Óheillaþróun sem snúa þarf við Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 12. september 2016 13:05 Um þessar mundir eru vangaveltur um hvort Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga nái að semja áður en til aðgerða kemur. Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning og er þetta í annað skipti sem grunnskólakennarar fella kjarasamninga í atkvæðagreiðslu. Eðlilega hafa menn því áhyggjur af verkfallsaðgerðum sem koma raski á skólasamfélagið en í því samfélagi er fjölbreyttur hópur nemenda, foreldra og skólastarfsmanna sem eiga hagsmuna að gæta. Vitaskuld hefur fólk áhyggjur af ástandinu og ræðir þær. En eftir stendur annað og stærra vandamál sem er þó hluti af þessari jöfnu, það er yfirvofandi kennaraskortur. Kennurum án kennsluréttinda fjölgar Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað og síðan árið 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári. Þeir voru 5,4% haustið 2015. Hlutfallið er lægst í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur en á tveimur landsvæðum var hlutfall kennara án réttinda hærra en 10%. Körlum hefur fækkað meðal starfsfólks við kennslu í grunnskólum og meðalaldur kennara í grunnskólum heldur áfram að hækka um leið og nemendum í grunnskólum heldur áfram að fjölga. Staðan er því sú að grunnskólakennurum gæti fækkað verulega á næstu árum og ef ekkert verður að gert verður mikill skortur á kennurum eftir fimmtán ár. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Helga E. Helgasonar, meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands, en rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi. Þar var skoðað hvernig þróun stéttarinnar verður á næstu árum og áratugum. Lítil aðsókn í námið Engar vísbendingar eru um að fjöldi útskrifaðra kennara komi til með að aukast á næstu árum og ljóst er að ef laða á gott fólk til starfa þarf að lagfæra starfsumhverfi kennara og endurskoða kjör. Auka þarf virðingu fyrir kennarastarfinu. Nám til kennsluréttinda er nú fimm ára háskólanám í stað þriggja áður. Það gefur augaleið að einhverja gulrót þarf til að fjárfesta í löngu háskólanámi, ekki er eingöngu hægt að treysta á hugsjónir. Kennarar eru áhrifamikil stétt og við sem samfélag þurfum að átta okkur á því. Við viljum góða kennara og því er mikilvægt að námið sé vandað. Forseti Menntavísindasviðs, Jóhanna Einarsdóttir, sagði á dögunum að það skorti samfélagslega ábyrgð þegar kæmi að stöðu mála í grunn- og leikskólum landsins. Stærsta vandamálið væri neikvæð umræða um kennarastéttina en að hafa verði í huga að kennaranám sé samfélagslegt verkefni. Skólastjórar í grunnskólum Reykjavíkurborgar lýsa yfir verulegum áhyggjum af fjárhagslegri stöðu skólanna í borginni sem leitt hafi til skertrar þjónustu við nemendur. Er þetta boðlegt? Stjórnvöld þurfa að taka þetta alvarlega. Ný forgangsröðun Nú í aðdraganda kosninga eru ýmis mál sett á oddinn. Heimili og skóli – landssamtök foreldra vilja setja menntamál á oddinn. Án góðra kennara verða ekki til góðir skólar og án góðra skóla verður ekki til vel menntuð þjóð. Ýmis úrræði eru í boði en til að nýta þau þarf fjármagn og breytt skipulag. Sveitarfélögin bera ábyrgð á fjölþættri þjónustu og eru leik- og grunnskólar þar einna mikilvægastir. Þau þurfa fjármagn til að standa straum af þeim kostnaði og má í því samhengi velta fyrir sér skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga. Væri t.d. ekki æskilegt að sveitarfélög fái meira í sinn hlut af þeim tekjum sem ferðamenn færa til landsins? Bætt menntun Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í menntakerfinu sem ætlað er að bæta menntun íslenskra barna. Ný aðalnámskrá, nýtt einkunnakerfi og Þjóðarsáttmáli um læsi hefur verið undirritaður af öllum sveitarfélögum, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum foreldra. Í þessum umbótum felast metnaðarfull markmið. Þeim náum við ekki nema við hlúum að skólum og starfsfólki þeirra. Börnin okkar eiga það skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru vangaveltur um hvort Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga nái að semja áður en til aðgerða kemur. Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning og er þetta í annað skipti sem grunnskólakennarar fella kjarasamninga í atkvæðagreiðslu. Eðlilega hafa menn því áhyggjur af verkfallsaðgerðum sem koma raski á skólasamfélagið en í því samfélagi er fjölbreyttur hópur nemenda, foreldra og skólastarfsmanna sem eiga hagsmuna að gæta. Vitaskuld hefur fólk áhyggjur af ástandinu og ræðir þær. En eftir stendur annað og stærra vandamál sem er þó hluti af þessari jöfnu, það er yfirvofandi kennaraskortur. Kennurum án kennsluréttinda fjölgar Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað og síðan árið 2012 hefur kennurum án kennsluréttinda fjölgað ár frá ári. Þeir voru 5,4% haustið 2015. Hlutfallið er lægst í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur en á tveimur landsvæðum var hlutfall kennara án réttinda hærra en 10%. Körlum hefur fækkað meðal starfsfólks við kennslu í grunnskólum og meðalaldur kennara í grunnskólum heldur áfram að hækka um leið og nemendum í grunnskólum heldur áfram að fjölga. Staðan er því sú að grunnskólakennurum gæti fækkað verulega á næstu árum og ef ekkert verður að gert verður mikill skortur á kennurum eftir fimmtán ár. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Helga E. Helgasonar, meistaranema og Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors við Háskóla Íslands, en rannsóknin fjallar um samsetningu grunnskólakennara á Íslandi. Þar var skoðað hvernig þróun stéttarinnar verður á næstu árum og áratugum. Lítil aðsókn í námið Engar vísbendingar eru um að fjöldi útskrifaðra kennara komi til með að aukast á næstu árum og ljóst er að ef laða á gott fólk til starfa þarf að lagfæra starfsumhverfi kennara og endurskoða kjör. Auka þarf virðingu fyrir kennarastarfinu. Nám til kennsluréttinda er nú fimm ára háskólanám í stað þriggja áður. Það gefur augaleið að einhverja gulrót þarf til að fjárfesta í löngu háskólanámi, ekki er eingöngu hægt að treysta á hugsjónir. Kennarar eru áhrifamikil stétt og við sem samfélag þurfum að átta okkur á því. Við viljum góða kennara og því er mikilvægt að námið sé vandað. Forseti Menntavísindasviðs, Jóhanna Einarsdóttir, sagði á dögunum að það skorti samfélagslega ábyrgð þegar kæmi að stöðu mála í grunn- og leikskólum landsins. Stærsta vandamálið væri neikvæð umræða um kennarastéttina en að hafa verði í huga að kennaranám sé samfélagslegt verkefni. Skólastjórar í grunnskólum Reykjavíkurborgar lýsa yfir verulegum áhyggjum af fjárhagslegri stöðu skólanna í borginni sem leitt hafi til skertrar þjónustu við nemendur. Er þetta boðlegt? Stjórnvöld þurfa að taka þetta alvarlega. Ný forgangsröðun Nú í aðdraganda kosninga eru ýmis mál sett á oddinn. Heimili og skóli – landssamtök foreldra vilja setja menntamál á oddinn. Án góðra kennara verða ekki til góðir skólar og án góðra skóla verður ekki til vel menntuð þjóð. Ýmis úrræði eru í boði en til að nýta þau þarf fjármagn og breytt skipulag. Sveitarfélögin bera ábyrgð á fjölþættri þjónustu og eru leik- og grunnskólar þar einna mikilvægastir. Þau þurfa fjármagn til að standa straum af þeim kostnaði og má í því samhengi velta fyrir sér skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga. Væri t.d. ekki æskilegt að sveitarfélög fái meira í sinn hlut af þeim tekjum sem ferðamenn færa til landsins? Bætt menntun Ýmsar breytingar hafa átt sér stað í menntakerfinu sem ætlað er að bæta menntun íslenskra barna. Ný aðalnámskrá, nýtt einkunnakerfi og Þjóðarsáttmáli um læsi hefur verið undirritaður af öllum sveitarfélögum, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúum foreldra. Í þessum umbótum felast metnaðarfull markmið. Þeim náum við ekki nema við hlúum að skólum og starfsfólki þeirra. Börnin okkar eiga það skilið.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar