Erlent

Trump aftur upp að hlið Clinton

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump er væntanlega ánægður með niðustöður kannana.
Donald Trump er væntanlega ánægður með niðustöður kannana. vísir/epa
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, er aftur kominn upp að hlið Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, í baráttunni um forsetaembættið ef marka má skoðanakannanir. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman munar nú 0,7 prósentustigum á fylgi þeirra. Trump mælist með 40,3 prósent en Clinton 41 prósent.

Forskot Clinton hefur verið afgerandi frá landsþingi Demókrata sem fór fram í lok júlí. Hefur það mest farið upp í nærri átta prósentustig. Nú hefur Trump hins vegar saxað á forskotið.

Samkvæmt könnun YouGov er ein orsaka fylgistaps Clinton heilsa hennar en greint var frá því í síðustu viku að hún væri með lungnabólgu. Alls sögðu 38 prósent aðspurðra að heilsa hennar væri ekki nógu góð til að hún gæti sinnt embættisskyldum forseta.

Þá mælist Trump einnig með meira fylgi en Clinton í stærstu baráttufylkjunum, Ohio og Flórída. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×