Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Anton Ingi Leifsson skrifar 16. september 2016 21:05 Margrét Lára í baráttunni í dag. vísir/anton Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. „Það var mjög auðvelt að gíra sig upp í þetta. Við visusm þetta upp á hóteli áður en við fórum niður á völl,” sagði Margrét Lára í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum búnar að undirbúa okkur svo vel og erum það metnaðarfullt lið að við ætluðum ekki að láta þessi úrslit taka okkur úr jafnvægi,” sagði Margrét Lára. „Við ætluðum að vinna þennan leik í dag og ætlum að vinna þennan riðil. Það markmið er enn mjög ásjáanlegt og við ætlum bara að keyra á það.” Ísland hefur enn ekki fengið á sig mark í þessari undankeppni og segir Margrét Lára að þetta sé mikill heiður að bera fyrirliðabandið í þessu frábæra liði. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði þessa liðs. Maður fær bara gæsahúð að hugsa til þess. Það er æðislegt að fá að taka þátt í þessu og ég sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni því það var allt þess virði. Þetta er yndisleg.” „Mér fannst spilamennskan mjög góð. Við vorum að spila vel fyrstu 30 mínúturnar, en duttum niður síðustu fimmtán í fyrri. Það kom þessi brjálaða rigning og síðan ræddum við málin í hálfleik og gíruðum okkur aftur upp.” „Við kláruðum þennan leik frábærlega. Það voru margir leikmenn sem fengu fullt af mínútum og fengu sénsinn. Þær stóðu sig allar frábærlega.” Ísland mætir Skotlandi á þriðjudag og þarf liðið að tapa með sex marka mun til þess að missa toppsætið í hendur Skotlands. „Við ætlum að klára þetta með stæl, en við erum reyndar með ákjósanlega markatölu á þær líka. Við erum ekkert að láta það trufla okkur. Við ætlum að vinna leikinn gegn þeim og halda hreinu. Það væri magnað afrek að ná því, þó við séum búnar að ná góðum árangri.” Margrét segir að það verði lítið um fögnuð í kvöld, en benti þó á að á næsta borði lágu pítsur fyrir liðið. „Nei, mér sýnist það verða komnar einhverjar pítsur þarna. Við komum okkur bara niður á jörðina, en það er mjög erfiður leikur á þriðjudaginn,” sem var orðlaus yfir stuðningnum á Laugardalsvelli í kvöld: „Ég þakka bara fyrir stuðninginn. Þetta var geggjað! Ég hef aldrei spilað á Laugardalsvelli með svona frábæra stemningu og ég veit það fyrir víst að það verði helmingi fleirra fólk á þriðjudaginn, en hversu mikið af fólki vill Margrét fá til Hollands næsta sumar? „Ég vil fá alla sem komu í sumar til Frakklands því þetta skiptir miklu máli og við finnum það. Fyrir hverja fjögur til fimm þúsund manns hefur það mjög mikil áhrif því í kvennaboltanum þarf ekki mikið til.” „Að fá 4-5 þúsund manns skiptir miklu máli því það eru ekki eins margir stuðningsmenn hinna liðanna. Við getum átt stemninguna innan og utan vallar.” Harpa Þorsteinsdóttir gat ekki spilað með Íslandi í kvöld, en hún ber barn undir belti. Verður Harpa mætt, eins og Margrét Lára, til Hollands næsta sumar að spila fyrir Íslands hönd? „Ég ætla ekki að vera svo brött að svara fyrir hennar hönd, en hún hefur gert þetta áður. Hún kann þessa uppskrift og við vonumst til þess að hún nái að koma sem fyrst til baka, en hún er að fá miklu stærra hlutverk, að eignast barn,” sagði Margrét og bætti við að lokum: „Við sýnum henni stuðning, en hún verður að meta það sjálf hvernig þetta fer allt saman í hana.” EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. „Það var mjög auðvelt að gíra sig upp í þetta. Við visusm þetta upp á hóteli áður en við fórum niður á völl,” sagði Margrét Lára í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum búnar að undirbúa okkur svo vel og erum það metnaðarfullt lið að við ætluðum ekki að láta þessi úrslit taka okkur úr jafnvægi,” sagði Margrét Lára. „Við ætluðum að vinna þennan leik í dag og ætlum að vinna þennan riðil. Það markmið er enn mjög ásjáanlegt og við ætlum bara að keyra á það.” Ísland hefur enn ekki fengið á sig mark í þessari undankeppni og segir Margrét Lára að þetta sé mikill heiður að bera fyrirliðabandið í þessu frábæra liði. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði þessa liðs. Maður fær bara gæsahúð að hugsa til þess. Það er æðislegt að fá að taka þátt í þessu og ég sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni því það var allt þess virði. Þetta er yndisleg.” „Mér fannst spilamennskan mjög góð. Við vorum að spila vel fyrstu 30 mínúturnar, en duttum niður síðustu fimmtán í fyrri. Það kom þessi brjálaða rigning og síðan ræddum við málin í hálfleik og gíruðum okkur aftur upp.” „Við kláruðum þennan leik frábærlega. Það voru margir leikmenn sem fengu fullt af mínútum og fengu sénsinn. Þær stóðu sig allar frábærlega.” Ísland mætir Skotlandi á þriðjudag og þarf liðið að tapa með sex marka mun til þess að missa toppsætið í hendur Skotlands. „Við ætlum að klára þetta með stæl, en við erum reyndar með ákjósanlega markatölu á þær líka. Við erum ekkert að láta það trufla okkur. Við ætlum að vinna leikinn gegn þeim og halda hreinu. Það væri magnað afrek að ná því, þó við séum búnar að ná góðum árangri.” Margrét segir að það verði lítið um fögnuð í kvöld, en benti þó á að á næsta borði lágu pítsur fyrir liðið. „Nei, mér sýnist það verða komnar einhverjar pítsur þarna. Við komum okkur bara niður á jörðina, en það er mjög erfiður leikur á þriðjudaginn,” sem var orðlaus yfir stuðningnum á Laugardalsvelli í kvöld: „Ég þakka bara fyrir stuðninginn. Þetta var geggjað! Ég hef aldrei spilað á Laugardalsvelli með svona frábæra stemningu og ég veit það fyrir víst að það verði helmingi fleirra fólk á þriðjudaginn, en hversu mikið af fólki vill Margrét fá til Hollands næsta sumar? „Ég vil fá alla sem komu í sumar til Frakklands því þetta skiptir miklu máli og við finnum það. Fyrir hverja fjögur til fimm þúsund manns hefur það mjög mikil áhrif því í kvennaboltanum þarf ekki mikið til.” „Að fá 4-5 þúsund manns skiptir miklu máli því það eru ekki eins margir stuðningsmenn hinna liðanna. Við getum átt stemninguna innan og utan vallar.” Harpa Þorsteinsdóttir gat ekki spilað með Íslandi í kvöld, en hún ber barn undir belti. Verður Harpa mætt, eins og Margrét Lára, til Hollands næsta sumar að spila fyrir Íslands hönd? „Ég ætla ekki að vera svo brött að svara fyrir hennar hönd, en hún hefur gert þetta áður. Hún kann þessa uppskrift og við vonumst til þess að hún nái að koma sem fyrst til baka, en hún er að fá miklu stærra hlutverk, að eignast barn,” sagði Margrét og bætti við að lokum: „Við sýnum henni stuðning, en hún verður að meta það sjálf hvernig þetta fer allt saman í hana.”
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn