Trump ánægður með frammistöðuna í kappræðunum: Vildi ekki gera Clinton vandræðalega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2016 08:42 Trump í kappræðunum á mánudaginn. vísir/getty Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída á kosningafundi í nótt og gerði meðal annars fyrstu sjónvarpskappræður sínar við Hillary Clinton að umtalsefni, en þær fóru fram á mánudag. Hann sagði stuðningsmönnum sínum að hann hefði verið að halda aftur af sér því hann vildi ekki „gera hana vandræðalega.“ Í umfjöllun Guardian um kosningafundinn kemur fram að Trump hafi sagt að hver einasta könnun sýndi að hann hefði unnið kappræðurnar en vitnaði þó einungis í internetkannanir. Að því er fram kemur í frétt Guardian hafa allar vísindalegar kannanir sem gerðar hafa verið á frammistöðu þeirra Trump og Clinton sýnt að áhorfendur telja þá síðarnefndu hafa staðið sig betur. Trump gagnrýndi fjölmiðla harðlega á kosningafundinum og sagði stóru fjölmiðlarisana vera spillta. Þá gagnrýndi hann einnig Lester Holt, fréttamann NBC, sem stjórnaði kappræðunum en á kosningafundinum lýsti Trump því hvernig honum hefði liðið þegar hann steig á sviðið. „Ég dró andann djúpt og ímyndaði mér að ég væri að fara að tala við fjölskylduna mína,“ sagði Trump. Hann rifjaði síðan upp það sem hann sagði vera bestu frasana sína úr kappræðunum, eins og til dæmis „Þú ert með reynslu en reynslan þín er slæm,“ auk þess sem hann hrósaði sjálfum sér fyrir að standa sig vel þegar kom að því að ræða alþjóðaviðskipti. Þá ítrekaði hann þá fullyrðingu sína, sem hrakin var af staðreyndavakt fjölmargra fjölmiðla á meðan á kappræðunum stóð, að hann hefði ekki stutt innrásina í Írak. „Og trúa mér ekki allir þegar ég segi að ég var á móti innrásinni í Írak?“ spurði hann á kosningafundinum í gær. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16 Satt og logið hjá Clinton og Trump Trump var óneitanlega duglegri við að teygja á sannleikanum en mótframbjóðandi sinn. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída á kosningafundi í nótt og gerði meðal annars fyrstu sjónvarpskappræður sínar við Hillary Clinton að umtalsefni, en þær fóru fram á mánudag. Hann sagði stuðningsmönnum sínum að hann hefði verið að halda aftur af sér því hann vildi ekki „gera hana vandræðalega.“ Í umfjöllun Guardian um kosningafundinn kemur fram að Trump hafi sagt að hver einasta könnun sýndi að hann hefði unnið kappræðurnar en vitnaði þó einungis í internetkannanir. Að því er fram kemur í frétt Guardian hafa allar vísindalegar kannanir sem gerðar hafa verið á frammistöðu þeirra Trump og Clinton sýnt að áhorfendur telja þá síðarnefndu hafa staðið sig betur. Trump gagnrýndi fjölmiðla harðlega á kosningafundinum og sagði stóru fjölmiðlarisana vera spillta. Þá gagnrýndi hann einnig Lester Holt, fréttamann NBC, sem stjórnaði kappræðunum en á kosningafundinum lýsti Trump því hvernig honum hefði liðið þegar hann steig á sviðið. „Ég dró andann djúpt og ímyndaði mér að ég væri að fara að tala við fjölskylduna mína,“ sagði Trump. Hann rifjaði síðan upp það sem hann sagði vera bestu frasana sína úr kappræðunum, eins og til dæmis „Þú ert með reynslu en reynslan þín er slæm,“ auk þess sem hann hrósaði sjálfum sér fyrir að standa sig vel þegar kom að því að ræða alþjóðaviðskipti. Þá ítrekaði hann þá fullyrðingu sína, sem hrakin var af staðreyndavakt fjölmargra fjölmiðla á meðan á kappræðunum stóð, að hann hefði ekki stutt innrásina í Írak. „Og trúa mér ekki allir þegar ég segi að ég var á móti innrásinni í Írak?“ spurði hann á kosningafundinum í gær.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16 Satt og logið hjá Clinton og Trump Trump var óneitanlega duglegri við að teygja á sannleikanum en mótframbjóðandi sinn. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38
Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16
Satt og logið hjá Clinton og Trump Trump var óneitanlega duglegri við að teygja á sannleikanum en mótframbjóðandi sinn. 27. september 2016 12:30