Fótbolti

Rosenborg þarf eitt stig í viðbót

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Hólmar er lykilmaður í öflugri vörn Rosenborg
Hólmar er lykilmaður í öflugri vörn Rosenborg vísir/valli
Rosenborg lagði Start 2-0 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Rosenborg er því aðeins einu stigi frá því að tryggja sér meistaratitilinn annað árið í röð.

Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vihjálmsson léku allir allan leikinn fyrir Rosenborg en Christian Gytkjær kom liðinu yfir á 61. mínútu. Það var svo Erlend Dahl Reitan sem gerði út um leikinn af vítapunktinum mínútu fyrir leikslok.

Guðmundur Kristjánsson lék síðustu 30 mínúturnar fyrir Start sem er í lang neðsta sæti deildarinnar með aðeins 9 stig í 24 leikjum.

Rosenborg er í efsta sætinu með 59 stig, 18 stigum á undan Brann og Odd þegar sex umferðir eru eftir af deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×