Erlent

Trump ætlar að vera ágengari í næstu kappræðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá kappræðunum í nótt.
Frá kappræðunum í nótt. Vísir/Getty
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segist ætla að „berja fastar frá sér“ í næstu kappræðum sínum við Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins. Það hefur hann hrósaði sjálfum sér í dag fyrir að hafa ekki dregið upp framhjáhald Bill Clinton, eiginmanns Hillary og fyrrverandi forseta.

Trump var í vörn seinni hluta kappræðanna vegna skattamála sinna, viðhorfs síns og sögu gangvart þeldökku fólki og vegna framkomu sinnar við konur. Trump var í viðtali við stjórnendur Fox & Friends í dag. Þar kom hann að því þegar Clinton gaf í skyn að hann væri karlremba.

„Ég ætlaði að varpa fram konum eiginmanns hennar en ég ákvað að ég ætti ekki að gera þar sem Chelsea [dóttir hennar] var í salnum,“ sagði Trump.

Reuters fréttaveitan rifjar hins vegar upp að stóð Trump stóð sjálfur í umtöluðu framhjáhaldi á árum áður. Þegar hann var giftur Ivanka Trump, hélt hann fram hjá henni með Marla Maples, sem varð svo seinni eiginkona hans. Hann er nú giftur Melania Trump.

Í samtali sínu við F&F sagði Trump einnig að Lester Holt, spyrill gærkvöldins, hefði spurt hann ósanngjarnra spurninga og að hljóðnemi hans hefði verið mjög lélegur.

Hillary Clinton ræddi við blaðamenn um ummæli Trump í dag og sagði að hver sá „sem kvartaði undan hljóðnemanum væri ekki að eiga gott kvöld“.

Til stendur að halda tvær kappræður til vibótar, 9. og 19. október.

Ummæli Trump um konur Bill Clinton má heyra eftir 2:50.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×