Óttast að við verðum of háð túrismanum Sæunn Gísladóttir skrifar 28. september 2016 14:34 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir ferðaþjónustuna hafa mikil áhrif á rekstur Ölgerðarinnar. Vísir/Anton Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir ferðaþjónustuna hafa mikil áhrif á rekstur Ölgerðarinnar. Um leið óttast hann að við gætum orðið of háð henni. Þetta kom fram á Fjármálaþingi Íslandsbanka í hádeginu í dag sem haldið var á Reykjavík Hilton Nordica. Á þinginu var farið yfir efnahagshorfur í nýrri Þjóðhagsspá bankans 2016-2018. „Spáin fyllir mann bjartsýni og líka ótta. Ég óttast gengismálin og mikið flökt og að við verðum of háð túrismanum. Ferðaþjónustan hefur áhrif á okkur. Sala inn í hótel og veitingahús er að aukast mikið hjá okkur og er 40 prósent vöxtur á þessu ári,” sagði Andri Þór. Þá sagði hann sölu á bjór hafa tekið mikið stökk en þó ekki náð hámarki neyslunnar: „Það var 2009, þá var sala á bjór sú mesta sem hefur verið. Kannski menn að drekka sorgum sínum þá?” sagði Andri Þór við hlátrasköll í salnum. Ásamt Andra voru í umræðunum Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair og formaður Samtka atvinnulífsins, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS og Hrund Rudólfsdóttir, forstjóri Veritas. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, var fundarstjóri.5,1% hagvöxtur 2017Greining Íslandsbanka spáir kröftugum hagvexti í ár eða 4,9 prósent og á næsta ári er spáð 5,1 prósent hagvexti. Er þetta meiri hagvöxtur en mælst hefur hér á landi um árabil. Í kjölfarið er reiknað með hægari hagvexti árið 2018 eða 3,0 prósent. Landsframleiðsla á mann hefur aukist töluvert og mælist nú mikil í alþjóðlegum samanburði. Jafnframt hafa þættir í afkomu heimila þróast með hagfelldum hætti og stutt við vöxt einkaneyslu. Má þá helst nefna kaupmátt launa, störfum hefur fjölgað og atvinnuleysi hjaðnað. Spáir Greining Íslandsbanka því að þessi hagfelda þróun haldi áfram.Hér má nálgast skýrsluna. Íslenskur bjór Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Erlendir ferðamenn eyða sem aldrei fyrr hér á landi Talsverð aukning er á eyðslu ferðamanna hér á landi á milli ára. 22. september 2016 09:43 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir ferðaþjónustuna hafa mikil áhrif á rekstur Ölgerðarinnar. Um leið óttast hann að við gætum orðið of háð henni. Þetta kom fram á Fjármálaþingi Íslandsbanka í hádeginu í dag sem haldið var á Reykjavík Hilton Nordica. Á þinginu var farið yfir efnahagshorfur í nýrri Þjóðhagsspá bankans 2016-2018. „Spáin fyllir mann bjartsýni og líka ótta. Ég óttast gengismálin og mikið flökt og að við verðum of háð túrismanum. Ferðaþjónustan hefur áhrif á okkur. Sala inn í hótel og veitingahús er að aukast mikið hjá okkur og er 40 prósent vöxtur á þessu ári,” sagði Andri Þór. Þá sagði hann sölu á bjór hafa tekið mikið stökk en þó ekki náð hámarki neyslunnar: „Það var 2009, þá var sala á bjór sú mesta sem hefur verið. Kannski menn að drekka sorgum sínum þá?” sagði Andri Þór við hlátrasköll í salnum. Ásamt Andra voru í umræðunum Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair og formaður Samtka atvinnulífsins, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS og Hrund Rudólfsdóttir, forstjóri Veritas. Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka, var fundarstjóri.5,1% hagvöxtur 2017Greining Íslandsbanka spáir kröftugum hagvexti í ár eða 4,9 prósent og á næsta ári er spáð 5,1 prósent hagvexti. Er þetta meiri hagvöxtur en mælst hefur hér á landi um árabil. Í kjölfarið er reiknað með hægari hagvexti árið 2018 eða 3,0 prósent. Landsframleiðsla á mann hefur aukist töluvert og mælist nú mikil í alþjóðlegum samanburði. Jafnframt hafa þættir í afkomu heimila þróast með hagfelldum hætti og stutt við vöxt einkaneyslu. Má þá helst nefna kaupmátt launa, störfum hefur fjölgað og atvinnuleysi hjaðnað. Spáir Greining Íslandsbanka því að þessi hagfelda þróun haldi áfram.Hér má nálgast skýrsluna.
Íslenskur bjór Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Erlendir ferðamenn eyða sem aldrei fyrr hér á landi Talsverð aukning er á eyðslu ferðamanna hér á landi á milli ára. 22. september 2016 09:43 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00
Erlendir ferðamenn eyða sem aldrei fyrr hér á landi Talsverð aukning er á eyðslu ferðamanna hér á landi á milli ára. 22. september 2016 09:43