Sport

Þriggja ára bann fyrir að afklæðast

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Annar þjálfaranna er hér kominn á nærbuxurnar. Alveg brjálaður.
Annar þjálfaranna er hér kominn á nærbuxurnar. Alveg brjálaður. vísir/getty
Mongólsku glímuþjálfararnir sem mótmæltu með því að afklæðast á ÓL í Ríó hafa verið settir í langt bann.

Þjálfararnir Tserenbaatar Tsogbayar og Byambarinchen Bayaraa brjáluðust er dómararnir dæmdu gegn lærisveini þeirra, Ganzorigiin Mandakhnaran, í bronsglímu á leikunum.

Mótmæli þeirra eftir glímuna vöktu síðan heimsathygli. Þeir stigu upp á dýnuna og afklæddu sig. Stóðu aðeins eftir á nærbuxunum.

Það varð að vísa þeim úr salnum með látum enda létu þeir dómarana líka heyra það.

Alþjóða glímusambandið hefur sett þá báða í þriggja ára bann og glímusamband Mongólíu þarf að greiða tæpar sex milljónir króna í sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×