Hótað öllu illu eftir að hafa sagt það sem henni fannst um tónleika Justins Bieber í Kórnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2016 16:34 Hannah Jane Cohen hefur séð margar af stærstu poppstjörnum heimsins á tónleikum en aldrei orðið fyrir jafnmiklum vonbrigðum og í Kórnum á fimmtudagskvöldið. Hannah Jane Cohen mun líklega hugsa sig tvisvar um áður en hún óskar aftur eftir því að skrifa gagnrýni um tónleika með Justin Bieber. Það gerði hún nefnilega á dögunum fyrir Reykjavík Grapevine en óhætt er að segja að upplifun Cohen af tónleikunum hafi ekki verið góð. Las hún Bieber reiðilestur í gagnrýni sinni en hefur nú fengið vænan skerf af reiði frá æstum aðdáendum Bieber sem telja brotið á kanadíska poppprinsinum.„Ég er hrædd um að þau komist að því hvar ég á heima,“ segir Hannah sem dvalið á Íslandi með hléum undanfarin ár en hún er frá Bandaríkjunum. Hún segist vera þannig týpa að hún segi það sem henni finnst. En það hafi samt verið erfitt enda sé hún í grunninn harður Justin Bieber aðdáandi. „Ég elska tónlistina hans. Þess vegna voru vonbrigðin svona mikil,“ segir Hannah. Hún segir Justin hafa virkað latan, eins og hann hafi ekki nennt að skemmta áhorfendum. Þá hafi hann „mæmað“ svo til öll lögin. „Elskan, það er ekki svo erfitt að syngja lögin þín,“ segir Hannah í gagnrýni sinni. Hannah að fá sér ís með rapparanum Gísla Pálma.„Í dag brástu mér Justin“Í umfjöllun Hönnu um tónleikana á fimmtudagskvöldið rekur hún hve mikill aðdáandi hún hafi verið, öll skiptin sem hún tók slaginn fyrir hann og varði hann fram í rauða dauðann. Hún hafi verið svo spennt að sjá hann. Skellt hafi verið í lás í Kópavogi og skipuleggjendur hafi lagt sig alla fram til að gera allt vel úr garði. Hún hafi raunar aldrei séð svo góða skipulagningu á tónleikum. „Í dag brástu mér Justin. Í dag særðirðu mig. Í dag komst ég að því ég hef lifað í blekkingu öll þessi ár.“Hannah er ekki aðeins mikill aðdáandi Justins heldur reglulegur gestur á tónleikum poppstjarna. Hún hefur farið á tónleika með Britney Spears, Madonnu, Taylor Swift og fleirum. Þau mæmi líka endrum og sinnum en aðeins þegar þau eru í dansatriðum sem taki svo á að ekki sé hægt að syngja á sama tíma.Justin Bieber söng í tvígang fyrir svo til fullum Kór.Vísir/HannaHótuðu henni öllu illu í miðbænumÍ samtali við Vísi segist Hannah hafa orðið vör við mikla umræðu eftir að fjallað var um gagnrýni hennar á vefsíðunni Menn.is en ekki síður í Facebook-hópnum Beauty Tips. Þar hafi allt ætlað um koll að keyra.„Það eru örugglega milljón comment. Annað hvort er fólk að segja mér að fara til fjandans eða sammála,“ segir hún. Fólk hafi sagt að hún væri ekki alvöru blaðamaður og þegar í ljós kom að hún er með háskólagráðu í blaðamennsku voru rökin, sem notuð voru til að gildisfella gagnrýnina, þau að hún væri ekki með gráðu í tónlist.„Þarftu gráðu í tónlist til að skrifa gagnrýni um tónleika Justins Bieber?“ spyr Hannah og hlær. Fyndnustu athugasemdirnar hafi verið frá ungum stúlkum sem hafi hótað henni öllu illu ef þær rækust á hana í miðbænum.„Þær eru líklega svona fjórtán ára og mega ekki einu sinni vera í bænum,“ segir Hannah létt. Enn séu nokkur ár í að líklegt verði að umræddar stelpur fari að skemmta sér í miðbænum.Justin Bieber á sviðinu í Kórnumá fimmtudagskvöldið.Vísir/HannaÞurfti sem betur fer ekki að borgaHún þakkar sínum sæla að hafa fengið blaðamannapassa á tónleikana en ekki þurft að borga á bilinu 15-30 þúsund krónur fyrir miða.Blaðamaður bendir Hönnuh á það hve erfitt geti verið að vera gagnrýnandi í litlu samfélagi á borð við Ísland. Skiptir þá engu hvort um er að ræða tónlist, kvikmyndir, veitingahús eða annað. Hún segist löngu hafa áttað sig á því. „Þegar ég kom hingað fyrst var ég að skrifa gagnrýni um hljómsveitir og tónleika en nú get ég það eiginlega ekki lengur af því að nú þekki ég alla. Það er furðulegt. En Justin býr ekki hérna, ekki ennþá að minnsta kosti,“ segir Hannah og hlær. Hún bætir við að fjölmargir hafi komið að máli við sig eða sent sér skilaboð og verið henni hjartanlega sammála um skoðun hennar á tónleikunum á fimmtudaginn. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51 Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: „Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04 Valdís fékk tilboð upp á eina milljón króna í blautan klút Justins Bieber "Náum klútnum af henni,“ heyrðist við sviðið þegar allt ætlaði um koll að keyra undir lok tónleika Justins Bieber í gær. 10. september 2016 15:50 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
Hannah Jane Cohen mun líklega hugsa sig tvisvar um áður en hún óskar aftur eftir því að skrifa gagnrýni um tónleika með Justin Bieber. Það gerði hún nefnilega á dögunum fyrir Reykjavík Grapevine en óhætt er að segja að upplifun Cohen af tónleikunum hafi ekki verið góð. Las hún Bieber reiðilestur í gagnrýni sinni en hefur nú fengið vænan skerf af reiði frá æstum aðdáendum Bieber sem telja brotið á kanadíska poppprinsinum.„Ég er hrædd um að þau komist að því hvar ég á heima,“ segir Hannah sem dvalið á Íslandi með hléum undanfarin ár en hún er frá Bandaríkjunum. Hún segist vera þannig týpa að hún segi það sem henni finnst. En það hafi samt verið erfitt enda sé hún í grunninn harður Justin Bieber aðdáandi. „Ég elska tónlistina hans. Þess vegna voru vonbrigðin svona mikil,“ segir Hannah. Hún segir Justin hafa virkað latan, eins og hann hafi ekki nennt að skemmta áhorfendum. Þá hafi hann „mæmað“ svo til öll lögin. „Elskan, það er ekki svo erfitt að syngja lögin þín,“ segir Hannah í gagnrýni sinni. Hannah að fá sér ís með rapparanum Gísla Pálma.„Í dag brástu mér Justin“Í umfjöllun Hönnu um tónleikana á fimmtudagskvöldið rekur hún hve mikill aðdáandi hún hafi verið, öll skiptin sem hún tók slaginn fyrir hann og varði hann fram í rauða dauðann. Hún hafi verið svo spennt að sjá hann. Skellt hafi verið í lás í Kópavogi og skipuleggjendur hafi lagt sig alla fram til að gera allt vel úr garði. Hún hafi raunar aldrei séð svo góða skipulagningu á tónleikum. „Í dag brástu mér Justin. Í dag særðirðu mig. Í dag komst ég að því ég hef lifað í blekkingu öll þessi ár.“Hannah er ekki aðeins mikill aðdáandi Justins heldur reglulegur gestur á tónleikum poppstjarna. Hún hefur farið á tónleika með Britney Spears, Madonnu, Taylor Swift og fleirum. Þau mæmi líka endrum og sinnum en aðeins þegar þau eru í dansatriðum sem taki svo á að ekki sé hægt að syngja á sama tíma.Justin Bieber söng í tvígang fyrir svo til fullum Kór.Vísir/HannaHótuðu henni öllu illu í miðbænumÍ samtali við Vísi segist Hannah hafa orðið vör við mikla umræðu eftir að fjallað var um gagnrýni hennar á vefsíðunni Menn.is en ekki síður í Facebook-hópnum Beauty Tips. Þar hafi allt ætlað um koll að keyra.„Það eru örugglega milljón comment. Annað hvort er fólk að segja mér að fara til fjandans eða sammála,“ segir hún. Fólk hafi sagt að hún væri ekki alvöru blaðamaður og þegar í ljós kom að hún er með háskólagráðu í blaðamennsku voru rökin, sem notuð voru til að gildisfella gagnrýnina, þau að hún væri ekki með gráðu í tónlist.„Þarftu gráðu í tónlist til að skrifa gagnrýni um tónleika Justins Bieber?“ spyr Hannah og hlær. Fyndnustu athugasemdirnar hafi verið frá ungum stúlkum sem hafi hótað henni öllu illu ef þær rækust á hana í miðbænum.„Þær eru líklega svona fjórtán ára og mega ekki einu sinni vera í bænum,“ segir Hannah létt. Enn séu nokkur ár í að líklegt verði að umræddar stelpur fari að skemmta sér í miðbænum.Justin Bieber á sviðinu í Kórnumá fimmtudagskvöldið.Vísir/HannaÞurfti sem betur fer ekki að borgaHún þakkar sínum sæla að hafa fengið blaðamannapassa á tónleikana en ekki þurft að borga á bilinu 15-30 þúsund krónur fyrir miða.Blaðamaður bendir Hönnuh á það hve erfitt geti verið að vera gagnrýnandi í litlu samfélagi á borð við Ísland. Skiptir þá engu hvort um er að ræða tónlist, kvikmyndir, veitingahús eða annað. Hún segist löngu hafa áttað sig á því. „Þegar ég kom hingað fyrst var ég að skrifa gagnrýni um hljómsveitir og tónleika en nú get ég það eiginlega ekki lengur af því að nú þekki ég alla. Það er furðulegt. En Justin býr ekki hérna, ekki ennþá að minnsta kosti,“ segir Hannah og hlær. Hún bætir við að fjölmargir hafi komið að máli við sig eða sent sér skilaboð og verið henni hjartanlega sammála um skoðun hennar á tónleikunum á fimmtudaginn.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51 Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: „Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04 Valdís fékk tilboð upp á eina milljón króna í blautan klút Justins Bieber "Náum klútnum af henni,“ heyrðist við sviðið þegar allt ætlaði um koll að keyra undir lok tónleika Justins Bieber í gær. 10. september 2016 15:50 Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51
Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: „Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. 10. september 2016 13:04
Valdís fékk tilboð upp á eina milljón króna í blautan klút Justins Bieber "Náum klútnum af henni,“ heyrðist við sviðið þegar allt ætlaði um koll að keyra undir lok tónleika Justins Bieber í gær. 10. september 2016 15:50