Tónleikahaldarinn um meintan svikasöng Bieber: "Það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2016 13:04 Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari er í skýjunum með tónleika Justin Bieber hér á landi. vísir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. Þá hafi margir lykilmenn úr bransanum úti komið hingað til lands til að fylgjast með hvernig staðið var að tónleikunum og segir Ísleifur mörg tækifæri hafa opnast. „Við erum í skýjunum með þetta allt saman. Gestirnir voru alveg til fyrirmyndar og við erum þakklátir fyrir það. Íslenskir krakkar og allir gestirnir hegðuðu sér mjög vel og við áttum í góðu samstarfi við Kópavogsbæ og lögregluna sem eru mjög ánægðir með hvernig til tókst,“ segir Ísleifur í samtali við fréttastofu. Mikið hefur rætt um „mæm“ Justin Bieber eða meintan svikasöng hans á tónleikunum bæði á fimmtudagskvöld og í gærkvöldi en Ísleifur segist ekkert geta svarað fyrir það. „Ég er ekki talsmaður Justin Bieber og get í raun ekkert kommentað á það sem hann gerir á sviðinu enda væri það út fyrir mitt svið sem tónleikahaldari að gera það. En það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu og hvernig þeir taka því.“ Það er alþekkt að stjörnur „mæmi“ eitthvað á tónleikum, meðal annars ef þær eru mikið að dansa líkt og til að mynda Justin Bieber gerir. „Mér sýnist hann bara ekkert vera að skammast sín fyrir það og eins og hann sé ekkert að rembast við að fela neitt. Eins og ég segi þá er ekki mitt að ræða þetta en hann virðist taka þann pól í hæðina að þetta er „show“ og hann er að dansa og svona. [...] Við sjáum um skipulagið, húsið og að allt sé í góðu lagi en við höfum ekkert að segja um það hvað Justin Bieber gerir á sviðinu eða ekki,“ segir Ísleifur. Hann segist þeirrar skoðunar að „showið“ hafi verið stórkostlegt og það hafi verið vel gert hjá teymi Bieber og sýni mikinn metnað að koma hingað til lands með allan þann búnað sem þeir gerðu. Aðspurður hvort aðrir tónleikarnir hafi verið betri en hinir segist Ísleifur halda að tónleikarnir hafi verið svipaðir. „Við allir sem stöndum að þessu leggjum upp með að þeir séu nákvæmlega eins svo enginn verði svekktur en það getur auðvitað verið dagamunur, líka bara á gestunum, hvernig stemningin er í salnum og hvernig orka fer upp til listamannsins. Þetta er auðvitað alltaf bara matsatriði.“ Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51 Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Sendi tvo menn í morgun til að athuga hvort jökullinn væri traustur. 9. september 2016 10:10 Bieber betri í kvöld Lét áhorfendur syngja Love Yourself. 9. september 2016 21:22 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari hjá Senu segir tónleika Justin Bieber hér á landi hafa tekist gríðarlega vel. Hann segir tónleikana hafa hent fjölmörgum boltum í loftið varðandi komu fleiri stórstjarna hingað til lands enda hafi Kórinn enn og aftur sannað sig sem góður staður til að halda tónleika af þessari stærðargráðu. Þá hafi margir lykilmenn úr bransanum úti komið hingað til lands til að fylgjast með hvernig staðið var að tónleikunum og segir Ísleifur mörg tækifæri hafa opnast. „Við erum í skýjunum með þetta allt saman. Gestirnir voru alveg til fyrirmyndar og við erum þakklátir fyrir það. Íslenskir krakkar og allir gestirnir hegðuðu sér mjög vel og við áttum í góðu samstarfi við Kópavogsbæ og lögregluna sem eru mjög ánægðir með hvernig til tókst,“ segir Ísleifur í samtali við fréttastofu. Mikið hefur rætt um „mæm“ Justin Bieber eða meintan svikasöng hans á tónleikunum bæði á fimmtudagskvöld og í gærkvöldi en Ísleifur segist ekkert geta svarað fyrir það. „Ég er ekki talsmaður Justin Bieber og get í raun ekkert kommentað á það sem hann gerir á sviðinu enda væri það út fyrir mitt svið sem tónleikahaldari að gera það. En það er bara á milli hans og aðdáendanna hvað hann gerir á sviðinu og hvernig þeir taka því.“ Það er alþekkt að stjörnur „mæmi“ eitthvað á tónleikum, meðal annars ef þær eru mikið að dansa líkt og til að mynda Justin Bieber gerir. „Mér sýnist hann bara ekkert vera að skammast sín fyrir það og eins og hann sé ekkert að rembast við að fela neitt. Eins og ég segi þá er ekki mitt að ræða þetta en hann virðist taka þann pól í hæðina að þetta er „show“ og hann er að dansa og svona. [...] Við sjáum um skipulagið, húsið og að allt sé í góðu lagi en við höfum ekkert að segja um það hvað Justin Bieber gerir á sviðinu eða ekki,“ segir Ísleifur. Hann segist þeirrar skoðunar að „showið“ hafi verið stórkostlegt og það hafi verið vel gert hjá teymi Bieber og sýni mikinn metnað að koma hingað til lands með allan þann búnað sem þeir gerðu. Aðspurður hvort aðrir tónleikarnir hafi verið betri en hinir segist Ísleifur halda að tónleikarnir hafi verið svipaðir. „Við allir sem stöndum að þessu leggjum upp með að þeir séu nákvæmlega eins svo enginn verði svekktur en það getur auðvitað verið dagamunur, líka bara á gestunum, hvernig stemningin er í salnum og hvernig orka fer upp til listamannsins. Þetta er auðvitað alltaf bara matsatriði.“
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51 Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Sendi tvo menn í morgun til að athuga hvort jökullinn væri traustur. 9. september 2016 10:10 Bieber betri í kvöld Lét áhorfendur syngja Love Yourself. 9. september 2016 21:22 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Kvaddi Kórinn ber að ofan: „Ekki vera hrædd við að vera þið sjálf“ Síðari tónleikar kanadísku poppstjörnunnar Justin Bieber fóru fram í Kórnum í gærkvöldi. 10. september 2016 09:51
Bieber mætti ekki í humarinn og nautalundirnar Sendi tvo menn í morgun til að athuga hvort jökullinn væri traustur. 9. september 2016 10:10