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00 Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06 Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15 Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Sjá meira
Strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu hefja leik í undankeppni HM 2018 annað kvöld þegar þeir mæta Úkraínu fyrir framan tóman Ólympíuleikvanginn í Kænugarði. Íslenska liðið er búið að vera lengur saman en oft áður fyrir leik í undankeppni en það kaus að spila ekki vináttuleik heldur æfa saman í Frankfurt í nokkra daga áður en haldið var til Úkraínu.Sjá einnig:Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig „Stemningin er góð. Það er búið að fara vel um okkur. Þetta hefur verið afslappaðri undirbúningur en oft áður sem var tilgangurinn. Annars hefur nánast allt gengið upp,“ sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi Íslands í morgun. Heimir og strákarnir urðu fyrir áfalli á föstudaginn þegar ljóst var að Kolbeinn Sigþórsson gæti ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla en hann er lang markahæstur núverandi hóps.Kolbeinn verður ekki með.vísir/gettyEngu breytt „Við breytum engu þó við missum Kolbein úr liðinu. Við spilum eins og við lögðum upp með sama hvort hann væri með eða ekki,“ sagði Heimir ákveðinn, en hvernig er mótherjinn? „Úkraínska liðið er með mjög góða leikmenn sem spila í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Þeir spila margir með sama liði þannig þeir þekkjast vel. Þeir leggja mikið á sig og eru agaðir.“ „Ég veit að stuðningsmenn Úkraínu voru óánægðir með gengið á EM en liðið spilaði mjög vel þar þó úrslitin féllu ekki með því. Ég hef ekkert nema góða hluti að segja um úkraínska liðið,“ sagði Heimir. Leikurinn á morgun verður sá fyrsti sem Heimir stýrir sem aðalþjálfari íslenska landsliðsins án Lars Lagerbäcks. Breytingarnar verða ekki miklar á spilamennskunni fyrst um sinn. „Við vinnum alveg eins og núna og við höfum gert síðustu fjögur árin. Ég er heppinn að hafa lært af Lars síðustu fjögur ár. Við höldum bara áfram að gera það sama sem virðist hafa virkað fyrir Ísland,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00 Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00 Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06 Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15 Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Sjá meira
Kári: EM er geymt en ekki gleymt Kári Árnason segir að árangurinn á EM í Frakklandi gefi Ísland ekkert í undankeppni HM 2018. 3. september 2016 19:00
Frakki dæmir leikinn í Kænugarði Frakkinn Clément Turpin dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið. 4. september 2016 06:00
Aron Einar: Hinir framherjarnir tilbúnir að sanna sig Ísland verður án markahæsta leikmannsins á morgun en fyrirliðinn trúir á þá sem koma inn fyrir hann. 4. september 2016 12:06
Birkir Már: Frábært að hitta hópinn Birkir Már Sævarsson segir alltaf frábært að hitta félaga sína í íslenska fótboltalandsliðinu. 3. september 2016 21:15
Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Leikur Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2018 fer fram fyrir luktum dyrum. 3. september 2016 16:15