Sekt lækkar hlutabréf Sæunn Gísladóttir skrifar 19. september 2016 08:00 Hlutabréf í London tóku dýfu í vikunni. Fréttablaðið/Getty Á föstudaginn hrundu hlutabréf í Deutsche Bank og lækkaði gengi hlutabréfanna um rúmlega átta prósent. Þetta leiddi til verulegrar lækkunar á evrópskum hlutabréfamarkaði og lauk vikunni með mestu lækkunum á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í lok júní. Ástæða lækkunarinnar hjá Deutsche Bank er að tilkynnt var um það á föstudaginn að bandaríska ríkið vill að bankinn greiði 14 milljarða dollara, jafnvirði 1.600 milljarða króna, í sekt vegna þáttar síns í fjármálakreppunni árið 2008. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur órói komið yfir markaði á ný. Á föstudaginn fyrir rúmri viku fór stressvísitalan að hækka á ný og voru miklar lækkanir á hlutabréfamarkaði í byrjun síðustu viku úti um allan heim. Í vikunni lækkaði STOXX Europe 600 vísitalan, sem nær til stærstu hlutabréfa í Evrópu, um 3,5 prósent. Stærstu hlutabréfavísitölur Evrópu tóku dýfu í vikunni, má þar nefna FTSE 100 í Bretlandi, sem náði sér á strik en endaði í -1 prósenti fyrir vikuna, og svipaða sögu er að segja af DAX í Þýskalandi.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Á föstudaginn hrundu hlutabréf í Deutsche Bank og lækkaði gengi hlutabréfanna um rúmlega átta prósent. Þetta leiddi til verulegrar lækkunar á evrópskum hlutabréfamarkaði og lauk vikunni með mestu lækkunum á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í lok júní. Ástæða lækkunarinnar hjá Deutsche Bank er að tilkynnt var um það á föstudaginn að bandaríska ríkið vill að bankinn greiði 14 milljarða dollara, jafnvirði 1.600 milljarða króna, í sekt vegna þáttar síns í fjármálakreppunni árið 2008. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur órói komið yfir markaði á ný. Á föstudaginn fyrir rúmri viku fór stressvísitalan að hækka á ný og voru miklar lækkanir á hlutabréfamarkaði í byrjun síðustu viku úti um allan heim. Í vikunni lækkaði STOXX Europe 600 vísitalan, sem nær til stærstu hlutabréfa í Evrópu, um 3,5 prósent. Stærstu hlutabréfavísitölur Evrópu tóku dýfu í vikunni, má þar nefna FTSE 100 í Bretlandi, sem náði sér á strik en endaði í -1 prósenti fyrir vikuna, og svipaða sögu er að segja af DAX í Þýskalandi.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira