Septemberspá Siggu Kling – Ljón: Krafturinn eykst í kringum þig 2. september 2016 09:00 Elsku hjartans fallega Ljónið mitt. Þú ert á sterku og miklu tímabili sem hófst í júlí og endar í október. Núna er tími til að taka ákvörðun og breyta um lífsstíl til að þér líði enn betur. Þú ert bæði áræðið og hugsandi og þarft að vera í góðri tengingu við fólkið í kringum þig og taka eftir ráðleggingum sem þú færð frá því. Stundum sérðu ekki alltaf hver rétta lausnin er og þess vegna þarftu að leita ráða og það er sko alls ekki neitt að því. Þú þarft að vera hugað í sambandi við starfið þitt, skólann eða hvað svo sem þú ert að gera og segðu fólkinu sem ræður skýrt og skorinort hvernig þú vilt hafa þetta. Það mun nefnilega ekkert breytast nema þú hafir frumkvæðið. Það er ekki nóg að hafa lært hitt og þetta og komist sæmilega áfram. Þetta er ekki spurning um hvað þú getur heldur hvað þú gerir. Það munu opnast fyrir þér nýir möguleikar og þú þarft að vera fljótt að hugsa því annars missir þú af því sem þig langar að gera. Ef það er búið að vera eitthvert erfiði og myrkur í kringum þig, þá er það áskorun til þess að fá þig til þess að breyta til. Þú hugsar oft of mikið án þess að framkvæma og það veldur ákveðinni stöðnun. Þótt þú sért svo sannarlega hæfileikaríkt og tilbúið, þá skaltu varast að draga þig niður með orðum og detta í þunglyndi. Krafturinn í kringum þig er að aukast og þú getur náð í stjörnurnar ef þú teygir þig bara nógu langt! Lífspartíið þitt næstu mánuði verður miklu skemmtilegra en þú bjóst við. Þú verður líka að vita það að þó að þú haldir að það hafi verið mikil mistök í gangi hjá þér, þá er það ekki þannig. Því þú munt sjá eftir svolítinn tíma að allt er eins og það á að vera. Sumir hlutir þurfa bara sinn tíma. Mestu mistökin sem maður gerir í lífinu er að vera alltaf stressaður yfir því að það gera mistök eða að eitthvað klúðrist. Ekki pæla í því. Haltu bara áfram og hugrekkið mun hjálpa þér á áfangastaðinn sem þú þarft að komast á. Það fer að ganga betur í fjármálum þegar það haustar og þú sérð að allt reddast. Ef þú skoðar bara síðasta ár þá hefur alltaf allt reddast og þú hefðir getað sleppt því að vera að eyða tíma og orku í einhvern kvíða. Hann gerir ekki neitt fyrir neinn. Þetta er góður tími til þess að spá í ástinni. Þú þarft að hafa frumkvæðið því eins og þú manst, þá ert þú með kraftinn og orkuna með þér í liði næsta mánuð að minnsta kosti! Í kringum ástina þarf þér að líða vel, þú þarft að slaka á því ef þú ert of stressað þá ertu ekki þú sjálft. Ástin er eins og vináttan, þú veist um leið hvaða vinur hentar þér og þú smellur með. Að sama skapi munt þú sjá hvaða ást hentar þér, það er sú ást sem lætur þér líða vel og þér finnst þú öruggt. Það er einhver réttur kraftur sem er yfir þessu tímabili hjá þér, elsku Ljón! Lífið er yndislegt, skoðaðu það bara betur. Knús og klapp á bakið, þín Sigga KlingFræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari Agent Fresco.Sigga Kling verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi klukkan 13:00 í dag og geta lesendur sent inn spurningar í athugasemdarkerfinu hér að neðan. Hægt verður að spyrja Siggu um allt á milli himins og jarðar. Einnig má senda inn spurningar á stefanp@365.is. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira
Elsku hjartans fallega Ljónið mitt. Þú ert á sterku og miklu tímabili sem hófst í júlí og endar í október. Núna er tími til að taka ákvörðun og breyta um lífsstíl til að þér líði enn betur. Þú ert bæði áræðið og hugsandi og þarft að vera í góðri tengingu við fólkið í kringum þig og taka eftir ráðleggingum sem þú færð frá því. Stundum sérðu ekki alltaf hver rétta lausnin er og þess vegna þarftu að leita ráða og það er sko alls ekki neitt að því. Þú þarft að vera hugað í sambandi við starfið þitt, skólann eða hvað svo sem þú ert að gera og segðu fólkinu sem ræður skýrt og skorinort hvernig þú vilt hafa þetta. Það mun nefnilega ekkert breytast nema þú hafir frumkvæðið. Það er ekki nóg að hafa lært hitt og þetta og komist sæmilega áfram. Þetta er ekki spurning um hvað þú getur heldur hvað þú gerir. Það munu opnast fyrir þér nýir möguleikar og þú þarft að vera fljótt að hugsa því annars missir þú af því sem þig langar að gera. Ef það er búið að vera eitthvert erfiði og myrkur í kringum þig, þá er það áskorun til þess að fá þig til þess að breyta til. Þú hugsar oft of mikið án þess að framkvæma og það veldur ákveðinni stöðnun. Þótt þú sért svo sannarlega hæfileikaríkt og tilbúið, þá skaltu varast að draga þig niður með orðum og detta í þunglyndi. Krafturinn í kringum þig er að aukast og þú getur náð í stjörnurnar ef þú teygir þig bara nógu langt! Lífspartíið þitt næstu mánuði verður miklu skemmtilegra en þú bjóst við. Þú verður líka að vita það að þó að þú haldir að það hafi verið mikil mistök í gangi hjá þér, þá er það ekki þannig. Því þú munt sjá eftir svolítinn tíma að allt er eins og það á að vera. Sumir hlutir þurfa bara sinn tíma. Mestu mistökin sem maður gerir í lífinu er að vera alltaf stressaður yfir því að það gera mistök eða að eitthvað klúðrist. Ekki pæla í því. Haltu bara áfram og hugrekkið mun hjálpa þér á áfangastaðinn sem þú þarft að komast á. Það fer að ganga betur í fjármálum þegar það haustar og þú sérð að allt reddast. Ef þú skoðar bara síðasta ár þá hefur alltaf allt reddast og þú hefðir getað sleppt því að vera að eyða tíma og orku í einhvern kvíða. Hann gerir ekki neitt fyrir neinn. Þetta er góður tími til þess að spá í ástinni. Þú þarft að hafa frumkvæðið því eins og þú manst, þá ert þú með kraftinn og orkuna með þér í liði næsta mánuð að minnsta kosti! Í kringum ástina þarf þér að líða vel, þú þarft að slaka á því ef þú ert of stressað þá ertu ekki þú sjálft. Ástin er eins og vináttan, þú veist um leið hvaða vinur hentar þér og þú smellur með. Að sama skapi munt þú sjá hvaða ást hentar þér, það er sú ást sem lætur þér líða vel og þér finnst þú öruggt. Það er einhver réttur kraftur sem er yfir þessu tímabili hjá þér, elsku Ljón! Lífið er yndislegt, skoðaðu það bara betur. Knús og klapp á bakið, þín Sigga KlingFræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari Agent Fresco.Sigga Kling verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi klukkan 13:00 í dag og geta lesendur sent inn spurningar í athugasemdarkerfinu hér að neðan. Hægt verður að spyrja Siggu um allt á milli himins og jarðar. Einnig má senda inn spurningar á stefanp@365.is.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira