Breikkun Vesturlandsvegar, breytingar í sjávarútvegi, framtíð í fiskeldi og aðgengi að heilbrigðisþjónustu brennur á kjósendum í Norðvesturkjördæmi. Sömuleiðis eru löggæslumál mikið á milli tannanna á fólki, sér í lagi eftir nýlegt dæmi um að lögregla hafi verið um tvo tíma á vettvang eftir að tilkynning barst um mann í bíl sem hafði farið í höfnina á Hvammstanga.Norðvesturkjördæmi er fámennasta kjördæmi landsins en kjörsókn mældist þar hæst á landinu í þingkosningunum 2013, eða 83,6 prósent. Íbúar kjördæmisins starfa mikið við þjónustu- og framleiðslustörf. Frumframleiðsla – sjávarútvegurinn – er mjög veigamikil í kjördæminu þar sem einnig finnast mikil landbúnaðarhéruð, líkt og í Skagafirði, Borgarfirði og Dölunum. Ferðaþjónustan er svo mjög vaxandi þáttur í atvinnulífinu í kjördæminu. Sökum alls þessa eru samgöngumálin jafnan áberandi í kjördæminu, þar sem verið er að sameina heilu atvinnu- og þjónustusvæðin. Norðvesturkjördæmi er mjög víðfeðmt og nær allt frá norðurströnd Hvalfjarðar að vestanverðum Tröllaskaga. Átta þingmenn eiga á sæti á þingi fyrir kjördæmið, þar af einn jöfnunarþingmaður. Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í kjördæminu í kosningunum 2013 og tryggði sér helming allra þingmanna eða fjóra, en Sjálfstæðismenn tvo, og Samfylking og Vinstri græn sitt hvorn.Tvöföldun Vesturlandsvegar er talin brýn samgöngubót í kjördæminu.Vísir/GVASamgöngumál: Víða þörf á úrbætum í kjördæminuFlestir þeirra sem Vísir ræddi við í kjördæminu nefndu Vesturlandsveginn, þá sérstaklega Kjalarneskaflann, þegar talið barst að úrbætum í samgöngumálum. Fjárveiting til Vesturlandsvegar nam um helmingi af fjárveitingu til Reykjanesbrautar frá 2005 til 2014. Er kallað eftir tvöföldun Vesturlandsvegar milli Mosfellsbæjar og Borgarness, og að ráðist verði í þær úrbætur sem fyrst því umferð hafi aukist gífurlega á síðustu árum. Á Vestfjörðum er beðið eftir göngum úr Dýrafirði yfir í Arnarfjörð og uppbyggingu heilsársvegar sem myndi tryggja samgöngur á milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða, en sú leið er annars lokuð stóran hluta ársins vegna ófærðar. Göngin, sem verða 5,3 kílómetrar að lengd, eru komin í alþjóðlegt útboðsferli en ýmsir höfðu óttast að þau myndu frjósa inni í komandi kosningum. Áætlaður kostnaður ganganna er talinn um 9,3 milljarðar króna.Vegurinn um Gufudalssveit er ofarlega í huga íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. Tillaga Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir breyttri veglínu um hinn umdeilda Teigskóg utanvert í Þorskafirði en leiðin mun leysa af hólmi fjallvegi um Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Deilur um þessa veglínu hafa staðið yfir í rúm tíu ár en nú er svo komið að málið var fært aftur í umhverfismatsferli og má vænta niðurstöðu í málið upp úr áramótum en Vegagerðin vonast til að geta hafið framkvæmdir við nýjan veg um næstkomandi vor. Um mikið tilfinningamál er þó að ræða og alls óvíst að vegurinn verði lagður þarna. Þegar lagst var gegn þessari veglínu á sínum tíma var það vegna röskunar á Birkiskógi sem er á þessu svæði og röskunar á landi sem hafði verið óraskaða í gegnum áranna rás. Landeigendur á þessu svæði hafa einnig verið alfarið á móti þessari veglínu um Teigskóg. Einnig er talsvert rætt um nauðsyn á úrbótum á veginum út á Látrabjarg. Margir ferðamenn sækja þann stað og er slæmt ástand vegarins talið hafa hamlandi áhrif á vilja ferðamanna til að halda ferðum sínum áfram um Vestfirði. Þannig hafa heimamenn sem starfa í ferðaþjónustu á þessum slóðum boðist til að keyra ferðamenn, sem koma stjarfir eftir akstur á varasömum vegum og treysta sér ekki lengra, síðasta spölinn út á Látrabjarg til að þeir sjái nú örugglega lundann og bjargið eftir að hafa komið alla þessa leið.Látrabjarg er afar vinsælt meðal ferðamanna en vegurinn þangað er sagður svo slæmur að hann verði til þess að ferðamenn þori ekki að ferðast meira um Vestfirði.Vísir/Anton BrinkTil að komast út á Látrabjarg þarf að aka Örlygshafnarveg sem liggur úr botni Patreksfjarðar og út á Látrabjarg. Vegurinn er rúmir 30 kílómetrar að lengd en bundið slitlag á honum endar við Skápadal. Vegagerðin er að vinna að endurbótum á veginum á sex kílómetra kafla, frá Skápadal að bænum Hvalskeri, sem áætlað er að leggja bundið slitlag á, á næsta ári. Enn verður þó löng leið eftir sem er erfið yfirferðar en fyrirhugaðar eru frekari úrbætur. í næsta áfanga verður haldið áfram með úrbætur frá Hvalskeri og áfram út að Sauðlauksdal í Patreksfirði, framhjá Patreksfjarðarflugvelli. Þá er einnig ráðgerðar lagfæringar á erfiðum vegi við Hvallátur, sem er á leiðinni út á Látrabjarg.Í Dalabyggð er hátt hlutfall malarvega sem ekki er haldið við eða endurbættir. Þar er sérstaklega nefndur vegurinn um Skógarströnd sem tengir Dalina við Snæfellsnesið. Vegurinn er fjölfarin ferðamannaleið en talinn hættulegur vegfarendum sökum bágs ástands. Þá er einnig horft til tengingar til norðurs um Laxárdal og Laxárdalsheiði. Á Snæfellsnesi og Mýrum eru margir vegir orðnir lélegir og öldóttir og er þrýst á að klárað verði að malbika Fróðárheiðina, frá sunnanverðu Snæfellsnesi til Ólafsvíkur, þar sem eftir stendur um fjögurra kílómetra langur kafli. Einnig er bent á að gera þurfi úrbætur á veginum frá Hólmavík að Staðarskála. Þar sé um hundrað kílómetra kafli með þrettán einbreiðum brúm og stór hluti hans ómalbikaður. RÚV greindi frá því fyrir skemmstu að miðað við þær 300 milljónir sem á að veita á hverju ári til útrýmingar á þeim 34 einbreiðu brúm sem eru við hringveginn þá muni það verk taka 48 ár. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði það ekki hljóma nógu vel og eru uppi áætlanir um að auka það fjármagn í milljarð á næstu tveimur árum.Atvinnumál: Uppboðsleiðin og fiskeldiHugmyndir sem uppi eru um breytingar á sjávarútvegskerfinu og miða að því að bjóða upp aflaheimildir verða án efa til umræðu í kjördæminu sem og víðar. Búast má við að þeir sem haldi þeim hugmyndum á lofti muni mæta harðri andstöðu frá útgerðinni og frambjóðendum sem eru á móti slíkum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu.Umræður um fiskeldi munu vera hitamál fyrir þessar kosningar.VísirViðmælendur segja margir að uppboðsleið myndi reynast mörgum stöðum úti á landi erfið. Bent sé á að ekki sé sjálfsagt mál að kalla inn arð af auðlindinni. Þekkja þurfi til sjávarins, tryggja að sjómenn vilji fara á sjó, að peningar séu til staðar til að eiga skip, vinna þurfi aflann og selja á markað. Slíkt gerist ekki sjálfkrafa og óvissa í atvinnumálum sé eitur í beinum margra í kjördæminu. Margir telja þó uppboðsleiðina færa og að hún eigi að koma til skoðunar, en líkt og fyrr segir verður hún vafalaust rædd fyrir þessar kosningar. Fiskeldi hefur verið í mikilli uppbyggingu á Vestfjörðum og eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir aðkomu sína að málaflokknum. Viðmælendur segja miðstýringarvaldið í málaflokknum vera orðið of mikið og vald manna í heimabyggð of lítið. Sveitarfélög eru sögð áhorfendur í þeim leik þegar ríkið útdeilir leyfum fyrir slíkri starfsemi. Einnig skorti sýn hvernig eigi að hafa af þessu tekjur – sveitarfélögin og ríkið. Fólk kveðst uggandi yfir að þessari uppbyggingu verði ekki fylgt eftir af ríkisvaldinu. Nauðsynlegt sé að byggja upp og hlúa að innviðum, svo sem með byggingu og rekstri hafnarmannvirkja, skóla, leikskóla og svo framvegis.Er ríkið til að mynda gagnrýnt fyrir að geta ekki komið til móts við sveitarfélögin er varðar uppbyggingu á hafnarmannvirkjum og þá er einnig bent á að engar hugmyndir séu uppi um hvernig ríkið geti hjálpað til við að leysa þann húsnæðisskort sem mun fylgja fjölgun starfa á Vestfjörðum er varða uppbyggingu í fiskeldi. Þá er einnig gagnrýnt andleysi yfirvalda þegar kemur að því að veita leyfi fyrir fiskeldi, bæði að það taki of langan tíma fyrir þá sem vonast til að fá leyfin en einnig er það gagnrýnt vegna þess að heimamenn vonast til að ríkið vandi til verks enda mikið í húfi þegar kemur að náttúruverndarsjónarmiðum. Heilbrigðismál: Hjúkrunarmálum þröngur stakkur búinnViðmælendur Vísis í Norðvesturkjördæminu segja margir að þrengt hafi allt of mikið að heilbrigðisþjónustunni. Margir minnast á að hjúkrunarheimilum sé of þröngur stakkur búinn og að biðlistar eftir plássum séu of langir. Reksturinn hafi reynst sveitarfélögum erfiður sem bitni á annarri þjónustu, en sveitarfélögin eru þar eignaraðilar þó að þetta sé rekstur á vegum ríkisins. Þó þarf að horfa á málið eftir svæðum. Á meðan íbúar í norðanverðu kjördæminu kvarta undan slæmu aðgengi að heilbrigðisþjónustu er ekki alveg eins farið með Skagamenn og nágranna þeirra. Til að mynda þykir fæðingardeildin á Akranesi svo góð að barnshafandi konur velja frekar að fæða upp á Skaga en í Reykjavík og fæðingum þar því fjölgað. Það er öfugt farið á Vestfjörðum þar sem fæðingum hefur farið fækkandi og verðandi mæður þurfa jafnvel að fara til Reykjavíkur í ómskoðun.Frá Borgarnesi í Norðvesturkjördæmi. Vísir/VilhelmByggðamál: Ríkið komi til móts við byggingarkostnaðFlutningur Fiskistofu og lögreglunáms til Akureyrar hafa mælst vel fyrir og eru stjórnvöld hvött til frekari aðgerða í þá veru. Þegar ný verkefni og ný störf komi upp verði að hafa í huga að koma þeim fyrir á landsbyggðinni. Það sé nauðsynlegt til að halda fjölbreyttu atvinnuúrræði í byggðum sem hafa byggst upp í kringum sjávarútveg og landbúnað en standi nú höllum fæti vegna fólksfækkunar sem hefur fylgt sviptingum í þeim greinum. Er einnig kallað eftir hvötum í skattkerfinu, líkt og þekkist í Noregi, til að ýta undir að fólk sjái sér hag í að flytja út á land. Rætt er um að ríkið þurfi að koma að því að auka möguleika fólks á að byggja íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni. Víða sé skortur á húsnæði á landsbyggðinni en almennt sé fólk tregt til að byggja sökum þess að byggingarkostnaður er gjarnan meiri en söluverðmæti. Þetta valdi því að ungt fólk sé tregt til að byggja ný hús á landsbyggðinni sökum þess að það er kannski ekki búið að ákveða hvort það ætli að vera einmitt á þessum stað alla sína ævi eða fara eitthvert annað síðar.LöggæslumálLöggæslumálin brenna mjög á fólki í Norðvesturkjördæmi, sér í lagi eftir nýlegt dæmi um að lögregla hafi verið um tvo tíma að koma á vettvang eftir að bíll með manni innanborðs fór í höfnina á Hvammstanga. Einnig er rætt um að aukning ferðamanna kalli á sífellt betri löggæslu á vegum.Raforkumál: Tengipunktur í DjúpiRaforkumál hafa lengi verið baráttumál Vestfirðinga. Árið 2014 tók Landsnet í notkun varaaflsstöð sem keyrð er dísilvélum en með henni var reynt að komast til móts við kröfu Vestfirðinga um aukið öryggi í afhendingu raforku. Vonast Vestfirðingar eftir að settur verði upp tengipunktur á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi sem væri þá hægt að tengja fjórar virkjanir inn á og auka þar með afhendingaröryggi raforku á svæðinu. Um er að ræða Hvalárvirkjun, Austurgilsvirkjun og Skúfnavatnavirkjun en með tengingu þessara virkjanakosta er vonast til að grundvöllur myndist fyrir hringtengingu raforku á Vestfjörðum.Kjördæmið: Kjörsókn sú hæsta á landinuKjördæmið er mjög víðfeðmt og nær allt frá norðurströnd Hvalfjarðar að vestanverðum Tröllaskaga. Stærstu kaupstaðir kjördæmisins eru því Akranes, Borgarnes, Ólafsvík, Grundarfjörður, Stykkishólmur, Búðardalur, Patreksfjörður, Bíldudalur, Tálknafjörður, Bolungarvík, Ísafjörður, Hólmavík, Hvammstangi, Blönduós, Skagaströnd, Sauðárkrókur og Hofsós. Alls voru 21.318 manns á kjörskrá í kjördæminu árið 2013 og mældist kjörsókn 83,6 prósent, sú hæsta á landinu. Norðvesturkjördæmi er það kjördæmi þar sem fæst atkvæði eru á bak við hvern þingmann. Í kosningunum 2013 voru 2.665 atkvæði á bak við hvern þingmann, samanborið við 4.856 atkvæði í Suðvesturkjördæmi þar sem voru flest atkvæði á bak við hvern þingmann. Í ár eru kjósendur 21.479 talsins í kjördæminu.Kjördæmapot Vísis er hluti af kosningaumfjöllun miðilsins en rýnt verður í önnur kjördæmi í vikunni. Við vinnslu úttektarinnar var haft samband við fjölda fólks víðs vegar um kjördæmið til að draga upp heildstæða mynd af þeim málum sem helst brenna á fólki í kjördæminu. Í samtölum við viðmælendur var tekið fram að nöfn þeirra yrðu ekki gefin upp. Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Teigsskógur X16 Norðvestur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent
Breikkun Vesturlandsvegar, breytingar í sjávarútvegi, framtíð í fiskeldi og aðgengi að heilbrigðisþjónustu brennur á kjósendum í Norðvesturkjördæmi. Sömuleiðis eru löggæslumál mikið á milli tannanna á fólki, sér í lagi eftir nýlegt dæmi um að lögregla hafi verið um tvo tíma á vettvang eftir að tilkynning barst um mann í bíl sem hafði farið í höfnina á Hvammstanga.Norðvesturkjördæmi er fámennasta kjördæmi landsins en kjörsókn mældist þar hæst á landinu í þingkosningunum 2013, eða 83,6 prósent. Íbúar kjördæmisins starfa mikið við þjónustu- og framleiðslustörf. Frumframleiðsla – sjávarútvegurinn – er mjög veigamikil í kjördæminu þar sem einnig finnast mikil landbúnaðarhéruð, líkt og í Skagafirði, Borgarfirði og Dölunum. Ferðaþjónustan er svo mjög vaxandi þáttur í atvinnulífinu í kjördæminu. Sökum alls þessa eru samgöngumálin jafnan áberandi í kjördæminu, þar sem verið er að sameina heilu atvinnu- og þjónustusvæðin. Norðvesturkjördæmi er mjög víðfeðmt og nær allt frá norðurströnd Hvalfjarðar að vestanverðum Tröllaskaga. Átta þingmenn eiga á sæti á þingi fyrir kjördæmið, þar af einn jöfnunarþingmaður. Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í kjördæminu í kosningunum 2013 og tryggði sér helming allra þingmanna eða fjóra, en Sjálfstæðismenn tvo, og Samfylking og Vinstri græn sitt hvorn.Tvöföldun Vesturlandsvegar er talin brýn samgöngubót í kjördæminu.Vísir/GVASamgöngumál: Víða þörf á úrbætum í kjördæminuFlestir þeirra sem Vísir ræddi við í kjördæminu nefndu Vesturlandsveginn, þá sérstaklega Kjalarneskaflann, þegar talið barst að úrbætum í samgöngumálum. Fjárveiting til Vesturlandsvegar nam um helmingi af fjárveitingu til Reykjanesbrautar frá 2005 til 2014. Er kallað eftir tvöföldun Vesturlandsvegar milli Mosfellsbæjar og Borgarness, og að ráðist verði í þær úrbætur sem fyrst því umferð hafi aukist gífurlega á síðustu árum. Á Vestfjörðum er beðið eftir göngum úr Dýrafirði yfir í Arnarfjörð og uppbyggingu heilsársvegar sem myndi tryggja samgöngur á milli norður- og suðursvæðis Vestfjarða, en sú leið er annars lokuð stóran hluta ársins vegna ófærðar. Göngin, sem verða 5,3 kílómetrar að lengd, eru komin í alþjóðlegt útboðsferli en ýmsir höfðu óttast að þau myndu frjósa inni í komandi kosningum. Áætlaður kostnaður ganganna er talinn um 9,3 milljarðar króna.Vegurinn um Gufudalssveit er ofarlega í huga íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. Tillaga Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir breyttri veglínu um hinn umdeilda Teigskóg utanvert í Þorskafirði en leiðin mun leysa af hólmi fjallvegi um Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Deilur um þessa veglínu hafa staðið yfir í rúm tíu ár en nú er svo komið að málið var fært aftur í umhverfismatsferli og má vænta niðurstöðu í málið upp úr áramótum en Vegagerðin vonast til að geta hafið framkvæmdir við nýjan veg um næstkomandi vor. Um mikið tilfinningamál er þó að ræða og alls óvíst að vegurinn verði lagður þarna. Þegar lagst var gegn þessari veglínu á sínum tíma var það vegna röskunar á Birkiskógi sem er á þessu svæði og röskunar á landi sem hafði verið óraskaða í gegnum áranna rás. Landeigendur á þessu svæði hafa einnig verið alfarið á móti þessari veglínu um Teigskóg. Einnig er talsvert rætt um nauðsyn á úrbótum á veginum út á Látrabjarg. Margir ferðamenn sækja þann stað og er slæmt ástand vegarins talið hafa hamlandi áhrif á vilja ferðamanna til að halda ferðum sínum áfram um Vestfirði. Þannig hafa heimamenn sem starfa í ferðaþjónustu á þessum slóðum boðist til að keyra ferðamenn, sem koma stjarfir eftir akstur á varasömum vegum og treysta sér ekki lengra, síðasta spölinn út á Látrabjarg til að þeir sjái nú örugglega lundann og bjargið eftir að hafa komið alla þessa leið.Látrabjarg er afar vinsælt meðal ferðamanna en vegurinn þangað er sagður svo slæmur að hann verði til þess að ferðamenn þori ekki að ferðast meira um Vestfirði.Vísir/Anton BrinkTil að komast út á Látrabjarg þarf að aka Örlygshafnarveg sem liggur úr botni Patreksfjarðar og út á Látrabjarg. Vegurinn er rúmir 30 kílómetrar að lengd en bundið slitlag á honum endar við Skápadal. Vegagerðin er að vinna að endurbótum á veginum á sex kílómetra kafla, frá Skápadal að bænum Hvalskeri, sem áætlað er að leggja bundið slitlag á, á næsta ári. Enn verður þó löng leið eftir sem er erfið yfirferðar en fyrirhugaðar eru frekari úrbætur. í næsta áfanga verður haldið áfram með úrbætur frá Hvalskeri og áfram út að Sauðlauksdal í Patreksfirði, framhjá Patreksfjarðarflugvelli. Þá er einnig ráðgerðar lagfæringar á erfiðum vegi við Hvallátur, sem er á leiðinni út á Látrabjarg.Í Dalabyggð er hátt hlutfall malarvega sem ekki er haldið við eða endurbættir. Þar er sérstaklega nefndur vegurinn um Skógarströnd sem tengir Dalina við Snæfellsnesið. Vegurinn er fjölfarin ferðamannaleið en talinn hættulegur vegfarendum sökum bágs ástands. Þá er einnig horft til tengingar til norðurs um Laxárdal og Laxárdalsheiði. Á Snæfellsnesi og Mýrum eru margir vegir orðnir lélegir og öldóttir og er þrýst á að klárað verði að malbika Fróðárheiðina, frá sunnanverðu Snæfellsnesi til Ólafsvíkur, þar sem eftir stendur um fjögurra kílómetra langur kafli. Einnig er bent á að gera þurfi úrbætur á veginum frá Hólmavík að Staðarskála. Þar sé um hundrað kílómetra kafli með þrettán einbreiðum brúm og stór hluti hans ómalbikaður. RÚV greindi frá því fyrir skemmstu að miðað við þær 300 milljónir sem á að veita á hverju ári til útrýmingar á þeim 34 einbreiðu brúm sem eru við hringveginn þá muni það verk taka 48 ár. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði það ekki hljóma nógu vel og eru uppi áætlanir um að auka það fjármagn í milljarð á næstu tveimur árum.Atvinnumál: Uppboðsleiðin og fiskeldiHugmyndir sem uppi eru um breytingar á sjávarútvegskerfinu og miða að því að bjóða upp aflaheimildir verða án efa til umræðu í kjördæminu sem og víðar. Búast má við að þeir sem haldi þeim hugmyndum á lofti muni mæta harðri andstöðu frá útgerðinni og frambjóðendum sem eru á móti slíkum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu.Umræður um fiskeldi munu vera hitamál fyrir þessar kosningar.VísirViðmælendur segja margir að uppboðsleið myndi reynast mörgum stöðum úti á landi erfið. Bent sé á að ekki sé sjálfsagt mál að kalla inn arð af auðlindinni. Þekkja þurfi til sjávarins, tryggja að sjómenn vilji fara á sjó, að peningar séu til staðar til að eiga skip, vinna þurfi aflann og selja á markað. Slíkt gerist ekki sjálfkrafa og óvissa í atvinnumálum sé eitur í beinum margra í kjördæminu. Margir telja þó uppboðsleiðina færa og að hún eigi að koma til skoðunar, en líkt og fyrr segir verður hún vafalaust rædd fyrir þessar kosningar. Fiskeldi hefur verið í mikilli uppbyggingu á Vestfjörðum og eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir aðkomu sína að málaflokknum. Viðmælendur segja miðstýringarvaldið í málaflokknum vera orðið of mikið og vald manna í heimabyggð of lítið. Sveitarfélög eru sögð áhorfendur í þeim leik þegar ríkið útdeilir leyfum fyrir slíkri starfsemi. Einnig skorti sýn hvernig eigi að hafa af þessu tekjur – sveitarfélögin og ríkið. Fólk kveðst uggandi yfir að þessari uppbyggingu verði ekki fylgt eftir af ríkisvaldinu. Nauðsynlegt sé að byggja upp og hlúa að innviðum, svo sem með byggingu og rekstri hafnarmannvirkja, skóla, leikskóla og svo framvegis.Er ríkið til að mynda gagnrýnt fyrir að geta ekki komið til móts við sveitarfélögin er varðar uppbyggingu á hafnarmannvirkjum og þá er einnig bent á að engar hugmyndir séu uppi um hvernig ríkið geti hjálpað til við að leysa þann húsnæðisskort sem mun fylgja fjölgun starfa á Vestfjörðum er varða uppbyggingu í fiskeldi. Þá er einnig gagnrýnt andleysi yfirvalda þegar kemur að því að veita leyfi fyrir fiskeldi, bæði að það taki of langan tíma fyrir þá sem vonast til að fá leyfin en einnig er það gagnrýnt vegna þess að heimamenn vonast til að ríkið vandi til verks enda mikið í húfi þegar kemur að náttúruverndarsjónarmiðum. Heilbrigðismál: Hjúkrunarmálum þröngur stakkur búinnViðmælendur Vísis í Norðvesturkjördæminu segja margir að þrengt hafi allt of mikið að heilbrigðisþjónustunni. Margir minnast á að hjúkrunarheimilum sé of þröngur stakkur búinn og að biðlistar eftir plássum séu of langir. Reksturinn hafi reynst sveitarfélögum erfiður sem bitni á annarri þjónustu, en sveitarfélögin eru þar eignaraðilar þó að þetta sé rekstur á vegum ríkisins. Þó þarf að horfa á málið eftir svæðum. Á meðan íbúar í norðanverðu kjördæminu kvarta undan slæmu aðgengi að heilbrigðisþjónustu er ekki alveg eins farið með Skagamenn og nágranna þeirra. Til að mynda þykir fæðingardeildin á Akranesi svo góð að barnshafandi konur velja frekar að fæða upp á Skaga en í Reykjavík og fæðingum þar því fjölgað. Það er öfugt farið á Vestfjörðum þar sem fæðingum hefur farið fækkandi og verðandi mæður þurfa jafnvel að fara til Reykjavíkur í ómskoðun.Frá Borgarnesi í Norðvesturkjördæmi. Vísir/VilhelmByggðamál: Ríkið komi til móts við byggingarkostnaðFlutningur Fiskistofu og lögreglunáms til Akureyrar hafa mælst vel fyrir og eru stjórnvöld hvött til frekari aðgerða í þá veru. Þegar ný verkefni og ný störf komi upp verði að hafa í huga að koma þeim fyrir á landsbyggðinni. Það sé nauðsynlegt til að halda fjölbreyttu atvinnuúrræði í byggðum sem hafa byggst upp í kringum sjávarútveg og landbúnað en standi nú höllum fæti vegna fólksfækkunar sem hefur fylgt sviptingum í þeim greinum. Er einnig kallað eftir hvötum í skattkerfinu, líkt og þekkist í Noregi, til að ýta undir að fólk sjái sér hag í að flytja út á land. Rætt er um að ríkið þurfi að koma að því að auka möguleika fólks á að byggja íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni. Víða sé skortur á húsnæði á landsbyggðinni en almennt sé fólk tregt til að byggja sökum þess að byggingarkostnaður er gjarnan meiri en söluverðmæti. Þetta valdi því að ungt fólk sé tregt til að byggja ný hús á landsbyggðinni sökum þess að það er kannski ekki búið að ákveða hvort það ætli að vera einmitt á þessum stað alla sína ævi eða fara eitthvert annað síðar.LöggæslumálLöggæslumálin brenna mjög á fólki í Norðvesturkjördæmi, sér í lagi eftir nýlegt dæmi um að lögregla hafi verið um tvo tíma að koma á vettvang eftir að bíll með manni innanborðs fór í höfnina á Hvammstanga. Einnig er rætt um að aukning ferðamanna kalli á sífellt betri löggæslu á vegum.Raforkumál: Tengipunktur í DjúpiRaforkumál hafa lengi verið baráttumál Vestfirðinga. Árið 2014 tók Landsnet í notkun varaaflsstöð sem keyrð er dísilvélum en með henni var reynt að komast til móts við kröfu Vestfirðinga um aukið öryggi í afhendingu raforku. Vonast Vestfirðingar eftir að settur verði upp tengipunktur á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi sem væri þá hægt að tengja fjórar virkjanir inn á og auka þar með afhendingaröryggi raforku á svæðinu. Um er að ræða Hvalárvirkjun, Austurgilsvirkjun og Skúfnavatnavirkjun en með tengingu þessara virkjanakosta er vonast til að grundvöllur myndist fyrir hringtengingu raforku á Vestfjörðum.Kjördæmið: Kjörsókn sú hæsta á landinuKjördæmið er mjög víðfeðmt og nær allt frá norðurströnd Hvalfjarðar að vestanverðum Tröllaskaga. Stærstu kaupstaðir kjördæmisins eru því Akranes, Borgarnes, Ólafsvík, Grundarfjörður, Stykkishólmur, Búðardalur, Patreksfjörður, Bíldudalur, Tálknafjörður, Bolungarvík, Ísafjörður, Hólmavík, Hvammstangi, Blönduós, Skagaströnd, Sauðárkrókur og Hofsós. Alls voru 21.318 manns á kjörskrá í kjördæminu árið 2013 og mældist kjörsókn 83,6 prósent, sú hæsta á landinu. Norðvesturkjördæmi er það kjördæmi þar sem fæst atkvæði eru á bak við hvern þingmann. Í kosningunum 2013 voru 2.665 atkvæði á bak við hvern þingmann, samanborið við 4.856 atkvæði í Suðvesturkjördæmi þar sem voru flest atkvæði á bak við hvern þingmann. Í ár eru kjósendur 21.479 talsins í kjördæminu.Kjördæmapot Vísis er hluti af kosningaumfjöllun miðilsins en rýnt verður í önnur kjördæmi í vikunni. Við vinnslu úttektarinnar var haft samband við fjölda fólks víðs vegar um kjördæmið til að draga upp heildstæða mynd af þeim málum sem helst brenna á fólki í kjördæminu. Í samtölum við viðmælendur var tekið fram að nöfn þeirra yrðu ekki gefin upp.