New England mætti einu besta liðinu í NFL án Brady og Gronk en vann samt | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 07:06 Jimmy Garoppolo fær nú risatækifæri til að sýna að hann er framtíðin hjá New England. vísir/getty New England Patriots vann dramatískan sigur, 23-21, á Arizona Cardinals, einu allra besta liðinu í NFL-deildinni, í fyrstu umferð deildarinnar en leikurinn fór fram í Arizona í nótt. New England var ekki bara án Tom Brady sem byrjar tímabilið í fjögurra leikja banni heldur var innherjinn magnaði, Rob Gronkowski, einnig frá vegna meiðsla. Patriots er búið að hafa allt sumarið til að undirbúa Jimmy Garoppolo, varaleikstjórnanda liðsins, fyrir fyrstu fjóra leikina og hann sveik engan. Þessi 24 ára gamli strákur kláraði 24 sendingar af 33 fyrir 264 jördum og einu snertimarki. Þá kastaði hann boltanum aldrei frá sér. Garoppolo kláraði sendingar á sex mismunandi leikmenn, sjö ef hann sjálfur er talinn með því hann greip sendingu frá sjálfum sér eftir að hann kastaði boltanum í varnarmann Arizona. Mjög flott frammistaða hjá Garoppolo í hans fyrsta alvöru leik síðan hann kom inn í deildina fyrir tveimur árum. Arizona fékk gott tækifæri til að vinna leikinn. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir áttu heimamenn vallarmarkstilraun fyrir sigrinum en Chandler Catanzaro, sparkari Cardinals, hitti ekki vegna skelfilegs undirbúnings í sparkinu. Það helsta úr þessum leik má sjá hér.Dak Prescott byrjaði vel í sínum fyrsta leik fyrir Dallas en gat ekki klárað dæmið.vísir/gettyÍ fyrsta sjónvarpsleik vetrarins á Stöð 2 Sport HD sótti New York Giants eins stigs sigur, 20-19, til Dallas Cowboys sem verður án Tony Romo, aðal leikstjórnanda síns, fyrstu vikurnar vegna meiðsla. Dak Prescott, nýliðinn sem stýrir sóknarleik Dallas í fjarveru Romo, byrjaði leikinn mjög vel en náði aldrei að klára sóknirnar með snertimarki. Það átti eftir að koma í bakið á honum því reynsluboltinn Eli Manning í liði New York fór þrisvar sinnum inn á rauða svæðið og skilaði snertimarki í öll skiptin. Prescott kláraði 25 sendingar af 45 í sínum fyrsta leik fyrir 227 jördum og kastaði boltanum aldrei frá sér. Eli Manning kláraði 19 sendingar af 28 fyrir 207 jördum og þremur snertimörkum en kastaði boltanum einu sinni frá sér. Hlauparinn Ezekiel Elliott, nýliði hjá Dallas, átti fína fraumraun en hann hljóp 51 jarda í 20 tilraunum og skoraði eina snertimark Dallas. Það helsta úr leiknum má sjá hér.Úrslit gærdagsins: Arizona Cardinals - New England Patriots 21-23 Jacksonvilla Jaguars - Green Bay Packers 23-27 Baltimore Raves - Buffalo Bills 13-7 Houston Texans - Chicago Bears 23-14 Philadelphia Eagles - Cleveland Browns 29-10 New York Jets - Cincinnati Bengals 23-22 New Orleans Saints - Oakland Raiders 34-35 San Diego Chargers - Kansas City Chiefs 27-33 Seattle Seahawks - Miami Dolphins 10-12 Indianapolis Colts - Detriot Lions 35-39 Dallas Cowboys - NY Giants 19-20 NFL Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
New England Patriots vann dramatískan sigur, 23-21, á Arizona Cardinals, einu allra besta liðinu í NFL-deildinni, í fyrstu umferð deildarinnar en leikurinn fór fram í Arizona í nótt. New England var ekki bara án Tom Brady sem byrjar tímabilið í fjögurra leikja banni heldur var innherjinn magnaði, Rob Gronkowski, einnig frá vegna meiðsla. Patriots er búið að hafa allt sumarið til að undirbúa Jimmy Garoppolo, varaleikstjórnanda liðsins, fyrir fyrstu fjóra leikina og hann sveik engan. Þessi 24 ára gamli strákur kláraði 24 sendingar af 33 fyrir 264 jördum og einu snertimarki. Þá kastaði hann boltanum aldrei frá sér. Garoppolo kláraði sendingar á sex mismunandi leikmenn, sjö ef hann sjálfur er talinn með því hann greip sendingu frá sjálfum sér eftir að hann kastaði boltanum í varnarmann Arizona. Mjög flott frammistaða hjá Garoppolo í hans fyrsta alvöru leik síðan hann kom inn í deildina fyrir tveimur árum. Arizona fékk gott tækifæri til að vinna leikinn. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir áttu heimamenn vallarmarkstilraun fyrir sigrinum en Chandler Catanzaro, sparkari Cardinals, hitti ekki vegna skelfilegs undirbúnings í sparkinu. Það helsta úr þessum leik má sjá hér.Dak Prescott byrjaði vel í sínum fyrsta leik fyrir Dallas en gat ekki klárað dæmið.vísir/gettyÍ fyrsta sjónvarpsleik vetrarins á Stöð 2 Sport HD sótti New York Giants eins stigs sigur, 20-19, til Dallas Cowboys sem verður án Tony Romo, aðal leikstjórnanda síns, fyrstu vikurnar vegna meiðsla. Dak Prescott, nýliðinn sem stýrir sóknarleik Dallas í fjarveru Romo, byrjaði leikinn mjög vel en náði aldrei að klára sóknirnar með snertimarki. Það átti eftir að koma í bakið á honum því reynsluboltinn Eli Manning í liði New York fór þrisvar sinnum inn á rauða svæðið og skilaði snertimarki í öll skiptin. Prescott kláraði 25 sendingar af 45 í sínum fyrsta leik fyrir 227 jördum og kastaði boltanum aldrei frá sér. Eli Manning kláraði 19 sendingar af 28 fyrir 207 jördum og þremur snertimörkum en kastaði boltanum einu sinni frá sér. Hlauparinn Ezekiel Elliott, nýliði hjá Dallas, átti fína fraumraun en hann hljóp 51 jarda í 20 tilraunum og skoraði eina snertimark Dallas. Það helsta úr leiknum má sjá hér.Úrslit gærdagsins: Arizona Cardinals - New England Patriots 21-23 Jacksonvilla Jaguars - Green Bay Packers 23-27 Baltimore Raves - Buffalo Bills 13-7 Houston Texans - Chicago Bears 23-14 Philadelphia Eagles - Cleveland Browns 29-10 New York Jets - Cincinnati Bengals 23-22 New Orleans Saints - Oakland Raiders 34-35 San Diego Chargers - Kansas City Chiefs 27-33 Seattle Seahawks - Miami Dolphins 10-12 Indianapolis Colts - Detriot Lions 35-39 Dallas Cowboys - NY Giants 19-20
NFL Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira