Ólína verður ekki á framboðslista Samfylkingarinnar Birgir Örn Steinarsson skrifar 10. september 2016 21:36 Ólína Þorvarðardóttir segir töluverða smölun hafa verið í flokkinn á lokametrum prófkjörsins. Vísir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður tilkynnti í kvöld á Fésbókar-síðu sinni að hún muni ekki taka sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi. Hún bauð sig fram í fyrsta sæti listans en það tók Guðjón Brjánsson. Einungis var kosið um fyrsta og annað sætið. Hún viðurkennir að úrslitin hafi komið sér á óvart. „Ég var nú búin að átta mig á því síðustu daga að það var mikil smölun í flokkinn,“ segir Ólína. „Það var búið að vera smala nýbúum og fólki úr öðrum flokkum inn í Samfylkinguna. Ég áttaði mig á því að yrði var harður slagur.“ Ólína hefur töluverða reynslu á Alþingi. Var þingmaður Norðvesturkjördæmis frá árunum 2009-2013 og settist svo aftur óvænt á þing síðasta haust eftir andlát Guðbjarts Hannessonar. „Ég lagði þingmannsferill minn undir en fólkið í flokknum, og þeir sem var smalað inn á lokametrunum, kaus svona. Ég deili ekkert við það fólk um þá niðurstöðu. Ég óska Guðjóni til hamingju með úrslitin og Ingu Björk líka með annað sætið. Hún er vel af því komin. Ég þakka bara fyrir mig.“ Ólína segist ekki hafa hugmynd um hvað taki við hjá henni að þingstörfum loknum. Hún segist heldur ekkert vita um hvort þetta marki útgöngu hennar úr íslenskum stjórnmálum. „Ég ætla að leyfa nýrri sól að rísa áður en ég fer að skoða hvað lífið færir mér. Það veit engin fyrr en á reynir.“Færslu Ólínu frá því í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður tilkynnti í kvöld á Fésbókar-síðu sinni að hún muni ekki taka sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi. Hún bauð sig fram í fyrsta sæti listans en það tók Guðjón Brjánsson. Einungis var kosið um fyrsta og annað sætið. Hún viðurkennir að úrslitin hafi komið sér á óvart. „Ég var nú búin að átta mig á því síðustu daga að það var mikil smölun í flokkinn,“ segir Ólína. „Það var búið að vera smala nýbúum og fólki úr öðrum flokkum inn í Samfylkinguna. Ég áttaði mig á því að yrði var harður slagur.“ Ólína hefur töluverða reynslu á Alþingi. Var þingmaður Norðvesturkjördæmis frá árunum 2009-2013 og settist svo aftur óvænt á þing síðasta haust eftir andlát Guðbjarts Hannessonar. „Ég lagði þingmannsferill minn undir en fólkið í flokknum, og þeir sem var smalað inn á lokametrunum, kaus svona. Ég deili ekkert við það fólk um þá niðurstöðu. Ég óska Guðjóni til hamingju með úrslitin og Ingu Björk líka með annað sætið. Hún er vel af því komin. Ég þakka bara fyrir mig.“ Ólína segist ekki hafa hugmynd um hvað taki við hjá henni að þingstörfum loknum. Hún segist heldur ekkert vita um hvort þetta marki útgöngu hennar úr íslenskum stjórnmálum. „Ég ætla að leyfa nýrri sól að rísa áður en ég fer að skoða hvað lífið færir mér. Það veit engin fyrr en á reynir.“Færslu Ólínu frá því í kvöld má sjá hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira