Kári: Ronaldo hafði rangt fyrir sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 10:30 Kári Árnason og félagar héldu Ronaldo í skefjum. vísir/getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið þegar þeir mæta Úkraínu fyrir framan tóman Ólympíuleikvanginn í Kænugarði. Nú er stefnan sett á að komast á HM í Rússlandi eftir að vera á meðal þjóðanna sem kepptu á EM 2016 í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið sló í gegn á EM og komst afar óvænt í átta liða úrslitin eftir að lenda í öðru sæti síns riðils og leggja England í Hreiðrinu í Nice í 16 liða úrslitum, 2-1. Þrátt fyrir árangurinn í Frakklandi telur Kári Árnason, miðvörður Íslands, að strákarnir okkar eigi mikið inni og geti spilað miklu betur en í Frakklandi.Cristiano Ronaldo var vel pirraður á móti Íslandi.vísir/gettyNiðrandi ummæli „Það er engin spurning. Ég trúi því heilshugar að við erum betri en við sýndum í flestum leikjunum á EM og undankeppnin sýndi það þar sem góð lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland sköpuðu ekki mörg færi á móti okkur. Á sama tíma fundum við alltaf leiðir til að skora og það sýndum við líka á EM,“ segir Kári í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við vörðumst miklu betur sem lið í undankeppninni heldur en í lokakeppninni. Líf varnarlínunnar var auðveldara í undankeppninni en á EM. Leikurinn gegn Austurríki var til dæmis sá erfiðasti sem ég spilað á ævinni. Ef fólk heldur að svona nauðvörn sé það sem Ísland snýst um hefur það rangt fyrir sér. Við eigum mun meira í vopnabúrinu en það,“ segir Kári. Talandi um varnarleikinn. Íslenska liðið varðist af krafti strax í fyrsta leik gegn Portúgal þar sem strákarnir okkar náðu jafntefli gegn liðinu sem á endanum vann mótið. Cristiano Ronaldo, ofurstjarna Portúgals, lét miður falleg ummæli falla um íslenska liðið eftir leik en hann sagði að okkar menn myndu ekki afreka neitt á mótinu. „Það var enn sætara að ná svona langt vegna þess sem hann sagði. Þetta voru kjánaleg ummæli hjá einum besta leikmanni heims. Þetta var óþarfi og niðrandi. Hann hafði líka rangt fyrir sér. Við vorum litla liðið að spila gegn liði sem svo vann mótið og hann átti að skilja það. Þess utan skoruðum við á móti þeim og gátum skorað fleiri. Sú pæling að við vörðumst bara í 90 mínútur er ósönn,“ segir Kári Árnason. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið þegar þeir mæta Úkraínu fyrir framan tóman Ólympíuleikvanginn í Kænugarði. Nú er stefnan sett á að komast á HM í Rússlandi eftir að vera á meðal þjóðanna sem kepptu á EM 2016 í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið sló í gegn á EM og komst afar óvænt í átta liða úrslitin eftir að lenda í öðru sæti síns riðils og leggja England í Hreiðrinu í Nice í 16 liða úrslitum, 2-1. Þrátt fyrir árangurinn í Frakklandi telur Kári Árnason, miðvörður Íslands, að strákarnir okkar eigi mikið inni og geti spilað miklu betur en í Frakklandi.Cristiano Ronaldo var vel pirraður á móti Íslandi.vísir/gettyNiðrandi ummæli „Það er engin spurning. Ég trúi því heilshugar að við erum betri en við sýndum í flestum leikjunum á EM og undankeppnin sýndi það þar sem góð lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland sköpuðu ekki mörg færi á móti okkur. Á sama tíma fundum við alltaf leiðir til að skora og það sýndum við líka á EM,“ segir Kári í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við vörðumst miklu betur sem lið í undankeppninni heldur en í lokakeppninni. Líf varnarlínunnar var auðveldara í undankeppninni en á EM. Leikurinn gegn Austurríki var til dæmis sá erfiðasti sem ég spilað á ævinni. Ef fólk heldur að svona nauðvörn sé það sem Ísland snýst um hefur það rangt fyrir sér. Við eigum mun meira í vopnabúrinu en það,“ segir Kári. Talandi um varnarleikinn. Íslenska liðið varðist af krafti strax í fyrsta leik gegn Portúgal þar sem strákarnir okkar náðu jafntefli gegn liðinu sem á endanum vann mótið. Cristiano Ronaldo, ofurstjarna Portúgals, lét miður falleg ummæli falla um íslenska liðið eftir leik en hann sagði að okkar menn myndu ekki afreka neitt á mótinu. „Það var enn sætara að ná svona langt vegna þess sem hann sagði. Þetta voru kjánaleg ummæli hjá einum besta leikmanni heims. Þetta var óþarfi og niðrandi. Hann hafði líka rangt fyrir sér. Við vorum litla liðið að spila gegn liði sem svo vann mótið og hann átti að skilja það. Þess utan skoruðum við á móti þeim og gátum skorað fleiri. Sú pæling að við vörðumst bara í 90 mínútur er ósönn,“ segir Kári Árnason.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sjá meira