Sport

Brady segist ekki vera Matt frá San Diego

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady ásamt aðdáanda.
Brady ásamt aðdáanda. vísir/getty
NFL-stjarnan Tom Brady var í síðustu viku sakaður um að hafa hringt inn í útvarpsþátt undir dulnefni.

Sá er hringdi inn til þess að taka upp hanskann fyrir Brady í þættinum kallaði sig Matt frá San Diego. Brady er frá Kaliforníu sem einhverjum fannst skipta máli.

Um leið og símtalinu lauk fylltist Twitterinn hjá þáttastjórnendum með vísbendingum frá fólki að þetta hefði verið Brady sjálfur að hringja inn.

Sjá einnig: Hringdi Brady undir dulnefni í útvarpsþátt?

Mörgum fannst Matt frá San Diego vera sláandi líkur Brady í talanda. Þar sem Brady er í banni og með nægan frítíma fannst fólki það líka ekki ólíklegt að hann hefði hringt.

Brady kom í útvarpsviðtal í gær þar sem hann var að sjálfsögðu spurður út í þetta mál. Þar þvertók hann fyrir að hafa hringt í útvarpið undir dulnefni.

„Ég er að tala við þig og bara þig. Trúirðu því? Ég er aðeins að tala við þennan þátt,“ sagði Brady við Jim Gray og spurning hvort þessi afneitun þaggi niður í efasemdarmönnum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×