Þetta segir Illugi Jökulsson rithöfundur um sjóslysið stóra fyrir 80 árum þegar franska rannsóknarskipið Purquoi-Pas? (Hversvegna ekki?) fórst við Álftanes á Mýrum og með því 40 manns. Illugi verður með hádegisfyrirlestur um það á morgun í Sjóminjasafninu á Grandagarði.

Franska sendiráðið, Háskóli Íslands og Vináttufélag Charcots og Pourquoi-Pas? standa einnig að viðburðum, í samstarfi við afkomendur Charcots sem hingað fjölmenna af þessu tilefni.
Nú í dag klukkan 10 er athöfn í Straumfirði á Mýrum og í kvöld forsýning á nýrri heimildarmynd um Charcot í Alliance française, Tryggvagötu 8. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en myndin er á frönsku og ekki textuð.
Á morgun klukkan 10 er svo minningarmessa í Landakotskirkju og fleiri viðburðir eru á dagskránni.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. sseptember 2016.