Sport

Hreinsaðir af sökum um ólöglega lyfjanotkun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Clay Matthews.
Clay Matthews. vísir/getty
Þrír þekktir varnarmenn í NFL-deildinni voru sakaðir um steranotkun á síðasta ári og tók NFL málið til rannsóknar.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Clay Matthews og Julius Peppers hjá Green Bay og James Harrison, leikmaður Pittsburgh.

Ásakanirnar komu í þætti hjá Al Jazeera sjónvarpsstöðinni. NFL-deildin segir að engar sannanir hafi fundist fyrir ásökunum Al Jazeera og því hafi málinu verið vísað frá.

Al Jazeera hélt því líka fram að Peyton Manning, sem er hættur, og Mike Neal hefðu verið að taka ólögleg efni.

Máli Manning var vísað frá í júlí en mál Neal, sem er án samnings, er enn til skoðunar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×