"Ekki hægt að ætlast til þess í lýðræðisfyrirkomulagi að allir séu sáttir við alla“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 1. september 2016 16:30 Höskuldur vill að Sigurður Ingi bjóði sig fram til formanns. Eygló Harðardóttir hefur ekki útilokað formannsframboð en Lilja Alfreðsdóttir segist ekki ætla í framboð gegn Sigmundi. Mynd/samsett „Það er ekki hægt að ætlast til þess í lýðræðisfyrirkomulagi að allir séu sáttir við alla,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins aðspurður hvort eining sé um hann sem formann flokksins. Í gær ritaði Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, flokksmönnum bréf þar sem hann hugðist bjóða sig fram gegn Sigmundi sem oddviti kjördæmisins. Einnig hvatti hann Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, til að gefa kost á sér sem formaður flokksins.Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, hefur verið opinskár í gagnrýni sinni á sitjandi formann.Fréttablaðið/ErnirÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Höskuldur hefur gagnrýnt formann flokksins en hann hefur verið afar opinskár með það í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Sagði af sér í kjölfar Panamalekans. Sigurður Ingi hefur hinsvegar áður sagt að hann muni ekki fara í formannsframboð gegn sitjandi formanni flokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur þá verið gjarnan nefnd í samhengi við formannsframboð en hún, líkt og Sigurður Ingi, hefur sagt að hún muni ekki bjóða sig fram gegn Sigmundi. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er þá einn þeirra sem hefur lýst yfir stuðningi við Sigmund. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, útilokaði ekki framboð í samtali við Fréttablaðið á dögunum en hún hefur einnig verið orðuð við formannsframboð.Sigurður Ingi Jóhannsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Eygló Harðardóttir hafa öll verið orðuð við formannsframboð. Þau fyrrnefndu hafa þó útilokað það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins.Mynd/samsettSigmundur segist vonast til að njóta áframhaldandi stuðnings innan flokksins. „Ég hef notið góðs stuðnings Framsóknarmanna frá því að ég tók við sem formaður,“ segir Sigmundur. „Það hefur hjálpað mér mikið í hinni pólitísku baráttu og ég vonast til þess að njóta áfram trausts og stuðnings baklandsins. Við þurfum á því að halda, við Framsóknarmenn, að vera í stöðu til að vinna að þessum risastóru málum sem við höfum verið að vinna að á undanförnum árum. Við höfum náð góðum árangri en enn eru ókláruð mál og stór skref eftir sem ég vona að við náum að vinna í sameiningu,“ segir hann. Framsóknarflokkurinn hefur mælst með umtalsvert lægra fylgi í skoðanakönnunum upp á síðkastið miðað við það sem hann uppskar í Alþingiskosningum. Flokkurinn mældist með minnsta fylgi í sögu flokksins í kjölfar Panamalekans, eða með 6,9 prósent, síðan þá hefur hann mælst með í kring um tíu prósent.Create line chartsSigmundur telur að þrátt fyrir lágt fylgi flokksins upp á síðkastið sé hann bjartsýnn á að fylgið fari upp á við þegar fólk fari að ræða hugmyndir og málefni. „Það eru tvímælalaust sóknarfæri núna í aðdraganda kosninga og reynslan er sú að flokkurinn nær sér oft á strik þegar líður að kosningum þegar menn fara að ræða málefnin heldur en aðra hluti,“ segir Sigmundur. „Við erum ekkert sérlega öflug í ímyndarmálum en þegar menn byrja að ræða málefnin hefur það gjarnan styrkt flokkinn,“ segir hann. „Ef ég man rétt var flokkurinn með með um tíu prósent tveimur mánuðum fyrir síðustu kosningar en endaði í 24,4 prósentum,“ segir Sigmundur og er nærri lagi en í janúar 2013, fjórum mánuðum fyrir kosningar, mældist flokkurinn með 14,2 prósent samkvæmt skoðanakönnun Gallup. Svipaða sögu er að segja, þó ekki jafn afgerandi, fyrir Alþingiskosningar 2009. Um áramótin 2008 - 2009 mældist Framsókn einungis með 7,6 prósent en tryggði sér tæp 15 prósent í kosningunum. „En allt er þetta háð að menn nái að stilla saman strengi og sannfæra fólk um að við séum flokkurinn til að leiða stóru málin áfram,“ segir Sigmundur. Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
„Það er ekki hægt að ætlast til þess í lýðræðisfyrirkomulagi að allir séu sáttir við alla,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins aðspurður hvort eining sé um hann sem formann flokksins. Í gær ritaði Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, flokksmönnum bréf þar sem hann hugðist bjóða sig fram gegn Sigmundi sem oddviti kjördæmisins. Einnig hvatti hann Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, til að gefa kost á sér sem formaður flokksins.Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, hefur verið opinskár í gagnrýni sinni á sitjandi formann.Fréttablaðið/ErnirÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Höskuldur hefur gagnrýnt formann flokksins en hann hefur verið afar opinskár með það í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Sagði af sér í kjölfar Panamalekans. Sigurður Ingi hefur hinsvegar áður sagt að hann muni ekki fara í formannsframboð gegn sitjandi formanni flokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur þá verið gjarnan nefnd í samhengi við formannsframboð en hún, líkt og Sigurður Ingi, hefur sagt að hún muni ekki bjóða sig fram gegn Sigmundi. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er þá einn þeirra sem hefur lýst yfir stuðningi við Sigmund. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, útilokaði ekki framboð í samtali við Fréttablaðið á dögunum en hún hefur einnig verið orðuð við formannsframboð.Sigurður Ingi Jóhannsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Eygló Harðardóttir hafa öll verið orðuð við formannsframboð. Þau fyrrnefndu hafa þó útilokað það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins.Mynd/samsettSigmundur segist vonast til að njóta áframhaldandi stuðnings innan flokksins. „Ég hef notið góðs stuðnings Framsóknarmanna frá því að ég tók við sem formaður,“ segir Sigmundur. „Það hefur hjálpað mér mikið í hinni pólitísku baráttu og ég vonast til þess að njóta áfram trausts og stuðnings baklandsins. Við þurfum á því að halda, við Framsóknarmenn, að vera í stöðu til að vinna að þessum risastóru málum sem við höfum verið að vinna að á undanförnum árum. Við höfum náð góðum árangri en enn eru ókláruð mál og stór skref eftir sem ég vona að við náum að vinna í sameiningu,“ segir hann. Framsóknarflokkurinn hefur mælst með umtalsvert lægra fylgi í skoðanakönnunum upp á síðkastið miðað við það sem hann uppskar í Alþingiskosningum. Flokkurinn mældist með minnsta fylgi í sögu flokksins í kjölfar Panamalekans, eða með 6,9 prósent, síðan þá hefur hann mælst með í kring um tíu prósent.Create line chartsSigmundur telur að þrátt fyrir lágt fylgi flokksins upp á síðkastið sé hann bjartsýnn á að fylgið fari upp á við þegar fólk fari að ræða hugmyndir og málefni. „Það eru tvímælalaust sóknarfæri núna í aðdraganda kosninga og reynslan er sú að flokkurinn nær sér oft á strik þegar líður að kosningum þegar menn fara að ræða málefnin heldur en aðra hluti,“ segir Sigmundur. „Við erum ekkert sérlega öflug í ímyndarmálum en þegar menn byrja að ræða málefnin hefur það gjarnan styrkt flokkinn,“ segir hann. „Ef ég man rétt var flokkurinn með með um tíu prósent tveimur mánuðum fyrir síðustu kosningar en endaði í 24,4 prósentum,“ segir Sigmundur og er nærri lagi en í janúar 2013, fjórum mánuðum fyrir kosningar, mældist flokkurinn með 14,2 prósent samkvæmt skoðanakönnun Gallup. Svipaða sögu er að segja, þó ekki jafn afgerandi, fyrir Alþingiskosningar 2009. Um áramótin 2008 - 2009 mældist Framsókn einungis með 7,6 prósent en tryggði sér tæp 15 prósent í kosningunum. „En allt er þetta háð að menn nái að stilla saman strengi og sannfæra fólk um að við séum flokkurinn til að leiða stóru málin áfram,“ segir Sigmundur.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira