Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2016 11:37 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Anna Sigurlaug Pálsdóttir kona hans mæta að sjálfsögðu í Hof í dag. vísir Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins fer fram í Hofi á Akureyri í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins setur fundinn klukkan 12.30 en búist er við að fundurinn standi til klukkan 17. Sigmundur mun jafnframt halda ræðu á fundinum sem mun án efa vekja athygli en klukkan 16 verður tekin fyrir tillaga um boðun flokksþings sem fastlega er búist við að haldið verði fyrir þingkosningar sem verða í lok október. Í liðnum mánuði samþykkti meirihluti kjördæmisþinga flokksins að boða til flokksþing fyrir kosningar en samkvæmt reglum flokksins þarf að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinganna fer fram á það. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða bornar upp tvær tillögur að dagsetningu flokksþings, annars vegar 1. október og hins vegar 8. október. Á flokksþingi er forysta flokksins kosin en það má segja að nokkur styr hafi staðið um Sigmund Davíð í kjölfar Panama-lekans og afsagnar hans sem forsætisráðherra. Ekki verður þó af öðru ráðið en að hann hyggist bjóða sig fram til formanns á nýjan leik og enn hefur enginn lýst yfir framboði gegn honum. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, hefur helst verið nefnd sem mögulegur mótframbjóðandi Sigmundar til formanns þar sem hún hefur ekkert gefið út um það hvort hún myndi fara gegn sitjandi formanni eða ekki. Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður flokksins og forsætisráðherra hefur hins vegar útilokað að fara fram gegn sitjandi formanni og það hafa sömuleiðis Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra einnig gert. Það er einnig nóg um að vera hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni en prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi fara fram í dag. Þá lýkur flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi klukkan 17 en það hófst á fimmtudag. Úrslitin ættu að liggja fyrir um klukkan 18 í kvöld en fyrstu tölur úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins verða kynntar klukkan 19. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20 Flokksþing veltur á Kragamönnum Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré 23. ágúst 2016 07:00 Sigmundur Davíð: „Svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ Formaður Framsóknarflokksins telur þó óvíst hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. 26. ágúst 2016 15:40 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins fer fram í Hofi á Akureyri í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins setur fundinn klukkan 12.30 en búist er við að fundurinn standi til klukkan 17. Sigmundur mun jafnframt halda ræðu á fundinum sem mun án efa vekja athygli en klukkan 16 verður tekin fyrir tillaga um boðun flokksþings sem fastlega er búist við að haldið verði fyrir þingkosningar sem verða í lok október. Í liðnum mánuði samþykkti meirihluti kjördæmisþinga flokksins að boða til flokksþing fyrir kosningar en samkvæmt reglum flokksins þarf að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinganna fer fram á það. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verða bornar upp tvær tillögur að dagsetningu flokksþings, annars vegar 1. október og hins vegar 8. október. Á flokksþingi er forysta flokksins kosin en það má segja að nokkur styr hafi staðið um Sigmund Davíð í kjölfar Panama-lekans og afsagnar hans sem forsætisráðherra. Ekki verður þó af öðru ráðið en að hann hyggist bjóða sig fram til formanns á nýjan leik og enn hefur enginn lýst yfir framboði gegn honum. Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, hefur helst verið nefnd sem mögulegur mótframbjóðandi Sigmundar til formanns þar sem hún hefur ekkert gefið út um það hvort hún myndi fara gegn sitjandi formanni eða ekki. Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður flokksins og forsætisráðherra hefur hins vegar útilokað að fara fram gegn sitjandi formanni og það hafa sömuleiðis Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra einnig gert. Það er einnig nóg um að vera hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni en prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi fara fram í dag. Þá lýkur flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi klukkan 17 en það hófst á fimmtudag. Úrslitin ættu að liggja fyrir um klukkan 18 í kvöld en fyrstu tölur úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins verða kynntar klukkan 19.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20 Flokksþing veltur á Kragamönnum Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré 23. ágúst 2016 07:00 Sigmundur Davíð: „Svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ Formaður Framsóknarflokksins telur þó óvíst hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. 26. ágúst 2016 15:40 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20
Flokksþing veltur á Kragamönnum Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í SV-kjördæmi verður haldið á fimmtudaginn. Þingmenn kjördæmisins vilja flokksþing og tillaga þess efnis getur knúið flokkinn til þess. Formaður flokksins hefur ekki svarað ítrekuðum tilraunum Fré 23. ágúst 2016 07:00
Sigmundur Davíð: „Svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ Formaður Framsóknarflokksins telur þó óvíst hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. 26. ágúst 2016 15:40