Mannanafnanefnd hefur gefið leyfi fyrir kvenmannsnöfnunum Angelínu, Lunu, Tildru, Hofdísi og Eilíf, auk karlkynsnafnsins Eyjar.
Úrskurðir mannanafnanefndar voru kveðnir upp á föstudag, fjórum dögum áður en opinberlega greint var frá skilnaði Hollywood-parsins Angelínu Jolie og Brad Pitt. Brad, eða Bradley, er ekki á mannanafnaskrá.
Nefndin heimilaði einnig konu að taka upp kenningu til föður síns, Paul, en hún óskaði að eiginnafn föðurins yrði lagað að íslensku máli, Pálsdóttir.
Sömuleiðis samþykkti nefndin beiðni konu um að taka upp kenningu til föður síns, Andrzej, og að hún fengi að bera eftirnafnið Andradóttir. Jafnframt óskaði hún að eiginnafnið Katarzyna yrði lagað að íslensku máli, Katrína, sem nefndin samþykkti einnig.
Heimilt að heita Angelína

Tengdar fréttir

Óttast að íslenskir nafnasiðir deyi út
Núverandi mannanafnalög verða felld á brott og mannanafnanefnd lögð niður, samkvæmt drögum að nýju frumvarpi innanríkisráðuneytisins. Formaður íslenskrar málnefndar telur afleiðingarnar meðal annars verða þær að íslenska föðurnafnakerfið leggist af.

Mannanafnanefnd: Karma má vera karlmannsnafn og Ári er ekki of niðrandi
Karlmannsnöfnin Karma, Ári og Gaddi og kvenmannsnöfnin Eiríksína, Kikka og Liljan meðal þeirra nafna sem nefndin samþykkir.

Ætla að leggja mannanafnanefnd niður
Samkvæmt drögum að frumvarpi sem Innanríkisráðuneytið hefur unnið stendur til að gera miklar breytingar á lögum um nöfn manna.

Silfur, Hymir og Sakura samþykkt
Sex ný nöfn bættust við mannanafnaskrá á síðasta fundi mannanafnanefndar.