Ívar vill aðgerðir gegn dýrum flugfargjöldum Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2016 18:45 Knattspyrnukappinn og gistihúsaeigandinn Ívar Ingimarsson segir há flugfargjöld ógna byggð úti á landi, - niðurgreiðsla flugfargjalda sé ein áhrifaríkasta byggðastefnan. Rætt var við Ívar í fréttum Stöðvar 2 en viðtalið var tekið á Egilsstaðaflugvelli. Þegar Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson flutti heim til Íslands eftir atvinnumannsferil í Englandi ákváðu hann og eiginkona hans, Breiðdælingurinn Hrefna Dagbjört Arnardóttir, að setjast að með börnum sínum nærri æskuslóðunum á Austurlandi og hasla sér völl í ferðaþjónustu fyrir austan. Eftir fjögurra ára búsetu á Egilsstöðum er það mat Ívars að flugfargjöld innanlands séu eitt stærsta byggðamálið. Hann nefnir sem dæmi að almennt fargjald fram og til baka milli Egilsstaða og Reykjavíkur sé 52 þúsund krónur. Það raski því jafnræði sem ætti að vera á milli landsmanna. „Og það hallar mjög á landsbyggðina. Ég held að þetta valdi því meðal annars að fólk setjist ekki að hérna og að fyrirtæki eru ekki stofnuð hérna,“ segir Ívar. Bombardier-vél Flugfélags Íslands á Egilsstaðaflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þetta er kannski það sem brennur einna heitast á íbúum þeirra héraða sem liggja lengst frá Reykjavík, að það skuli iðulega kosta jafnvel meira að fljúga innanlands heldur en til evrópskra stórborga. Ívar bendir á að stór hluti opinberrar þjónustu sé í Reykjavík sem landsbyggðarfólk hljóti að eiga jafnan rétt á að njóta. „Eigum við að tala um Þjóðleikhús? Hörpu? Eigum við að tala um Landspítalann? Um stjórnsýsluna? Bara nefnum það. Við höfum ekki efni á að hafa þetta úti á landi. En það bara gleymdist að gefa okkur efni á því að sækja þessa þjónustu suður. Og mér finnst það alveg fáránlegt,“ segir Ívar. Þá snúist þetta ekki síður um fjölskyldutengsl; að mæta í fermingar, skírnir, afmælisveislur og jafnvel jarðafarir. „Á endanum er það þetta sem skiptir svolítið máli. Og menn gefast upp og enda svo í bænum.“ Algengt sé að foreldrar flytji suður á eftir börnunum sínum. „Börnin fara suður. Þau stofna fjölskyldu þar og það koma barnabörn í heiminn. Og hvað ætla menn að gera? Borga 104 þúsund krónur fyrir afa og ömmu til að kíkja á barnabörnin sín? Eða borga fyrir fjögurra manna fjölskyldu til að koma hingað austur? Þetta er bara ekkert að gerast,“ segir Ívar.Flugtak frá Egilsstöðum. Það kostar 104 þúsund krónur fyrir afa og ömmu að heimsækja barnabörnin, miðað við almennt fargjald milli Egilsstaða og Reykjavíkur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Niðurgreiðsla flugfargjalda til þeirra sem búa lengst frá þjónustunni, eins og gert sé í Skotlandi, sé áhrifaríkasta leiðin, að mati Ívars, og kveðst vísa til tillögu Jónu Árnýjar Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Austurbrúar. „Þar er innanlandsflugið niðurgreitt um allt að fimmtíu prósent fyrir þá aðila sem eru með lögheimili á svæðinu. Þetta má, þetta er löglegt, og þetta snýst bara um vilja og áhuga stjórnmálamanna og stjórnvalda. Ef menn vilja alvöru byggðastefnu þá er þetta fljótlegasta leiðin til að bæta úr því ójafnvægi sem hefur átt sér stað. Ef menn vilja að allir búi í Reykjavík, - besta mál, - þá skulum við ekki gera neitt. En þetta er mjög fljótleg leið til þess að laga þetta." Ítarlega var rætt við Ívar Ingimarsson um sýn hans á byggðamálin hér í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í desember 2012. Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. 2. desember 2012 20:32 Áskorun Ívars: Finnið lausn á Nubo-málinu! Knattspyrnukappinn Ívar Ingimarsson, sem er að byggja upp ferðaþjónustu á Austurlandi, segir að það yrði grátlegt ef Íslendingar köstuðu frá sér milljarða fjárfestingartækifæri á Grímsstöðum vegna hræðslu við útlendinga. Ívar telur að stærstu tækifæri til að efla landsbyggðina felist í ferðaþjónustu og sjálfur er hann að hefja smíði gistihúss á jörð sinni í Stöðvarfirði. Hann vill að stjórnvöld bjóði Nubo velkominn. 8. desember 2012 20:13 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Knattspyrnukappinn og gistihúsaeigandinn Ívar Ingimarsson segir há flugfargjöld ógna byggð úti á landi, - niðurgreiðsla flugfargjalda sé ein áhrifaríkasta byggðastefnan. Rætt var við Ívar í fréttum Stöðvar 2 en viðtalið var tekið á Egilsstaðaflugvelli. Þegar Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson flutti heim til Íslands eftir atvinnumannsferil í Englandi ákváðu hann og eiginkona hans, Breiðdælingurinn Hrefna Dagbjört Arnardóttir, að setjast að með börnum sínum nærri æskuslóðunum á Austurlandi og hasla sér völl í ferðaþjónustu fyrir austan. Eftir fjögurra ára búsetu á Egilsstöðum er það mat Ívars að flugfargjöld innanlands séu eitt stærsta byggðamálið. Hann nefnir sem dæmi að almennt fargjald fram og til baka milli Egilsstaða og Reykjavíkur sé 52 þúsund krónur. Það raski því jafnræði sem ætti að vera á milli landsmanna. „Og það hallar mjög á landsbyggðina. Ég held að þetta valdi því meðal annars að fólk setjist ekki að hérna og að fyrirtæki eru ekki stofnuð hérna,“ segir Ívar. Bombardier-vél Flugfélags Íslands á Egilsstaðaflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þetta er kannski það sem brennur einna heitast á íbúum þeirra héraða sem liggja lengst frá Reykjavík, að það skuli iðulega kosta jafnvel meira að fljúga innanlands heldur en til evrópskra stórborga. Ívar bendir á að stór hluti opinberrar þjónustu sé í Reykjavík sem landsbyggðarfólk hljóti að eiga jafnan rétt á að njóta. „Eigum við að tala um Þjóðleikhús? Hörpu? Eigum við að tala um Landspítalann? Um stjórnsýsluna? Bara nefnum það. Við höfum ekki efni á að hafa þetta úti á landi. En það bara gleymdist að gefa okkur efni á því að sækja þessa þjónustu suður. Og mér finnst það alveg fáránlegt,“ segir Ívar. Þá snúist þetta ekki síður um fjölskyldutengsl; að mæta í fermingar, skírnir, afmælisveislur og jafnvel jarðafarir. „Á endanum er það þetta sem skiptir svolítið máli. Og menn gefast upp og enda svo í bænum.“ Algengt sé að foreldrar flytji suður á eftir börnunum sínum. „Börnin fara suður. Þau stofna fjölskyldu þar og það koma barnabörn í heiminn. Og hvað ætla menn að gera? Borga 104 þúsund krónur fyrir afa og ömmu til að kíkja á barnabörnin sín? Eða borga fyrir fjögurra manna fjölskyldu til að koma hingað austur? Þetta er bara ekkert að gerast,“ segir Ívar.Flugtak frá Egilsstöðum. Það kostar 104 þúsund krónur fyrir afa og ömmu að heimsækja barnabörnin, miðað við almennt fargjald milli Egilsstaða og Reykjavíkur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Niðurgreiðsla flugfargjalda til þeirra sem búa lengst frá þjónustunni, eins og gert sé í Skotlandi, sé áhrifaríkasta leiðin, að mati Ívars, og kveðst vísa til tillögu Jónu Árnýjar Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Austurbrúar. „Þar er innanlandsflugið niðurgreitt um allt að fimmtíu prósent fyrir þá aðila sem eru með lögheimili á svæðinu. Þetta má, þetta er löglegt, og þetta snýst bara um vilja og áhuga stjórnmálamanna og stjórnvalda. Ef menn vilja alvöru byggðastefnu þá er þetta fljótlegasta leiðin til að bæta úr því ójafnvægi sem hefur átt sér stað. Ef menn vilja að allir búi í Reykjavík, - besta mál, - þá skulum við ekki gera neitt. En þetta er mjög fljótleg leið til þess að laga þetta." Ítarlega var rætt við Ívar Ingimarsson um sýn hans á byggðamálin hér í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í desember 2012.
Fljótsdalshérað Um land allt Tengdar fréttir Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. 2. desember 2012 20:32 Áskorun Ívars: Finnið lausn á Nubo-málinu! Knattspyrnukappinn Ívar Ingimarsson, sem er að byggja upp ferðaþjónustu á Austurlandi, segir að það yrði grátlegt ef Íslendingar köstuðu frá sér milljarða fjárfestingartækifæri á Grímsstöðum vegna hræðslu við útlendinga. Ívar telur að stærstu tækifæri til að efla landsbyggðina felist í ferðaþjónustu og sjálfur er hann að hefja smíði gistihúss á jörð sinni í Stöðvarfirði. Hann vill að stjórnvöld bjóði Nubo velkominn. 8. desember 2012 20:13 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ívar byggir gistihús í Stöðvarfirði Ívar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, hefur ákveðið að snúa sér að ferðaþjónustu á Austfjörðum og er að hefja smíði gistihúss í botni Stöðvarfjarðar. 2. desember 2012 20:32
Áskorun Ívars: Finnið lausn á Nubo-málinu! Knattspyrnukappinn Ívar Ingimarsson, sem er að byggja upp ferðaþjónustu á Austurlandi, segir að það yrði grátlegt ef Íslendingar köstuðu frá sér milljarða fjárfestingartækifæri á Grímsstöðum vegna hræðslu við útlendinga. Ívar telur að stærstu tækifæri til að efla landsbyggðina felist í ferðaþjónustu og sjálfur er hann að hefja smíði gistihúss á jörð sinni í Stöðvarfirði. Hann vill að stjórnvöld bjóði Nubo velkominn. 8. desember 2012 20:13