Eiður Smári: Ísland hefur alltaf átt góða fótboltamenn en nú tekur heimurinn eftir þeim Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 08:00 Eiður Smári Guðjohnsen segir Ísland alltaf hafa átt góða fótboltamenn. vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, segir í viðtali við Sportskeeda að Ísland hafi lengi verið með fótboltahefð þrátt fyrir að árangurinn hafi látið á sér standa þar til á síðustu misserum. Karlalandsliðið komst í fyrsta sinn á stórmót í sumar þar sem það kom heiminum á óvart með því að leggja England í 16 liða úrslitum og komast alla leið í átta liða úrslitin í frumraun sinni á stóra sviðinu. „Ég tel að Ísland hafi alltaf verið með fótboltahefð,“ segir Eiður Smári í viðtalinu aðspurður hvers vegna fótboltahefðin sé í raun engin hér á landi. Hann er ekki sammála því. Eiður var einnig beðinn um að útskýra hverjir eru helstu styrkleikar íslenskra fótboltamanna. „Það er bara á síðustu árum sem heimurinn hefur tekið eftir frammistöðu okkar og úrslitum en við höfum alltaf verið með leikmenn að spila í bestu deildunum,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári kemur inn á fyrir einn af þessum góðu íslensku fótboltamönnum.vísir/gettyFramtíðin óráðin „Nú þegar við erum búnir að spila á EM þekkja fleiri íslensku nöfnin en við höfum alltaf átt góða leikmenn. Okkar helstu styrkleikar eru náttúrulegur líkamsstyrkur og vilji okkar til að leggja okkur alla fram á vellinum. Sá karakter í bland við hæfileika hefur fleytt okkur þangað sem við erum í dag.“ Eiður er orðinn 37 ára gamall en hefur nú nýtt ævintýri með FC Pune í Indlandi en hann er staddur í æfingaferð með liðinu á Spáni. Hann viðurkennir að hann er byrjaður að hugsa um hvað tekur við eftir leikmannaferilinn. „Auðvitað er ég byrjaður að hugsa um það. Ég er bara svo heppinn að geta enn verið að spila. Ég hef enn orku og ég elska að mæta á æfingu á hverjum degi. Á meðan ég get gefið liðinu sem ég spila fyrir eitthvað þá held ég áfram að spila,“ segir Eiður. „Hvað framtíðina varðar þá vil ég eyða meiri tíma með börnunum og fjölskyldunni þegar ég horfi styttra fram í tímann en eftir að ferlinum lýkur verður eitthvað sem tengist fótbolta í kortunum. Ég þarf bara að finna út hvað ég vil gera,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, segir í viðtali við Sportskeeda að Ísland hafi lengi verið með fótboltahefð þrátt fyrir að árangurinn hafi látið á sér standa þar til á síðustu misserum. Karlalandsliðið komst í fyrsta sinn á stórmót í sumar þar sem það kom heiminum á óvart með því að leggja England í 16 liða úrslitum og komast alla leið í átta liða úrslitin í frumraun sinni á stóra sviðinu. „Ég tel að Ísland hafi alltaf verið með fótboltahefð,“ segir Eiður Smári í viðtalinu aðspurður hvers vegna fótboltahefðin sé í raun engin hér á landi. Hann er ekki sammála því. Eiður var einnig beðinn um að útskýra hverjir eru helstu styrkleikar íslenskra fótboltamanna. „Það er bara á síðustu árum sem heimurinn hefur tekið eftir frammistöðu okkar og úrslitum en við höfum alltaf verið með leikmenn að spila í bestu deildunum,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári kemur inn á fyrir einn af þessum góðu íslensku fótboltamönnum.vísir/gettyFramtíðin óráðin „Nú þegar við erum búnir að spila á EM þekkja fleiri íslensku nöfnin en við höfum alltaf átt góða leikmenn. Okkar helstu styrkleikar eru náttúrulegur líkamsstyrkur og vilji okkar til að leggja okkur alla fram á vellinum. Sá karakter í bland við hæfileika hefur fleytt okkur þangað sem við erum í dag.“ Eiður er orðinn 37 ára gamall en hefur nú nýtt ævintýri með FC Pune í Indlandi en hann er staddur í æfingaferð með liðinu á Spáni. Hann viðurkennir að hann er byrjaður að hugsa um hvað tekur við eftir leikmannaferilinn. „Auðvitað er ég byrjaður að hugsa um það. Ég er bara svo heppinn að geta enn verið að spila. Ég hef enn orku og ég elska að mæta á æfingu á hverjum degi. Á meðan ég get gefið liðinu sem ég spila fyrir eitthvað þá held ég áfram að spila,“ segir Eiður. „Hvað framtíðina varðar þá vil ég eyða meiri tíma með börnunum og fjölskyldunni þegar ég horfi styttra fram í tímann en eftir að ferlinum lýkur verður eitthvað sem tengist fótbolta í kortunum. Ég þarf bara að finna út hvað ég vil gera,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira