Sport

Bandaríkin aldrei verið frábær fyrir litað fólk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Colin Kaepernick.
Colin Kaepernick. vísir/getty
NFL-leikstjórnandinn Colin Kaepernick hefur nú svarað orðum forsetaframbjóðandans Donald Trump um að hann ætti að finna sér nýtt land til að búa í.

Mótmæli Kaepernick hafa vakið heimsathygli en hann fer niður á hné er þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki liðs hans, San Francisco 49ers. Með því er hann að mótmæla lögregluofbeldi og kúgun svartra í Bandaríkjunum.

„Mér finnst þetta vera skelfilegt. Hann ætti kannski að finna sér nýtt land sem er betra fyrir hann,“ sagði Trump er hann var spurður út í mótmælin á sínum tíma.

„Hann er alltaf að tala um að gera Bandaríkin frábær aftur,“ sagði Kaepernick um Trump. „Bandaríkin hafa aldrei verið frábær fyrir litað fólk. Það er eitthvað sem þarf að tala um. Hvernig væri að gera Bandaríkin frábær í fyrsta sinn?“

Boltinn er þar með kominn til Trump á ný og bíða eflaust margir spenntir eftir næstu viðbröðgðum.


Tengdar fréttir

Kaepernick á forsíðu Time

Colin Kaepernick, leikmaður San Francisco 49ers í NFL-deildinni og einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna, prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins Time.

Treyja Kaepernick selst sem aldrei fyrr

Þótt mótmæli Colins Kaepernick, leikstjórnanda San Fransisco 49ers í NFL-deildinni vestanhafs, hafi mælst misvel fyrir seljast treyjur með nafni hans sem aldrei fyrr.

Kaepernick hefur fengið morðhótanir

Colin Kaepernick, einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna, segist hafa fengið morðhótanir vegna mótmæla sinna á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna er fluttur fyrir leiki í NFL-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×