Erlent

Trump ítrekar að veggurinn verði byggður og að Mexíkóar muni borga brúsann

Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/Getty
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, segist ekkert hafa hvikað frá þeirri stefnu sinni að reisa vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, nái hann kjöri í nóvember næstkomandi.

Trump hélt í nótt ræðu á fundi í Arizona þar sem hann fullvissaði stuðningsmenn sína um að veggurinn verði byggður og að Mexíkóar muni þurfa að greiða fyrir hann að fullu. Þá útilokaði hann ekki að milljónir mexíkóskra verkamanna sem vinna í Bandaríkjunum verði fluttir nauðugir á brott.

Trump hitti forseta Mexíkó í gær en á fundi þeirra var hinn fyrirhugaði veggur ekkert ræddur, hvað þá hver mun koma til með að borga fyrir hann, en framkvæmdin er talin muni kosta gríðarlegar fjárhæðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×