Lífið

Hita upp fyrir Justin Bieber: „Tilfinningin er bara ólýsanleg“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Logi Pedro, Sigurbjartur og Jóhann.
Logi Pedro, Sigurbjartur og Jóhann.
„Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu sem er síðan eiginlega nafnið á hljómsveitinni minni,“ segir Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas, en hann mun hita upp fyrir tónleikana með Justin Bieber sem verða í Kórnum í næstu viku. Bandaríski rapparinn Vic Mensa mun einnig hita upp fyrir poppstjörnuna.

„Við byrjuðum fyrir svona einu ári síðan og höfum verið mjög duglegir að gefa út efni og spila í grunnskólum landsins og hér og þar. Justin Bieber gefur okkur öllum mjög mikinn innblástur og við höfum fylgst vel með honum lengi, langt áður en við urðum hljómsveit,“ segir Sigurbjartur og bætir við að hann sé fyrirmynd fyrir þá alla.

„Tilfinningin er bara ólýsanleg, að vera fara hita upp fyrir Bieber,“ segir Jóhann Kristófer Stefánsson, meðlimur í hljómsveitinni Sturla Atlas.

„Þetta er í raun bara svolítið óraunverulegt og maður áttar sig kannski ekki almennilega á því fyrr en þetta gerist.“

Viðtalið við strákana má sjá hér að neðan.  


Tengdar fréttir

Leita að tvífara Justin Bieber á Íslandi

Viðburðarfyrirtækið Sena Live stendur nú fyrir tvífarakeppni þar sem fyrirtækið leitar að tvífara kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×