Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 25-21 | Valsmenn komnir á blað Ingvi Þór Sæmundsson í Valshöllinni skrifar 22. september 2016 21:30 Valur vann sinn fyrsta leik í Olís-deild karla á tímabilinu þegar Íslandsmeistarar Hauka komu í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 25-21, Val í vil. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Valsmenn náðu aðeins að slíta sig frá Haukum undir lok hans og fóru með þriggja marka forystu, 14-11, til búningsherbergja. Heimamenn hófu svo seinni hálfleikinn af fítonskrafti, skoruðu fyrstu fjögur mörk hans og náðu sjö marka forystu, 18-11. Það bil reyndist of breitt fyrir Íslandsmeistarana sem voru ólíkir sjálfum sér í kvöld. Haukar fóru skelfilega illa með færin sín í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu þeir í mestu vandræðum með að finna lausnir á sterkum varnarleik Vals. Alltof margir leikmenn Hauka spiluðu undir pari og sóknarleikurinn var hægur og fyrirsjáanlegur. Á meðan voru Valsmenn afar skynsamir í sínum sóknarleik og fóru sér að engu óðslega. Tapaðir boltar voru full margir í fyrri hálfleik en þeim fækkaði í þeim seinni. Króatíska skyttan Josip Juric lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld og stóð sig vel. Hann skoraði fimm mörk og var ógnandi. Anton Rúnarsson átti sömuleiðis góðan leik sem og Ýmir Örn Gíslason sem leysti stöðu hægri skyttu virkilega vel. Anton var markahæstur í liði Vals með sex mörk en Juric og Vignir Stefánsson komu næstir með fimm mörk hvor. Hjá Haukum var Adam Haukur Baumruk atkvæðamestur með sex mörk og Guðmundur Árni Ólafsson, sem sá boltann varla í seinni hálfleik, kom næstur með fjögur mörk. Markverðir liðanna áttu báðir góðan leik. Hlynur Morthens varði 13 skot í marki Vals, mörg hver á mikilvægum augnablikum, á meðan Giedrius Morkunas tók 21 skot í Haukamarkinu. Bæði lið eru með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar sem langt undir væntingum, sérstaklega hjá Haukum sem eru búnir að tapa jafn mörgum leikjum og þeir gerðu allt tímabilið í Olís-deildinni í fyrra.Guðlaugur: Spiluðum vel í 60 mínútur Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, kvaðst ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Við spiluðum vel í 60 mínútur og það var enginn vondur kafli í leiknum. Vörn, markvarsla og heilsteyptur sóknarleikur skóp þetta,“ sagði Guðlaugur eftir leik. „Við áttum góðan leik og vorum í raun betri á öllum sviðum.“ Varnarleikur Vals var mjög öflugur, þá sérstaklega í seinni hálfleik þar sem Haukar áttu í mestu vandræðum með að skapa sér færi. „Ég er ánægður með hvernig við stigum upp í vörninni. Þetta var besti varnarleikur sem við höfum sýnt á tímabilinu og ég er ánægður með framfarirnar þar,“ sagði Guðlaugur. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á tímabilinu en þeir fóru hægt af stað og töpuðu fyrstu þremur leikjum sínum. En eru Valsmenn loksins komnir í gang? „Ég myndi segja það,“ sagði Guðlaugur ákveðinn að lokum.Gunnar: Byrjunin á tímabilinu vonbrigði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, sagði slakan sóknarleik hafa orðið sínum mönnum að falli gegn Val í kvöld. „Sóknin var ekki nógu beitt. Við vorum óvenju staðir og hægir þar og það vantaði flæði og hraða. Svo þurfum við að gefa Bubba [Hlyni Morthens, markverði Vals] kredit, hann tók mörg dauðafæri, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Gunnar. Valsmenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, og skoruðu svo fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik. „Við vorum lengi í gang og brotnuðum kannski aðeins. Ég held við höfum farið með 8-9 dauðafæri í fyrri hálfleik sem var erfitt. En við komum til baka eftir mótlætið í byrjun seinni hálfleiks og fengum tækifæri til að komast inn í leikinn,“ sagði Gunnar. En hvað vantaði upp á svo Haukar næðu að jafna metin undir lok leiksins? „Betri nýtingu og betri sóknarleik. Við erum ánægðir með vörnina. Það er erfitt að eiga við þá því þeir fá að spila mjög lengi,“ sagði Gunnar sem er ósáttur með uppskeruna til þessa á tímabilinu en Haukar eru aðeins með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. „Þetta eru vonbrigði. Ég er ekki ánægður með þetta og við þurfum að vinna vel í okkar málum og leggja mikið á okkur,“ sagði Gunnar að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Valur vann sinn fyrsta leik í Olís-deild karla á tímabilinu þegar Íslandsmeistarar Hauka komu í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 25-21, Val í vil. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Valsmenn náðu aðeins að slíta sig frá Haukum undir lok hans og fóru með þriggja marka forystu, 14-11, til búningsherbergja. Heimamenn hófu svo seinni hálfleikinn af fítonskrafti, skoruðu fyrstu fjögur mörk hans og náðu sjö marka forystu, 18-11. Það bil reyndist of breitt fyrir Íslandsmeistarana sem voru ólíkir sjálfum sér í kvöld. Haukar fóru skelfilega illa með færin sín í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu þeir í mestu vandræðum með að finna lausnir á sterkum varnarleik Vals. Alltof margir leikmenn Hauka spiluðu undir pari og sóknarleikurinn var hægur og fyrirsjáanlegur. Á meðan voru Valsmenn afar skynsamir í sínum sóknarleik og fóru sér að engu óðslega. Tapaðir boltar voru full margir í fyrri hálfleik en þeim fækkaði í þeim seinni. Króatíska skyttan Josip Juric lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld og stóð sig vel. Hann skoraði fimm mörk og var ógnandi. Anton Rúnarsson átti sömuleiðis góðan leik sem og Ýmir Örn Gíslason sem leysti stöðu hægri skyttu virkilega vel. Anton var markahæstur í liði Vals með sex mörk en Juric og Vignir Stefánsson komu næstir með fimm mörk hvor. Hjá Haukum var Adam Haukur Baumruk atkvæðamestur með sex mörk og Guðmundur Árni Ólafsson, sem sá boltann varla í seinni hálfleik, kom næstur með fjögur mörk. Markverðir liðanna áttu báðir góðan leik. Hlynur Morthens varði 13 skot í marki Vals, mörg hver á mikilvægum augnablikum, á meðan Giedrius Morkunas tók 21 skot í Haukamarkinu. Bæði lið eru með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar sem langt undir væntingum, sérstaklega hjá Haukum sem eru búnir að tapa jafn mörgum leikjum og þeir gerðu allt tímabilið í Olís-deildinni í fyrra.Guðlaugur: Spiluðum vel í 60 mínútur Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, kvaðst ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. „Við spiluðum vel í 60 mínútur og það var enginn vondur kafli í leiknum. Vörn, markvarsla og heilsteyptur sóknarleikur skóp þetta,“ sagði Guðlaugur eftir leik. „Við áttum góðan leik og vorum í raun betri á öllum sviðum.“ Varnarleikur Vals var mjög öflugur, þá sérstaklega í seinni hálfleik þar sem Haukar áttu í mestu vandræðum með að skapa sér færi. „Ég er ánægður með hvernig við stigum upp í vörninni. Þetta var besti varnarleikur sem við höfum sýnt á tímabilinu og ég er ánægður með framfarirnar þar,“ sagði Guðlaugur. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á tímabilinu en þeir fóru hægt af stað og töpuðu fyrstu þremur leikjum sínum. En eru Valsmenn loksins komnir í gang? „Ég myndi segja það,“ sagði Guðlaugur ákveðinn að lokum.Gunnar: Byrjunin á tímabilinu vonbrigði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, sagði slakan sóknarleik hafa orðið sínum mönnum að falli gegn Val í kvöld. „Sóknin var ekki nógu beitt. Við vorum óvenju staðir og hægir þar og það vantaði flæði og hraða. Svo þurfum við að gefa Bubba [Hlyni Morthens, markverði Vals] kredit, hann tók mörg dauðafæri, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Gunnar. Valsmenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 14-11, og skoruðu svo fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik. „Við vorum lengi í gang og brotnuðum kannski aðeins. Ég held við höfum farið með 8-9 dauðafæri í fyrri hálfleik sem var erfitt. En við komum til baka eftir mótlætið í byrjun seinni hálfleiks og fengum tækifæri til að komast inn í leikinn,“ sagði Gunnar. En hvað vantaði upp á svo Haukar næðu að jafna metin undir lok leiksins? „Betri nýtingu og betri sóknarleik. Við erum ánægðir með vörnina. Það er erfitt að eiga við þá því þeir fá að spila mjög lengi,“ sagði Gunnar sem er ósáttur með uppskeruna til þessa á tímabilinu en Haukar eru aðeins með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. „Þetta eru vonbrigði. Ég er ekki ánægður með þetta og við þurfum að vinna vel í okkar málum og leggja mikið á okkur,“ sagði Gunnar að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira