Það eru bara allir í góðu skapi á makrílvertíð á Fáskrúðsfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2016 21:30 Makrílvertíðin á Fáskrúðsfirði þetta sumarið stefnir í að slá öll met. Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar en undanfarnar sex vikur hefur verið unnið sleitulaust á vöktum allan sólarhringinn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við fylgdumst með þar sem verið var að landa 650 tonnum úr nýja Hoffellinu en það lá utan á því gamla. Á bryggjunni hittum við skipstjórann, Berg Einarsson. „Það er búið að vera alveg meiriháttar gangur á þessu síðastliðinn mánuð, stefnir bara í metvertíð hjá okkur hérna á Fáskrúðsfirði,” segir Bergur. Hoffellið hefur verið að koma með afla að landi á þriggja til fjögurra daga fresti og því hafa menn í vinnslunni þurft að hafa sig alla við til að hafa undan. Megnið af makrílnum fer í flökun og frystingu fyrir Evrópumarkað. Grétar Arnþórsson, verkstjóri hjá Loðnuvinnslunni, segir að frá 8. ágúst sé búið að vinna sleitulaust á vöktum allan sólarhringinn, dag og nótt. „Í mánuð án þess að stoppa. Aldrei matur og aldrei kaffi,” segir Grétar og hlær. -Er þá ekki fólkið að leka niður? „Nei. Það hefur orðið að leggja aðeins af.” -Er þá ekki stemmning hjá fólkinu? „Nei. Þetta er allt of erfitt til þess,” svarar Grétar.Grétar Arnþórsson, verkstjóri hjá Loðnuvinnslunni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í fyrra komu liðlega sjöþúsund tonn af makríl til vinnslu á Fáskrúðsfirði á stuttri síðsumars- og haustvertíð en nú stefnir aflinn í tíu þúsund tonn. „Það er bara aukinn kvóti og veiðar ganga mjög vel og vinnslan enn betur. Það gengur alveg meiriháttar vel í landi að vinna,” segir Bergur skipstjóri. Hann segir tíðarfar hafa verið með eindæmum gott og stutt að sækja makrílinn út af Austfjörðum en hann hefur verið að veiðast í kringum Hvalbak. „Bara stutt að fara og verið mjög góð veiði síðastliðinn mánuð.” Fyrir 160 starfsmenn Loðnuvinnslunar á Fáskrúðsfirði eru þetta uppgrip. „Jú, ég held að þetta séu alveg ágætis tekjur,” segir Grétar. Mikið hafi verið um skólakrakka í vinnu þar til skólinn byrjaði. Þetta hafi verið mjög gott hjá þeim og lítill skattur.Frá athafnasvæði Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Verið var að landa úr Hoffelli, sem sést við bryggjuna.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Eftir að skólakrakkarnir hættu hefur Íslendingunum fækkað í vinnslunni. „Þetta eru mest útlendingar, allar þjóðir. Þegar ég var að telja hér um daginn þá voru níu þjóðir hérna inni,” segir verkstjórinn. Og sjómennirnir á Hoffellinu kætast. „Seinasti mánuður var bara metmánuður hjá okkur. Svo það eru bara allir í góðu skapi,” segir skipstjórinn á Hoffelli SU-80. Fjallað var um franska bæinn Fáskrúðsfjörð og starfsemi Loðnuvinnslunnar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 "Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Makrílvertíðin á Fáskrúðsfirði þetta sumarið stefnir í að slá öll met. Uppgrip eru hjá 160 starfsmönnum Loðnuvinnslunnar en undanfarnar sex vikur hefur verið unnið sleitulaust á vöktum allan sólarhringinn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við fylgdumst með þar sem verið var að landa 650 tonnum úr nýja Hoffellinu en það lá utan á því gamla. Á bryggjunni hittum við skipstjórann, Berg Einarsson. „Það er búið að vera alveg meiriháttar gangur á þessu síðastliðinn mánuð, stefnir bara í metvertíð hjá okkur hérna á Fáskrúðsfirði,” segir Bergur. Hoffellið hefur verið að koma með afla að landi á þriggja til fjögurra daga fresti og því hafa menn í vinnslunni þurft að hafa sig alla við til að hafa undan. Megnið af makrílnum fer í flökun og frystingu fyrir Evrópumarkað. Grétar Arnþórsson, verkstjóri hjá Loðnuvinnslunni, segir að frá 8. ágúst sé búið að vinna sleitulaust á vöktum allan sólarhringinn, dag og nótt. „Í mánuð án þess að stoppa. Aldrei matur og aldrei kaffi,” segir Grétar og hlær. -Er þá ekki fólkið að leka niður? „Nei. Það hefur orðið að leggja aðeins af.” -Er þá ekki stemmning hjá fólkinu? „Nei. Þetta er allt of erfitt til þess,” svarar Grétar.Grétar Arnþórsson, verkstjóri hjá Loðnuvinnslunni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í fyrra komu liðlega sjöþúsund tonn af makríl til vinnslu á Fáskrúðsfirði á stuttri síðsumars- og haustvertíð en nú stefnir aflinn í tíu þúsund tonn. „Það er bara aukinn kvóti og veiðar ganga mjög vel og vinnslan enn betur. Það gengur alveg meiriháttar vel í landi að vinna,” segir Bergur skipstjóri. Hann segir tíðarfar hafa verið með eindæmum gott og stutt að sækja makrílinn út af Austfjörðum en hann hefur verið að veiðast í kringum Hvalbak. „Bara stutt að fara og verið mjög góð veiði síðastliðinn mánuð.” Fyrir 160 starfsmenn Loðnuvinnslunar á Fáskrúðsfirði eru þetta uppgrip. „Jú, ég held að þetta séu alveg ágætis tekjur,” segir Grétar. Mikið hafi verið um skólakrakka í vinnu þar til skólinn byrjaði. Þetta hafi verið mjög gott hjá þeim og lítill skattur.Frá athafnasvæði Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Verið var að landa úr Hoffelli, sem sést við bryggjuna.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Eftir að skólakrakkarnir hættu hefur Íslendingunum fækkað í vinnslunni. „Þetta eru mest útlendingar, allar þjóðir. Þegar ég var að telja hér um daginn þá voru níu þjóðir hérna inni,” segir verkstjórinn. Og sjómennirnir á Hoffellinu kætast. „Seinasti mánuður var bara metmánuður hjá okkur. Svo það eru bara allir í góðu skapi,” segir skipstjórinn á Hoffelli SU-80. Fjallað var um franska bæinn Fáskrúðsfjörð og starfsemi Loðnuvinnslunnar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 fyrir tveimur árum.
Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45 "Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15 Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum. 10. nóvember 2014 19:45
"Enginn einn sem stendur uppi ríkur eftir góða síldarvertíð“ Fáskrúðsfirðingar eiga eitt öflugasta útgerðarfélag landsins en með gjörólíku eignarhaldi en hjá flestum öðrum. 11. nóvember 2014 20:15
Stjórnvöld þrýsta kvótanum til stærri útgerða með veiðigjöldum Há veiðigjöld ógna smærri byggðum, segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, og spáir því að kvótinn haldi áfram að færast á færri hendur og til stærri útgerða, þótt stjórnvöld segist vilja annað. 16. nóvember 2014 08:00