Tennisdrottningin Maria Sharapova fær að vita í byrjun næsta mánaðar hvort tveggja ára keppnisbann hennar standi en íþróttadómstóllinn úrskurðar þá um áfrýjun hennar.
Sharapova var úrskurðuð í keppnisbann þegar Meldóníum fannst í lyfsýni hennar á opna ástralska mótinu í janúar en hún greindi frá því sjálf á blaðamannafundi.
Þessi 28 ára gamla rússneska tenniskona hefur verið tekjuhæsta íþróttakona heims undanfarin ár og eitt af andlitum íþróttarinnar í mörg ár. Hún á að baki fimm risatitla en síðast vann hún opna franska meistaramótið árið 2014.
Lyfið Meldóníum fannst í sýni hennar í byrjun árs en það er yf sem er aðallega notað við hjartasjúkdómum og skorti á blóðflæði til hjartans. Lyfið er framleitt í Lettlandi og aðallega notað í Austur-Evrópu.
Meldóníum getur hjálpað íþróttamönnum að auka úthald sitt og að jafna sig fyrr eftir mikil átök. Það hafði verið á eftirlitslista WADA, Alþjóðalyfjaeftirlitsins, í eitt ár og var sett á bannlista því það hefur fundist í sýnum margra íþróttamanna um allan heim.
Sharapova fær svar í byrjun næsta mánaðar
Tengdar fréttir
Ferli Sharapovu gæti verið lokið
Forseti rússneska tennissambandsins efast um að Maria Sharapova snúi aftur á tennisvöllinn þegar lyfjabanni hennar lýkur.
Þrjátíu prósent allra íþróttaliða í Rússlandi notuðu meldóníum
Vitaly Mutko, Íþróttamálaráðherra Rússa, segir að notkun lyfsins meldóníum hafi verið gríðarlega algeng meðan rússnesk íþróttafólks en lyfið fór á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, þann 1. janúar 2016.
„Líta allir á Sharapovu sem svindlara“
Kristina Mladenovic hefur lítið sem ekkert álit á Mariu Sharapovu eftir að sú síðarnefnda féll á lyfjaprófi.
Serena loksins orðin launahæsta íþróttakona heims
Þó svo Serena Williams hafi tapað úrslitaleiknum á Opna franska meistaramótinu í tennis þá náði hún samt stórum áfanga.
Sharapova dæmd í tveggja ára bann
Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann af Alþjóðatennissambandinu eftir að hún féll á lyfjaprófi.