Mikil reiði hjá starfsmönnum Arion eftir hópuppsögnina Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2016 12:30 Sjötíu prósent þeirra sem misstu vinnuna í hópuppsögnum hjá Arion banka í gær eru konur. Vísir/GVA Sjötíu prósent þeirra sem misstu vinnuna í hópuppsögnum hjá Arion banka í gær eru konur. Meðal starfsaldur þeirra sem misstu vinnuna er um 15 ár en dreifingin nokkuð mikil, allt frá starfsfólki sem hefur verið hjá bankanum í tvö til þrjú ár og alveg upp í þrjátíu ár. „Það eru þá helst fullorðnar konur í útibúanetinu sem eru með lengsta starfsaldurinn,“ segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, í samtali við Vísi um málið. Meðal aldur þeirra sem misstu vinnuna er um 45 ár. Að því er fram kemur á vef Arion eru starfsmenn bankans 67 prósent konur og 33 prósent karlar. Fjörutíu og sex var sagt upp hjá Arion banka í gær og var þessi hópuppsögn rakin til þess að viðskiptavinir bankans kjósa fremur rafræna sjálfsafgreiðslu, heimabanka, öpp og hraðbanka, fremur en hefðbundna gjaldkeraþjónustu. Þetta þýðir að af þeim 46 sem misstu vinnuna voru 26 á viðskiptabankasviði sem inniheldur meðal annars útibú Arion og stoðeiningar við þá þjónustu. Af þeim voru 18 sem sinna gjaldkera eða þjónustufulltrúastörfum.Arion sagði helstu ástæðuna fyrir hópuppsögninni vera þá að viðskiptavinir bankans velji fremur rafræna sjálfsafgreiðslu.Vísir/GettyStærsta hópuppsögn ársins Samkvæmt upplýsingum hjá Vinnumálastofnun er þetta stærsta hópuppsögnin í ár. Síðasta hópuppsögn var í ágúst þegar 36 var sagt upp á einu brett, þar áður 23 í apríl, um 30 í mars, 28 í febrúar og 14 í janúar. Í fyrra voru 11 hópuppsagnir þar sem sú stærsta var 61 starfsmaður en fámennasta 14 en meðaltalið í þessum 11 var um 30 starfsmenn. Friðbert bendir á að í höfuðstöðvum Arion hafi 27 misst vinnuna en þar hafi fólki í öllum deildum verið sagt upp. Þeirra á meðal starfsfólk á lögfræðisviði, tölvudeild og fjárfestingabanka.Vekur upp reiði Starfsmenn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa átt í samtölum við þá sem misstu vinnuna hjá Arion banka í þessari hópuppsögn en Friðbert segist að sjálfsögðu greina mikla reiði hjá starfsmönnum. „Einn þriðji af starfsmönnum Arion banka er búinn að missa vinnuna frá hruni. Menn töldu að með því að fækka útibúum um helming og draga saman á flestum sviðum að þessu væri lokið, þannig að þegar sex prósent af fjöldanum missa vinnuna á einu bretti þá vekur það reiði. Svo er þetta alltaf viðkvæmara á minni stöðum úti á landi. Á Siglufirði er þjónusta fyrir lífeyrismál Arion. Þegar fimm til sex missa vinnuna á svona litlum stöðum hefur það mikil áhrif,“ segir Friðbert.Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka.Vísir/GVATíu milljarða hagnaður segir ekki alla söguna Arion banki segir breytingar á bankaþjónustu helstu ástæðuna fyrir þessari hópuppsögn, það er að fólk noti stafræna sjálfsafgreiðslu frekar en gjaldkeraþjónustu, en afkoma bankans á fyrstu sex mánuðum ársins var hins vegar undir væntingum. Hagnaðurinn var um 9,3 milljarðar en ávöxtun á eignum bankans ekki nema 9,3 prósent. Það kemur því kannski spánskt fyrir sjónir hjá venjulegu fólki að sjá hópuppsögn hjá banka sem skilar hátt í 10 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, segir ávallt erfitt að fara í svona breytingar en það verði hins vegar að horfa til þess að Arion banki sé stórt fyrirtæki með miklar eignir og umfangsmikla starfsemi og því segi hagnaðurinn ekki alla söguna. „Það gefur betri mynd af heilbrigði starfseminnar að horfa til arðsemi hennar fremur en hagnaðarins í krónum og þá er kannski ekki síst mikilvægt að horfa til þess hvernig grunnstarfsemin gengur, en arðsemi hennar það sem af er ári var undir væntingum,“ segir Haraldur. Arion banki sagði þessa þróun, að viðskiptavinir velji fremur stafræna þjónustu, hafa verið hraða undanfarin tvö ár en Haraldur segir erfitt að sjá fyrir hve hröð hún verður á næstu árum. „Viðskiptavinir okkar óska enn eftir hefðbundinni bankaþjónustu sem er veitt í útibúum okkar og meðan svo er þá munum við veita slíka þjónustu. Það er erfitt að meta hvernig þróunin verður en við gerum ráð fyrir því að vinsældir stafrænu þjónustunnar, þar sem fólk afgreiðir sig sjálft, muni halda áfram að aukast, hve hröð þróunin verður er hins vegar erfitt að spá fyrir um.“ Tengdar fréttir Hópuppsögn hjá Arion banka Afkoma bankans var undir væntingum á fyrstu sex mánuðum ársins. 28. september 2016 15:29 Höskuldur: Erfitt en nauðsynlegt að grípa til svona aðgerða Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, segir að um hagræðingaraðgerðir sé að ræða. 28. september 2016 19:15 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Sjötíu prósent þeirra sem misstu vinnuna í hópuppsögnum hjá Arion banka í gær eru konur. Meðal starfsaldur þeirra sem misstu vinnuna er um 15 ár en dreifingin nokkuð mikil, allt frá starfsfólki sem hefur verið hjá bankanum í tvö til þrjú ár og alveg upp í þrjátíu ár. „Það eru þá helst fullorðnar konur í útibúanetinu sem eru með lengsta starfsaldurinn,“ segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, í samtali við Vísi um málið. Meðal aldur þeirra sem misstu vinnuna er um 45 ár. Að því er fram kemur á vef Arion eru starfsmenn bankans 67 prósent konur og 33 prósent karlar. Fjörutíu og sex var sagt upp hjá Arion banka í gær og var þessi hópuppsögn rakin til þess að viðskiptavinir bankans kjósa fremur rafræna sjálfsafgreiðslu, heimabanka, öpp og hraðbanka, fremur en hefðbundna gjaldkeraþjónustu. Þetta þýðir að af þeim 46 sem misstu vinnuna voru 26 á viðskiptabankasviði sem inniheldur meðal annars útibú Arion og stoðeiningar við þá þjónustu. Af þeim voru 18 sem sinna gjaldkera eða þjónustufulltrúastörfum.Arion sagði helstu ástæðuna fyrir hópuppsögninni vera þá að viðskiptavinir bankans velji fremur rafræna sjálfsafgreiðslu.Vísir/GettyStærsta hópuppsögn ársins Samkvæmt upplýsingum hjá Vinnumálastofnun er þetta stærsta hópuppsögnin í ár. Síðasta hópuppsögn var í ágúst þegar 36 var sagt upp á einu brett, þar áður 23 í apríl, um 30 í mars, 28 í febrúar og 14 í janúar. Í fyrra voru 11 hópuppsagnir þar sem sú stærsta var 61 starfsmaður en fámennasta 14 en meðaltalið í þessum 11 var um 30 starfsmenn. Friðbert bendir á að í höfuðstöðvum Arion hafi 27 misst vinnuna en þar hafi fólki í öllum deildum verið sagt upp. Þeirra á meðal starfsfólk á lögfræðisviði, tölvudeild og fjárfestingabanka.Vekur upp reiði Starfsmenn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa átt í samtölum við þá sem misstu vinnuna hjá Arion banka í þessari hópuppsögn en Friðbert segist að sjálfsögðu greina mikla reiði hjá starfsmönnum. „Einn þriðji af starfsmönnum Arion banka er búinn að missa vinnuna frá hruni. Menn töldu að með því að fækka útibúum um helming og draga saman á flestum sviðum að þessu væri lokið, þannig að þegar sex prósent af fjöldanum missa vinnuna á einu bretti þá vekur það reiði. Svo er þetta alltaf viðkvæmara á minni stöðum úti á landi. Á Siglufirði er þjónusta fyrir lífeyrismál Arion. Þegar fimm til sex missa vinnuna á svona litlum stöðum hefur það mikil áhrif,“ segir Friðbert.Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka.Vísir/GVATíu milljarða hagnaður segir ekki alla söguna Arion banki segir breytingar á bankaþjónustu helstu ástæðuna fyrir þessari hópuppsögn, það er að fólk noti stafræna sjálfsafgreiðslu frekar en gjaldkeraþjónustu, en afkoma bankans á fyrstu sex mánuðum ársins var hins vegar undir væntingum. Hagnaðurinn var um 9,3 milljarðar en ávöxtun á eignum bankans ekki nema 9,3 prósent. Það kemur því kannski spánskt fyrir sjónir hjá venjulegu fólki að sjá hópuppsögn hjá banka sem skilar hátt í 10 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, segir ávallt erfitt að fara í svona breytingar en það verði hins vegar að horfa til þess að Arion banki sé stórt fyrirtæki með miklar eignir og umfangsmikla starfsemi og því segi hagnaðurinn ekki alla söguna. „Það gefur betri mynd af heilbrigði starfseminnar að horfa til arðsemi hennar fremur en hagnaðarins í krónum og þá er kannski ekki síst mikilvægt að horfa til þess hvernig grunnstarfsemin gengur, en arðsemi hennar það sem af er ári var undir væntingum,“ segir Haraldur. Arion banki sagði þessa þróun, að viðskiptavinir velji fremur stafræna þjónustu, hafa verið hraða undanfarin tvö ár en Haraldur segir erfitt að sjá fyrir hve hröð hún verður á næstu árum. „Viðskiptavinir okkar óska enn eftir hefðbundinni bankaþjónustu sem er veitt í útibúum okkar og meðan svo er þá munum við veita slíka þjónustu. Það er erfitt að meta hvernig þróunin verður en við gerum ráð fyrir því að vinsældir stafrænu þjónustunnar, þar sem fólk afgreiðir sig sjálft, muni halda áfram að aukast, hve hröð þróunin verður er hins vegar erfitt að spá fyrir um.“
Tengdar fréttir Hópuppsögn hjá Arion banka Afkoma bankans var undir væntingum á fyrstu sex mánuðum ársins. 28. september 2016 15:29 Höskuldur: Erfitt en nauðsynlegt að grípa til svona aðgerða Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, segir að um hagræðingaraðgerðir sé að ræða. 28. september 2016 19:15 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Hópuppsögn hjá Arion banka Afkoma bankans var undir væntingum á fyrstu sex mánuðum ársins. 28. september 2016 15:29
Höskuldur: Erfitt en nauðsynlegt að grípa til svona aðgerða Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, segir að um hagræðingaraðgerðir sé að ræða. 28. september 2016 19:15