Erlendur dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn Ásdísi og börnum hennar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2016 17:54 Ásdís Hrönn Viðarsdóttir Vísir/GVA Hæstiréttur dæmdi í dag Erlend Eysteinsson í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn Ásdísi Viðarsdóttur, fyrrverandi sambýliskonu sinni. Fyrir rúmu ári síðan staðfesti hæstiréttur nálgunarbann yfir manninum. Hæstiréttur þyngir fyrri dóm yfir Erlendi töluvert. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann dæmdur í fjórtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi, en dómurinn er þyngdur í 24 mánuði. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Erlendur hafi með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot. Auk tveggja ára fangelsisvistar var honum gert að greiða Ásdísi skaðabætur. Hæstiréttur segir Erlend hafa sýnt sterkan og einbeittan brotavilja. Í dómnum segir að Erlendur eigi sér engar málsbætur, enda séu brot hans fjölmörg og nái yfir langt tímabil. Þá hafi hann ekki látið sér segjast eftir að hafa hlotið dóm í héraðsdómi Reykjaness þann 25. júní 2015, og hafið á ný að senda Ásdísi smáskilaboð. Þar af hafi 29 þeirra haft að geyma refsiverðar hótanir. „Enn fremur er þess að gæta að ákærði hefur með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot sem öll miða að því að raska högum brotaþola. Í þeim efnum var sérlega rætið og ófyrirleitið það brot ákærða að senda myndskeið af henni í kynferðislegum athöfnum, en með því smánaði hann brotaþola gróflega,” segir í dómnum. Sjá einnig:Erlendur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir hótanir gegn Ásdísi.Brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Erlend í júní árið 2015 fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun gagnvart Ásdísi. Í dómnum segir að Erlendur hafi dregið hana úr hjónarúmi þeirra þar sem hún lá sofandi ásamt sonum sínum, þá 5 og 6 ára og ráðist á hana. Hann tók hana meðal annars hálstaki, hélt hníf upp að hálsi hennar og hótaði henni lífláti. Synir hennar urðu vitni að árásinni. „Með því beitti ákærði þá ógnunum og sýndi þeim yfirgang og ruddalegt athæfi,” segir í dómnum. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Erlend í nóvember árið 2015 fyrir að hóta Ásdísi ítrekað með smáskilaboðum. Skilaboðin voru 54 talsins og voru send á tímabilinu 3. júlí til 11. ágúst á síðasta ári. Tengdar fréttir Nálgunarbannskröfu Ásdísar vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómi Norðurlands eystra beri að taka nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur til efnismeðferðar. 28. ágúst 2015 18:59 Nálgunarbann eltishrellis Ásdísar staðfest í héraðsdómi Nálgunarbannsúrskurðinum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. 2. september 2015 15:16 „Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48 Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag Erlend Eysteinsson í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn Ásdísi Viðarsdóttur, fyrrverandi sambýliskonu sinni. Fyrir rúmu ári síðan staðfesti hæstiréttur nálgunarbann yfir manninum. Hæstiréttur þyngir fyrri dóm yfir Erlendi töluvert. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann dæmdur í fjórtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi, en dómurinn er þyngdur í 24 mánuði. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Erlendur hafi með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot. Auk tveggja ára fangelsisvistar var honum gert að greiða Ásdísi skaðabætur. Hæstiréttur segir Erlend hafa sýnt sterkan og einbeittan brotavilja. Í dómnum segir að Erlendur eigi sér engar málsbætur, enda séu brot hans fjölmörg og nái yfir langt tímabil. Þá hafi hann ekki látið sér segjast eftir að hafa hlotið dóm í héraðsdómi Reykjaness þann 25. júní 2015, og hafið á ný að senda Ásdísi smáskilaboð. Þar af hafi 29 þeirra haft að geyma refsiverðar hótanir. „Enn fremur er þess að gæta að ákærði hefur með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot sem öll miða að því að raska högum brotaþola. Í þeim efnum var sérlega rætið og ófyrirleitið það brot ákærða að senda myndskeið af henni í kynferðislegum athöfnum, en með því smánaði hann brotaþola gróflega,” segir í dómnum. Sjá einnig:Erlendur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir hótanir gegn Ásdísi.Brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Erlend í júní árið 2015 fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun gagnvart Ásdísi. Í dómnum segir að Erlendur hafi dregið hana úr hjónarúmi þeirra þar sem hún lá sofandi ásamt sonum sínum, þá 5 og 6 ára og ráðist á hana. Hann tók hana meðal annars hálstaki, hélt hníf upp að hálsi hennar og hótaði henni lífláti. Synir hennar urðu vitni að árásinni. „Með því beitti ákærði þá ógnunum og sýndi þeim yfirgang og ruddalegt athæfi,” segir í dómnum. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Erlend í nóvember árið 2015 fyrir að hóta Ásdísi ítrekað með smáskilaboðum. Skilaboðin voru 54 talsins og voru send á tímabilinu 3. júlí til 11. ágúst á síðasta ári.
Tengdar fréttir Nálgunarbannskröfu Ásdísar vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómi Norðurlands eystra beri að taka nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur til efnismeðferðar. 28. ágúst 2015 18:59 Nálgunarbann eltishrellis Ásdísar staðfest í héraðsdómi Nálgunarbannsúrskurðinum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. 2. september 2015 15:16 „Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48 Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Nálgunarbannskröfu Ásdísar vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómi Norðurlands eystra beri að taka nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur til efnismeðferðar. 28. ágúst 2015 18:59
Nálgunarbann eltishrellis Ásdísar staðfest í héraðsdómi Nálgunarbannsúrskurðinum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. 2. september 2015 15:16
„Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48
Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30