Ruglaðist á mömmu og systur hennar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2016 09:15 Mikael Aron, klár á körfuboltaæfinguna hjá KR. Vísir/GVA „Ég heiti Mikael Aron og ég er níu ára. Á ensku myndi ég segja; My name is Mikael Aron and I am nine years old.“ Þannig svarar Mikael Aron fyrstu spurningunni. Hann er í Melaskóla og uppáhaldsnámsgreinin hans er stærðfræði. „Mér finnst deiling skemmtilegust. Svo er ég nýbyrjaður í smíði og það er líka mjög skemmtilegt,“ segir hann en hvernig er dagurinn eftir skóla? Ég fer oftast beint að leika mér við vini mína eða fer á körfuboltaæfingar hjá KR sem eru þrisvar í viku. Við mamma förum líka mikið í sund, á kaffihús og í fótbolta. Ég hef mjög gaman af að leika mér í Playstation 4 og Nerf. Svo er ég alltaf að hlusta á tónlist en dansa ekki mikið. Fleiri áhugamál? Ég les bækur, fékk bókina Vélmennaárásin í afmælisgjöf, Ævar vísindamaður skrifaði hana, mjög góð bók. Á veturna fer ég svo oft á skíði með pabba mínum, ömmu og afa. Við skíðum bæði í Hlíðarfjalli á Akureyri og svo hef ég nokkrum sinnum farið í skíðaferðir til Austurríkis. Hvað var það markverðasta sem þú gerðir í sumar? Ég fór í útilegu á Snæfellsnesið og við tjölduðum á Arnarstapa. Ég fór dagsferð um nesið og sá til dæmis staðinn sem talið er líklegt að Axlar-Björn sé grafinn. Axlar-Björn er talinn vera þekktasti fjöldamorðingi Íslands. Hvað er það skrítnasta sem hefur hent þig? Það var rosalega skrítið þegar ég ruglaðist alveg á mömmu minni og systur hennar. Ég hélt sko að systir hennar mömmu væri mamma mín. En þær eru tvíburasystur og eru alveg nákvæmlega eins, jafn góðar og sætar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016. Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
„Ég heiti Mikael Aron og ég er níu ára. Á ensku myndi ég segja; My name is Mikael Aron and I am nine years old.“ Þannig svarar Mikael Aron fyrstu spurningunni. Hann er í Melaskóla og uppáhaldsnámsgreinin hans er stærðfræði. „Mér finnst deiling skemmtilegust. Svo er ég nýbyrjaður í smíði og það er líka mjög skemmtilegt,“ segir hann en hvernig er dagurinn eftir skóla? Ég fer oftast beint að leika mér við vini mína eða fer á körfuboltaæfingar hjá KR sem eru þrisvar í viku. Við mamma förum líka mikið í sund, á kaffihús og í fótbolta. Ég hef mjög gaman af að leika mér í Playstation 4 og Nerf. Svo er ég alltaf að hlusta á tónlist en dansa ekki mikið. Fleiri áhugamál? Ég les bækur, fékk bókina Vélmennaárásin í afmælisgjöf, Ævar vísindamaður skrifaði hana, mjög góð bók. Á veturna fer ég svo oft á skíði með pabba mínum, ömmu og afa. Við skíðum bæði í Hlíðarfjalli á Akureyri og svo hef ég nokkrum sinnum farið í skíðaferðir til Austurríkis. Hvað var það markverðasta sem þú gerðir í sumar? Ég fór í útilegu á Snæfellsnesið og við tjölduðum á Arnarstapa. Ég fór dagsferð um nesið og sá til dæmis staðinn sem talið er líklegt að Axlar-Björn sé grafinn. Axlar-Björn er talinn vera þekktasti fjöldamorðingi Íslands. Hvað er það skrítnasta sem hefur hent þig? Það var rosalega skrítið þegar ég ruglaðist alveg á mömmu minni og systur hennar. Ég hélt sko að systir hennar mömmu væri mamma mín. En þær eru tvíburasystur og eru alveg nákvæmlega eins, jafn góðar og sætar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016.
Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira