Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Una Sighvatsdóttir skrifar 26. september 2016 21:00 Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum.Hundrað milljónir munu horfa Nú eru aðeins sex vikur eftir þar til Bandaríkjamenn velja sér nýjan forseta, kosningabaráttan er því á lokametrunum og það mikilvægasta er framundan. Búist er við að um í 100 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á fyrstu sjónvarpskappræðurnar af þremur, sem fram fara í Hofstra háskóla í New York í kvöld. Gangi það eftir verða kappræðurnar þriðji stærsti sjónvarpsviðburður bandarískrar sögu.Því er spáð að 100 milljónir horfi á Clinton og Trump etja kappi í kvöld og verða kappræðurnar þar með þriðji stærsti sjónvarpsviðburður bandarískrar sögu.Vinsælla en lokaþáttur Friends Aldrei hafa fleiri Bandaríkjamenn horft á sjónvarp í einu en yfir SuperBowl úrslitaleiknum árið 2010, eða rúmar 111 milljónir, en þess utan eiga sæti á topplistanum lokaþættir þriggja vinsælla sjónvarpsþátta, þ.e. M*A*S*H, Staupasteins og Friends. Trump og Clinton verða hinsvegar þeir forsetaframbjóðendur sem flestir horfa á, því þau munu að líkindum slá metið sem Reagan og Carter settu 1980.Óvinsælustu frambjóðendur allra tíma Þessar miklu væntingar um áhorf skýrast að hluta af því hversu umdeild þau Clinton og Trump eru bæði, því aldrei hafa tveir forsetaframbjóðendur verið jafn illa liðnir meðal almennings. Mjótt hefur verið á mununum milli þeirra samkvæmt skoðanakönnunum og ef kosið væri í dag segjast rúm 30% ætla að kjósa Trump en tæp 40% vilja Clinton. Mjótt hefur verið á munum milli Clinton og Trump en hún nyti þó forystu, ef kosið væri í dag, samkvæmt skoðanakönnun Reuters.Hún hefur því forystuna og virðist meðal annars sem framkoma hennar í þætti grínistans Zach Galifianakis um helgina hafi verið vel heppnuð. Clinton veitir ekki af því henni hefur reynst erfitt að hrífa fólk með sér og segja stjórnmálaskýrendur að jafnvel þótt hún segi allt rétt í kvöld gæti hún samt tapað kappræðunum með því að takast ekki að láta fólki líka við sig.Cinton kemur þaulundirbúin til leiks Trump er hinsvegar vanur sjónvarpsmaður og það var meðal annars frammistaða hans í sjónvarpskappræðum innan repúblikanaflokksins sem skiluðu honum útnefningu flokksins. Clinton er sögð hafa undirbúið sig með heilu herliði ráðgjafa umræðurnar í kvöld á meðan Trump treystir á nokkra lykilmenn og sjálfa sig. Kappræðurnar standa í 90 mínútur og skiptast í sex efnisflokka, þar sem þrír eru tilkynntir fyrirfram en þrír verða óundirbúnir. Útsendingin hefst klukkan níu að staðartíma í New York, eitt eftir miðnætti á Íslandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum.Hundrað milljónir munu horfa Nú eru aðeins sex vikur eftir þar til Bandaríkjamenn velja sér nýjan forseta, kosningabaráttan er því á lokametrunum og það mikilvægasta er framundan. Búist er við að um í 100 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á fyrstu sjónvarpskappræðurnar af þremur, sem fram fara í Hofstra háskóla í New York í kvöld. Gangi það eftir verða kappræðurnar þriðji stærsti sjónvarpsviðburður bandarískrar sögu.Því er spáð að 100 milljónir horfi á Clinton og Trump etja kappi í kvöld og verða kappræðurnar þar með þriðji stærsti sjónvarpsviðburður bandarískrar sögu.Vinsælla en lokaþáttur Friends Aldrei hafa fleiri Bandaríkjamenn horft á sjónvarp í einu en yfir SuperBowl úrslitaleiknum árið 2010, eða rúmar 111 milljónir, en þess utan eiga sæti á topplistanum lokaþættir þriggja vinsælla sjónvarpsþátta, þ.e. M*A*S*H, Staupasteins og Friends. Trump og Clinton verða hinsvegar þeir forsetaframbjóðendur sem flestir horfa á, því þau munu að líkindum slá metið sem Reagan og Carter settu 1980.Óvinsælustu frambjóðendur allra tíma Þessar miklu væntingar um áhorf skýrast að hluta af því hversu umdeild þau Clinton og Trump eru bæði, því aldrei hafa tveir forsetaframbjóðendur verið jafn illa liðnir meðal almennings. Mjótt hefur verið á mununum milli þeirra samkvæmt skoðanakönnunum og ef kosið væri í dag segjast rúm 30% ætla að kjósa Trump en tæp 40% vilja Clinton. Mjótt hefur verið á munum milli Clinton og Trump en hún nyti þó forystu, ef kosið væri í dag, samkvæmt skoðanakönnun Reuters.Hún hefur því forystuna og virðist meðal annars sem framkoma hennar í þætti grínistans Zach Galifianakis um helgina hafi verið vel heppnuð. Clinton veitir ekki af því henni hefur reynst erfitt að hrífa fólk með sér og segja stjórnmálaskýrendur að jafnvel þótt hún segi allt rétt í kvöld gæti hún samt tapað kappræðunum með því að takast ekki að láta fólki líka við sig.Cinton kemur þaulundirbúin til leiks Trump er hinsvegar vanur sjónvarpsmaður og það var meðal annars frammistaða hans í sjónvarpskappræðum innan repúblikanaflokksins sem skiluðu honum útnefningu flokksins. Clinton er sögð hafa undirbúið sig með heilu herliði ráðgjafa umræðurnar í kvöld á meðan Trump treystir á nokkra lykilmenn og sjálfa sig. Kappræðurnar standa í 90 mínútur og skiptast í sex efnisflokka, þar sem þrír eru tilkynntir fyrirfram en þrír verða óundirbúnir. Útsendingin hefst klukkan níu að staðartíma í New York, eitt eftir miðnætti á Íslandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira