Engir áhorfendur á næst stærsta velli í Austur-Evrópu Arnar Björnsson skrifar 3. september 2016 16:15 Ólympíuleikvangurinn í Kænugarði er mikið mannvirki, næst stærsti íþróttavöllur í Austur-Evrópu, tekur 70 þúsund manns í sæti, aðeins Lushniki völlurinn í Mosvku er stærri. En það verður ekki þörf fyrir svona stóran völl á mánudagskvöldið þegar Úkraínumenn mæta Íslendingum í fyrsta leiknum í undankeppni HM. Úkrænumenn súpa nú seyðið af slæmri hegðun áhorfenda fótboltaleikjum. Í lokaleik undankeppni síðasta Evrópumóts, þegar Úkraínumenn töpuðu fyrir Spánverjum á þessum velli, viðhöfðu áhorfendur kynþáttaníð og beindu lasergeislum að leikmönnum spænska liðsins. Siða- og aganefnd UEFA, Evrópska knattspyrnusambandsins, felldi þann dóm að engir áhorfendur mættu vera á næsta heimaleik liðsins í alþjóðlegri keppni og FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið staðfesti dóminn. Úkraínska landsliðið hefur ekki spilað á heimavelli síðan þessi dómur var felldur og því taka þeir út refsinguna gegn Íslendingum á mánudag. Það má reikna með því að það verði gestkvæmt hjá þeim sem búa á efstu hæðinni í blokkinni við hliðina á vellinum, líklega verða þeir sem þar verða þeir einu sem fá að fylgjast með leiknum fyrir utan nokkra blaðamenn. Íslensku landsliðsmennirnir komu til Kænugarðs í dag eftir að hafa æft í Þýskalandi undanfarna daga. Liðið æfir á þessum velli á morgun en það verður eina æfing liðsins í Kænugarði áður en kemur að leiknum á mánudagskvöldið. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Ólympíuleikvangurinn í Kænugarði er mikið mannvirki, næst stærsti íþróttavöllur í Austur-Evrópu, tekur 70 þúsund manns í sæti, aðeins Lushniki völlurinn í Mosvku er stærri. En það verður ekki þörf fyrir svona stóran völl á mánudagskvöldið þegar Úkraínumenn mæta Íslendingum í fyrsta leiknum í undankeppni HM. Úkrænumenn súpa nú seyðið af slæmri hegðun áhorfenda fótboltaleikjum. Í lokaleik undankeppni síðasta Evrópumóts, þegar Úkraínumenn töpuðu fyrir Spánverjum á þessum velli, viðhöfðu áhorfendur kynþáttaníð og beindu lasergeislum að leikmönnum spænska liðsins. Siða- og aganefnd UEFA, Evrópska knattspyrnusambandsins, felldi þann dóm að engir áhorfendur mættu vera á næsta heimaleik liðsins í alþjóðlegri keppni og FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið staðfesti dóminn. Úkraínska landsliðið hefur ekki spilað á heimavelli síðan þessi dómur var felldur og því taka þeir út refsinguna gegn Íslendingum á mánudag. Það má reikna með því að það verði gestkvæmt hjá þeim sem búa á efstu hæðinni í blokkinni við hliðina á vellinum, líklega verða þeir sem þar verða þeir einu sem fá að fylgjast með leiknum fyrir utan nokkra blaðamenn. Íslensku landsliðsmennirnir komu til Kænugarðs í dag eftir að hafa æft í Þýskalandi undanfarna daga. Liðið æfir á þessum velli á morgun en það verður eina æfing liðsins í Kænugarði áður en kemur að leiknum á mánudagskvöldið.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira